Verndar mannréttindasáttmáli Evrópu umhverfið? Hilmar Gunnlaugsson skrifar 9. apríl 2024 08:30 Í dag verða kveðnir upp dómar í þremur málum hjá mannréttindadómstóli Evrópu, sem allir fjalla um það hvort evrópskar ríkisstjórnir hafi gerst sekar um aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Greinarkorn þetta er skrifað áður en dómarnir eru birtir. Þetta er í fyrsta sinn sem mál af þessum toga koma til kasta mannréttindadómstóls Evrópu, sem Ísland er aðili að. Þegar hafa fallið all nokkrir dómar í einstökum löndum þar sem fallist hefur verið á kröfur einstaklinga eða hagsmunasamtaka um meiri aðgerðir. Líklega er eitt þekktasta slíka málið Urgenda málið frá Hollandi. Með dómi Hæstaréttar Hollands frá desember 2019 var staðfest sú niðurstaða tveggja lægri dómstiga að hollenska ríkisstjórnin hefði ekki farið að lögum og brotið skyldur sínar skv. mannréttindasáttmála Evrópu með því að aðhafast ekki nægilega til að ná settum markmiðum eða skuldbindingum Hollands er lutu að samdrætti í útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 25% fyrir 2020. Var þar byggt á tveimur ákvæðum mannréttindasáttmálans, 2. gr. (réttur til lífs) og 8. gr. (friðhelgi einkalífs og fjölskyldu). Mannréttindasáttmáli Evrópu var lögfestur á Íslandi með lögum nr. 62/1994 og í framhaldi af því var mannréttindakafli stjórnarskrár lýðveldisins Íslands endurgerður með lögum 97/1995. Þessi mál sem verða dæmd í dag geta því skipt Íslendinga miklu máli. Eitt málið er mál samtakanna eldri borgarar fyrir verndun loftslagsins (2.500 konur að meðaltali 73 ára gamlar) gegn Sviss. Reyndar hafa fjórar þessara kvenna einnig höfðað mál í eigin nafni. Byggt er á því að skortur á aðgerðum svissneskra stjórnvalda til að vernda loftslagið muni með alvarlegum hætti skaða heilsu kvennanna. Annað mál er höfðað af fyrrverandi bæjarstjóra í frönsku borginni Grande-Synthe vegna athafnaleysis franska ríkisins, sem leiði til aukinna hættu á að borgin fari undir sjó. Árið 2021 hafði franskur dómstóll dæmt í málinu, fallist á kröfu sveitarfélagsins sjálfs en hafnað persónulegri kröfu hans, sem nú er til skoðunar hjá mannréttindadómstólnum. Þriðja málið kemur frá Portúgal, en er einnig gegn öllum ríkjum Evrópusambandsins, Noregi, Sviss, Tyrklandi, Bretlandi og Rússlandi (sem hefur reyndar nú verið vikið úr Evrópuráðinu). Það höfðuðu sex einstaklingar á aldrinum 12 til 24 ára, í framhaldi af eldsvoðum í Portúgal árið 2017. Talsmenn hagsmunasamtaka segja að sigur í einhverju þessara mála myndi fela í sér mikilvægasta skref í loftslagsmálum frá því að Parísarsáttmálinn var undirritaður. Á hátíðardögum er sagt að umhverfið þurfi málsvara. Þessi mál, hver sem niðurstaðan verður, draga hins vegar athyglina að því, að það eru réttindi manna sem eru í forgrunni. Jafnvel þó svörtustu spár gangi eftir í loftslagsmálum, þá eru miklu meiri líkur á því að það hafi alvarlegust áhrif á mannkynið frekar en jörðinni eða loftslagið. Sumir myndu líklega segja að það besta sem gæti gerst fyrir jörðina og loftslagið væri að maðurinn sæi sjálfur um að eyða sér. Hvort sem það er með aðgerðarleysi í umhverfis- og loftslagsmálum, aðgerðum til að fæða síaukna neysluþörf okkar eða stríðsrekstri. Mannréttindasáttmála Evrópu er ekki ætlað að vernda jörðina eða loftslagið. Verndarandlagið erum við, mannkynið, hvert og eitt okkar sem búum í þeim ríkjum sem mannréttindasáttmáli Evrópu nær til. Jörðin og loftslagið munu ekki aðeins halda áfram að vera til þó okkur takist að eyða hvert öðru, líklega munu þau dafna. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag verða kveðnir upp dómar í þremur málum hjá mannréttindadómstóli Evrópu, sem allir fjalla um það hvort evrópskar ríkisstjórnir hafi gerst sekar um aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Greinarkorn þetta er skrifað áður en dómarnir eru birtir. Þetta er í fyrsta sinn sem mál af þessum toga koma til kasta mannréttindadómstóls Evrópu, sem Ísland er aðili að. Þegar hafa fallið all nokkrir dómar í einstökum löndum þar sem fallist hefur verið á kröfur einstaklinga eða hagsmunasamtaka um meiri aðgerðir. Líklega er eitt þekktasta slíka málið Urgenda málið frá Hollandi. Með dómi Hæstaréttar Hollands frá desember 2019 var staðfest sú niðurstaða tveggja lægri dómstiga að hollenska ríkisstjórnin hefði ekki farið að lögum og brotið skyldur sínar skv. mannréttindasáttmála Evrópu með því að aðhafast ekki nægilega til að ná settum markmiðum eða skuldbindingum Hollands er lutu að samdrætti í útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 25% fyrir 2020. Var þar byggt á tveimur ákvæðum mannréttindasáttmálans, 2. gr. (réttur til lífs) og 8. gr. (friðhelgi einkalífs og fjölskyldu). Mannréttindasáttmáli Evrópu var lögfestur á Íslandi með lögum nr. 62/1994 og í framhaldi af því var mannréttindakafli stjórnarskrár lýðveldisins Íslands endurgerður með lögum 97/1995. Þessi mál sem verða dæmd í dag geta því skipt Íslendinga miklu máli. Eitt málið er mál samtakanna eldri borgarar fyrir verndun loftslagsins (2.500 konur að meðaltali 73 ára gamlar) gegn Sviss. Reyndar hafa fjórar þessara kvenna einnig höfðað mál í eigin nafni. Byggt er á því að skortur á aðgerðum svissneskra stjórnvalda til að vernda loftslagið muni með alvarlegum hætti skaða heilsu kvennanna. Annað mál er höfðað af fyrrverandi bæjarstjóra í frönsku borginni Grande-Synthe vegna athafnaleysis franska ríkisins, sem leiði til aukinna hættu á að borgin fari undir sjó. Árið 2021 hafði franskur dómstóll dæmt í málinu, fallist á kröfu sveitarfélagsins sjálfs en hafnað persónulegri kröfu hans, sem nú er til skoðunar hjá mannréttindadómstólnum. Þriðja málið kemur frá Portúgal, en er einnig gegn öllum ríkjum Evrópusambandsins, Noregi, Sviss, Tyrklandi, Bretlandi og Rússlandi (sem hefur reyndar nú verið vikið úr Evrópuráðinu). Það höfðuðu sex einstaklingar á aldrinum 12 til 24 ára, í framhaldi af eldsvoðum í Portúgal árið 2017. Talsmenn hagsmunasamtaka segja að sigur í einhverju þessara mála myndi fela í sér mikilvægasta skref í loftslagsmálum frá því að Parísarsáttmálinn var undirritaður. Á hátíðardögum er sagt að umhverfið þurfi málsvara. Þessi mál, hver sem niðurstaðan verður, draga hins vegar athyglina að því, að það eru réttindi manna sem eru í forgrunni. Jafnvel þó svörtustu spár gangi eftir í loftslagsmálum, þá eru miklu meiri líkur á því að það hafi alvarlegust áhrif á mannkynið frekar en jörðinni eða loftslagið. Sumir myndu líklega segja að það besta sem gæti gerst fyrir jörðina og loftslagið væri að maðurinn sæi sjálfur um að eyða sér. Hvort sem það er með aðgerðarleysi í umhverfis- og loftslagsmálum, aðgerðum til að fæða síaukna neysluþörf okkar eða stríðsrekstri. Mannréttindasáttmála Evrópu er ekki ætlað að vernda jörðina eða loftslagið. Verndarandlagið erum við, mannkynið, hvert og eitt okkar sem búum í þeim ríkjum sem mannréttindasáttmáli Evrópu nær til. Jörðin og loftslagið munu ekki aðeins halda áfram að vera til þó okkur takist að eyða hvert öðru, líklega munu þau dafna. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar