Samkeppnishæfni íslensks landbúnaðar bætt Margrét Gísladóttir skrifar 9. apríl 2024 14:31 Á undanförnum vikum hefur margt verið sagt og ritað um nýlega breytingu á búvörulögum þar sem íslenskar kjötafurðastöðvar fengu loks undanþágu frá samkeppnislögum, líkt og hefur þekkst í nágrannalöndum okkar í áratugi. Óhætt er að fullyrða að opinber umræða hafi einkennst af upplýsingaóreiðu um inntak og eðli þessarar lagasetningar sem tók formlega gildi síðastliðinn föstudag. Í þessari grein verður fjallað um þá vegferð sem nú er lokið með farsælli lausn fyrir bændur og fyrirtæki þeirra. Íslenskur réttur nálgast rétt nágrannaþjóða Með samþykkt hinna nýju laga hefur verið stigið stórt framfaraskref til hagsbóta fyrir íslenskan landbúnað og má segja að rekstrarumhverfi íslenskra bænda hafi, með samþykkt laganna, nálgast rekstrarumhverfi bænda í nágrannalöndum Íslands. Hin nýju lög eru í samræmi við nýja landbúnaðarstefnu fyrir Ísland, tillögur sem birtust í skýrslunni Ræktum Ísland! sem kom út árið 2021 og tillögur spretthóps matvælaráðherra, sem skipaður var vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu, frá 2022. Þá hafa verið lögð fram allnokkur frumvörp á Alþingi sem og kynnt drög að stjórnarfrumvörpum á vef stjórnarráðsins og í samráðsgátt undanfarin ár, öll með það að markmiði að heimila undanþágur fyrir íslenskan landbúnað til að ná fram hagræðingu í greininni. Aðstöðumunur innlendra og erlendra framleiðenda hefur því verið mönnum ljós um nokkra hríð og töluverð samstaða hefur verið um að rétta hann af, sem nú loks hefur verið gert. Aðstöðumunurinn fólst m.a. í því að bæði í Noregi og ESB hefur landbúnaðurinn haft víðtækar undanþágur frá samkeppnisreglum í áratugi. Þannig hefur allt frá árinu 1958 verið viðurkennd forgangsregla í ESB rétti sem stuðlar að forgangsáhrifum landbúnaðarstefnu ESB gagnvart samkeppnisreglum. Í Noregi hafa verið undanþágur allt frá setningu samkeppnislaga 1993. Undanþágur Noregs og ESB eru gerðar til að stuðla að því að markmið landbúnaðarstefna nái fram að ganga en markmið þeirra eru önnur en markmið samkeppnislaga. Landbúnaður innan Noregs og ESB hefur því lengi verið í allt annarri og betri samkeppnisstöðu en íslenskur landbúnaður. En hvað felur undanþágan í raun í sér? Í opinberri umræðu hefur ýmislegt verið látið flakka um efni hinnar nýju undanþágureglu. Eins og reglan ber með sér þá veitir hún framleiðendafélögum heimild til að sameinast, gera með sér samkomulag um verkaskiptingu milli afurðastöðva að því er varðar framleiðslu einstakra kjötafurða og hafa með sér annars konar samstarf til þess að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara. Efni þessarar reglu byggir á undanþágu sem þegar hefur gilt fyrir afurðastöðvar í mjólk í 20 ár. Kjötafurðastöðvar sem nýta sér heimildina þurfa að fullnægja ákveðnum skilyrðum. Þær skulu (a) safna afurðum frá framleiðendum á grundvelli sömu viðskiptakjara, (b) selja öðrum vinnsluaðilum afurðir til frekari vinnslu á grundvelli sömu viðskiptakjara og dótturfélögum eða öðrum félögum framleiðendafélaga, (c) ekki setja skorður við því að framleiðendur færi viðskipti sín og (d) tryggja öllum framleiðendum rétt til að eiga einungis viðskipti við framleiðendafélag um afmarkaða þætti, s.s. slátrun og hlutun. Samkeppniseftirlitið fer með eftirlit hvað þetta varðar. Ávinningurinn mikill Íslenskur kjötmarkaður er agnarsmár samanborið við það sem þekkist erlendis. Svo smár í raun að eitt sláturhús á Jótlandi gæti slátrað öllum nautgripum sem slátrað er á Íslandi, á heilu ári í 7 húsum, á 5 vikum. Svo smár er íslenskur kjötmarkaður að það tæki annað sláturhús í Horsens í Danmörku innan við viku að slátra öllum svínum sem slátrað er á Íslandi á heilu ári. Nýtingarhlutfall sláturgetu í sauðfjár- og nautgripaslátrun hérlendis er einnig lág. Árið 2020 mældist hún 61% í sauðfjárslátrun og einungis 31% í nautgripaslátrun og hefur líklega minnkað samhliða fækkun sláturgripa undanfarin ár. Hér er því augljóst að hægt er að gera betur. Samkvæmt greiningu Deloitte frá apríl árið 2021 má skapa umtalsverðan ávinning með hagræðingu og endurskipulagningu á rekstri í slátrun og kjötvinnslu stórgripa og sauðfjár. Metið var að rekstrarhagræðing við samþjöppun afurðastöðva gæti numið á bilinu 0,9–1,5 milljörðum króna á ári og til viðbótar losað um fjárbindingu og lækkað fjárfestingarþörf til framtíðar. Þegar framleiðslukostnaður landbúnaðarvara er jafn hár og hann er hérlendis, sökum m.a. hás launa- og vaxtastigs, veðurfars og smæðar markaðar, þá er galið að sækja ekki þá hagræðingu sem hægt er. Það væri sérstaklega galið þegar íslenskar landbúnaðarvörur eru á sama tíma að keppa við innfluttar landbúnaðarvörur sem framleiddar eru með undanþágum frá samkeppnislögum í framleiðslulandinu. Barist hart gegn hagræðingu Samþykkt þessarar nýju undanþágureglu hefur valdið töluverðu fjaðrafoki. Svo dæmi séu nefnd þá tiltók Samkeppniseftirlitið í umsögn sinni við hin nýju lög að sjónarmið þess væru mikilvæg „vegna mögulegra áhrifa frumvarpsins á forsendur nýgerðra kjarasamninga“. Þetta gerði Samkeppniseftirlitið þótt skýrt komi fram í 3. gr. samkeppnislaga að lögin taki ekki til launa og annarra starfskjara launþega samkvæmt kjarasamningum – m.ö.o. það fellur utan verksviðs Samkeppniseftirlits að fjalla um kjarasamninga. Þá sendu Félag atvinnurekenda, VR og Neytendasamtökin áskorun á forsætisráðherra og þá sitjandi matvælaráðherra um að beita sér fyrir því að lögin yrðu felld úr gildi – lög sem löggjafarvaldið hafði þá nýlega samþykkt. Vert er að taka fram að upptaldir aðilar hafa lagst gegn hvers konar hugmyndum um undanþágur frá samkeppnislögum fyrir íslenskan landbúnað undanfarin ár, þrátt fyrir hinn augljósa aðstöðumun sem greinin hefur búið við í samanburði við landbúnaðinn í nágrannalöndum okkar. Viðbrögð hagsmunaaðila í landbúnaði hafa hins vegar almennt séð verið jákvæð. Bændasamtök Íslands hafa fagnað hinni nýju undanþágureglu og nýkjörinn formaður Beint frá býli horfir til þess að hagræðing leiði til hærra afurðaverðs til bænda, aukinnar framleiðslu og auki getu til að keppa við innflutning erlendra landbúnaðarvara. Nægir að líta til árangursins sem náðst hefur í mjólkuriðnaði hérlendis þar sem ávinningur bænda og neytenda var metinn á 3 milljarða á ársgrundvelli árið 2014, þar sem 2 milljarðar skiluðu sér til neytenda í formi lægra vöruverðs og 1 milljarður til bænda í formi hærra afurðaverðs. Um næstu skref Nú þegar hin nýja undanþáguregla hefur öðlast gildi fellur það í hlut kjötafurðastöðva að taka næstu skref. Afurðastöðvar munu nú hefja ferli greininga sem mun óneitanlega leiða til hagræðingaraðgerða þegar fram líða stundir. Og til að svara úrtölumönnum, sem finna undanþágureglum öllu til foráttu, er vert að benda á að fyrir stuttu var af hálfu ESB samþykkt ný undanþága fyrir landbúnaðinn frá samkeppnisreglum. Hin nýja undanþága mun gera bændum og fyrirtækjum þeirra kleift að gera með sér samninga sem ganga gegn samkeppnisreglum ef markmið samninganna er að ná tilteknum umhverfismarkmiðum, t.d. varðandi minnkun kolefnisfótspors, aukinnar dýravelferðar, o.s.frv. Næsta skref er að kanna hvort að ekki verði samþykkt slík undanþáguregla hér á landi til að tryggja samkeppnishæfni íslenskra framleiðenda. Slík undanþáguregla myndi t.a.m. auðvelda garðyrkjubændum að auka samvinnu og samstarf með sambærilegum hætti og tíðkast á meginlandi Evrópu. Samtök fyrirtækja í landbúnaði munu ekki láta sitt eftir liggja – Áfram gakk! Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Gísladóttir Landbúnaður Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum vikum hefur margt verið sagt og ritað um nýlega breytingu á búvörulögum þar sem íslenskar kjötafurðastöðvar fengu loks undanþágu frá samkeppnislögum, líkt og hefur þekkst í nágrannalöndum okkar í áratugi. Óhætt er að fullyrða að opinber umræða hafi einkennst af upplýsingaóreiðu um inntak og eðli þessarar lagasetningar sem tók formlega gildi síðastliðinn föstudag. Í þessari grein verður fjallað um þá vegferð sem nú er lokið með farsælli lausn fyrir bændur og fyrirtæki þeirra. Íslenskur réttur nálgast rétt nágrannaþjóða Með samþykkt hinna nýju laga hefur verið stigið stórt framfaraskref til hagsbóta fyrir íslenskan landbúnað og má segja að rekstrarumhverfi íslenskra bænda hafi, með samþykkt laganna, nálgast rekstrarumhverfi bænda í nágrannalöndum Íslands. Hin nýju lög eru í samræmi við nýja landbúnaðarstefnu fyrir Ísland, tillögur sem birtust í skýrslunni Ræktum Ísland! sem kom út árið 2021 og tillögur spretthóps matvælaráðherra, sem skipaður var vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu, frá 2022. Þá hafa verið lögð fram allnokkur frumvörp á Alþingi sem og kynnt drög að stjórnarfrumvörpum á vef stjórnarráðsins og í samráðsgátt undanfarin ár, öll með það að markmiði að heimila undanþágur fyrir íslenskan landbúnað til að ná fram hagræðingu í greininni. Aðstöðumunur innlendra og erlendra framleiðenda hefur því verið mönnum ljós um nokkra hríð og töluverð samstaða hefur verið um að rétta hann af, sem nú loks hefur verið gert. Aðstöðumunurinn fólst m.a. í því að bæði í Noregi og ESB hefur landbúnaðurinn haft víðtækar undanþágur frá samkeppnisreglum í áratugi. Þannig hefur allt frá árinu 1958 verið viðurkennd forgangsregla í ESB rétti sem stuðlar að forgangsáhrifum landbúnaðarstefnu ESB gagnvart samkeppnisreglum. Í Noregi hafa verið undanþágur allt frá setningu samkeppnislaga 1993. Undanþágur Noregs og ESB eru gerðar til að stuðla að því að markmið landbúnaðarstefna nái fram að ganga en markmið þeirra eru önnur en markmið samkeppnislaga. Landbúnaður innan Noregs og ESB hefur því lengi verið í allt annarri og betri samkeppnisstöðu en íslenskur landbúnaður. En hvað felur undanþágan í raun í sér? Í opinberri umræðu hefur ýmislegt verið látið flakka um efni hinnar nýju undanþágureglu. Eins og reglan ber með sér þá veitir hún framleiðendafélögum heimild til að sameinast, gera með sér samkomulag um verkaskiptingu milli afurðastöðva að því er varðar framleiðslu einstakra kjötafurða og hafa með sér annars konar samstarf til þess að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara. Efni þessarar reglu byggir á undanþágu sem þegar hefur gilt fyrir afurðastöðvar í mjólk í 20 ár. Kjötafurðastöðvar sem nýta sér heimildina þurfa að fullnægja ákveðnum skilyrðum. Þær skulu (a) safna afurðum frá framleiðendum á grundvelli sömu viðskiptakjara, (b) selja öðrum vinnsluaðilum afurðir til frekari vinnslu á grundvelli sömu viðskiptakjara og dótturfélögum eða öðrum félögum framleiðendafélaga, (c) ekki setja skorður við því að framleiðendur færi viðskipti sín og (d) tryggja öllum framleiðendum rétt til að eiga einungis viðskipti við framleiðendafélag um afmarkaða þætti, s.s. slátrun og hlutun. Samkeppniseftirlitið fer með eftirlit hvað þetta varðar. Ávinningurinn mikill Íslenskur kjötmarkaður er agnarsmár samanborið við það sem þekkist erlendis. Svo smár í raun að eitt sláturhús á Jótlandi gæti slátrað öllum nautgripum sem slátrað er á Íslandi, á heilu ári í 7 húsum, á 5 vikum. Svo smár er íslenskur kjötmarkaður að það tæki annað sláturhús í Horsens í Danmörku innan við viku að slátra öllum svínum sem slátrað er á Íslandi á heilu ári. Nýtingarhlutfall sláturgetu í sauðfjár- og nautgripaslátrun hérlendis er einnig lág. Árið 2020 mældist hún 61% í sauðfjárslátrun og einungis 31% í nautgripaslátrun og hefur líklega minnkað samhliða fækkun sláturgripa undanfarin ár. Hér er því augljóst að hægt er að gera betur. Samkvæmt greiningu Deloitte frá apríl árið 2021 má skapa umtalsverðan ávinning með hagræðingu og endurskipulagningu á rekstri í slátrun og kjötvinnslu stórgripa og sauðfjár. Metið var að rekstrarhagræðing við samþjöppun afurðastöðva gæti numið á bilinu 0,9–1,5 milljörðum króna á ári og til viðbótar losað um fjárbindingu og lækkað fjárfestingarþörf til framtíðar. Þegar framleiðslukostnaður landbúnaðarvara er jafn hár og hann er hérlendis, sökum m.a. hás launa- og vaxtastigs, veðurfars og smæðar markaðar, þá er galið að sækja ekki þá hagræðingu sem hægt er. Það væri sérstaklega galið þegar íslenskar landbúnaðarvörur eru á sama tíma að keppa við innfluttar landbúnaðarvörur sem framleiddar eru með undanþágum frá samkeppnislögum í framleiðslulandinu. Barist hart gegn hagræðingu Samþykkt þessarar nýju undanþágureglu hefur valdið töluverðu fjaðrafoki. Svo dæmi séu nefnd þá tiltók Samkeppniseftirlitið í umsögn sinni við hin nýju lög að sjónarmið þess væru mikilvæg „vegna mögulegra áhrifa frumvarpsins á forsendur nýgerðra kjarasamninga“. Þetta gerði Samkeppniseftirlitið þótt skýrt komi fram í 3. gr. samkeppnislaga að lögin taki ekki til launa og annarra starfskjara launþega samkvæmt kjarasamningum – m.ö.o. það fellur utan verksviðs Samkeppniseftirlits að fjalla um kjarasamninga. Þá sendu Félag atvinnurekenda, VR og Neytendasamtökin áskorun á forsætisráðherra og þá sitjandi matvælaráðherra um að beita sér fyrir því að lögin yrðu felld úr gildi – lög sem löggjafarvaldið hafði þá nýlega samþykkt. Vert er að taka fram að upptaldir aðilar hafa lagst gegn hvers konar hugmyndum um undanþágur frá samkeppnislögum fyrir íslenskan landbúnað undanfarin ár, þrátt fyrir hinn augljósa aðstöðumun sem greinin hefur búið við í samanburði við landbúnaðinn í nágrannalöndum okkar. Viðbrögð hagsmunaaðila í landbúnaði hafa hins vegar almennt séð verið jákvæð. Bændasamtök Íslands hafa fagnað hinni nýju undanþágureglu og nýkjörinn formaður Beint frá býli horfir til þess að hagræðing leiði til hærra afurðaverðs til bænda, aukinnar framleiðslu og auki getu til að keppa við innflutning erlendra landbúnaðarvara. Nægir að líta til árangursins sem náðst hefur í mjólkuriðnaði hérlendis þar sem ávinningur bænda og neytenda var metinn á 3 milljarða á ársgrundvelli árið 2014, þar sem 2 milljarðar skiluðu sér til neytenda í formi lægra vöruverðs og 1 milljarður til bænda í formi hærra afurðaverðs. Um næstu skref Nú þegar hin nýja undanþáguregla hefur öðlast gildi fellur það í hlut kjötafurðastöðva að taka næstu skref. Afurðastöðvar munu nú hefja ferli greininga sem mun óneitanlega leiða til hagræðingaraðgerða þegar fram líða stundir. Og til að svara úrtölumönnum, sem finna undanþágureglum öllu til foráttu, er vert að benda á að fyrir stuttu var af hálfu ESB samþykkt ný undanþága fyrir landbúnaðinn frá samkeppnisreglum. Hin nýja undanþága mun gera bændum og fyrirtækjum þeirra kleift að gera með sér samninga sem ganga gegn samkeppnisreglum ef markmið samninganna er að ná tilteknum umhverfismarkmiðum, t.d. varðandi minnkun kolefnisfótspors, aukinnar dýravelferðar, o.s.frv. Næsta skref er að kanna hvort að ekki verði samþykkt slík undanþáguregla hér á landi til að tryggja samkeppnishæfni íslenskra framleiðenda. Slík undanþáguregla myndi t.a.m. auðvelda garðyrkjubændum að auka samvinnu og samstarf með sambærilegum hætti og tíðkast á meginlandi Evrópu. Samtök fyrirtækja í landbúnaði munu ekki láta sitt eftir liggja – Áfram gakk! Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun