„Hún er líklega ristarbrotin“ Siggeir Ævarsson skrifar 8. apríl 2024 21:46 Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, var ekki sáttur með leik sinna kvenna í kvöld Vísir/Bára Í kvöld var deildarmyrkvi á sólu og það kannski í takt við þann atburð að Valskonur sáu aldrei til sólar í Njarðvík í kvöld, ef frá er talinn fyrsti leikhlutinn. Lokatölur leiksins 96-58 og til að kóróna erfiðan leik þá fór Téa Adams út af meidd og verður líklega ekki meira með. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, var sérstaklega óánægður með orkustigið hjá sínum leikmönnum ef frá er talinn fyrsti leikhlutinn. „Það var rosa líf í okkur til að byrja með en svo urðum við rosa eitthvað ragar og flatar í 2. leikhluta og það var í raun alveg framhaldið þangað til í lok þriðja. Þá kom aðeins líf í okkur aftur og smá orka. En það er samt rosa erfitt að vinna körfuboltaleik þegar þú hörfar frá andstæðingnum trekk í trekk. Við þurfum að gera miklu betur ef við ætlum að eiga eitthvað „breik“ í Njarðvík.“ Hjalti talaði um það fyrir leik að það yrði mjög mikilvægt að miðherji liðsins, Ásta Júlía Grímsdóttir héldi sig frá villuvandræðum og þar af leiðandi inni á vellinum. Það gekk ekki eftir en hún var komin með tvær villur strax eftir fjórar mínútur og gat í kjölfarið ekki beitt sér af fullum krafti í vörninni og augljóst að Njarðvíkingar voru meðvitaðir um það. „Algjörlega. Þær voru bara í veislu inni í teignum okkar, því miður. Þær voru svo sem ekkert að setja boltann fyrir utan en gátu skorað eins og þær vildu inn í teig. Auðvitað hafði það mikil áhrif að Ásta fær tvær villur strax og nær ekki að beita sér af krafti varnarlega.“ Aðspurður um meiðslin hjá Téa Adams sagði Hjalti að útlitið væri ekki gott en ef fyrsta greining reynist rétt verður hún væntanlega ekki meira með í vor. „Ég ætla að vona ekki en „hún er líklega ristarbrotin“. Það bara gerist, svona eru íþróttirnar. Maður getur ekki valið það sem gerist inni á vellinum. Hún bara meiðist og við þurfum að fara í myndatöku einn tveir og bingó.“ Þjálfarar tala stundum um að það skipti ekki máli hvort leikur tapist með einu stigi eða 38, og Hjalti tók undir það og stefnir á að reyna að rífa sínar konur í gang fyrir næsta leik. „Eins og þú segir, það er eitt núll og eitt núll er bara eitt núll. Auðvitað er vont að vera svona orkulitlar og vera bara undir í baráttu. Við þurfum bara að rífa okkur upp og gera alvöru leik á föstudaginn. Bara sýna úr hverju við erum gerðar. Það er ekki svona mikill munur á þessum liðum, alveg klárlega.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Fleiri fréttir „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Sjá meira
Lokatölur leiksins 96-58 og til að kóróna erfiðan leik þá fór Téa Adams út af meidd og verður líklega ekki meira með. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, var sérstaklega óánægður með orkustigið hjá sínum leikmönnum ef frá er talinn fyrsti leikhlutinn. „Það var rosa líf í okkur til að byrja með en svo urðum við rosa eitthvað ragar og flatar í 2. leikhluta og það var í raun alveg framhaldið þangað til í lok þriðja. Þá kom aðeins líf í okkur aftur og smá orka. En það er samt rosa erfitt að vinna körfuboltaleik þegar þú hörfar frá andstæðingnum trekk í trekk. Við þurfum að gera miklu betur ef við ætlum að eiga eitthvað „breik“ í Njarðvík.“ Hjalti talaði um það fyrir leik að það yrði mjög mikilvægt að miðherji liðsins, Ásta Júlía Grímsdóttir héldi sig frá villuvandræðum og þar af leiðandi inni á vellinum. Það gekk ekki eftir en hún var komin með tvær villur strax eftir fjórar mínútur og gat í kjölfarið ekki beitt sér af fullum krafti í vörninni og augljóst að Njarðvíkingar voru meðvitaðir um það. „Algjörlega. Þær voru bara í veislu inni í teignum okkar, því miður. Þær voru svo sem ekkert að setja boltann fyrir utan en gátu skorað eins og þær vildu inn í teig. Auðvitað hafði það mikil áhrif að Ásta fær tvær villur strax og nær ekki að beita sér af krafti varnarlega.“ Aðspurður um meiðslin hjá Téa Adams sagði Hjalti að útlitið væri ekki gott en ef fyrsta greining reynist rétt verður hún væntanlega ekki meira með í vor. „Ég ætla að vona ekki en „hún er líklega ristarbrotin“. Það bara gerist, svona eru íþróttirnar. Maður getur ekki valið það sem gerist inni á vellinum. Hún bara meiðist og við þurfum að fara í myndatöku einn tveir og bingó.“ Þjálfarar tala stundum um að það skipti ekki máli hvort leikur tapist með einu stigi eða 38, og Hjalti tók undir það og stefnir á að reyna að rífa sínar konur í gang fyrir næsta leik. „Eins og þú segir, það er eitt núll og eitt núll er bara eitt núll. Auðvitað er vont að vera svona orkulitlar og vera bara undir í baráttu. Við þurfum bara að rífa okkur upp og gera alvöru leik á föstudaginn. Bara sýna úr hverju við erum gerðar. Það er ekki svona mikill munur á þessum liðum, alveg klárlega.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Fleiri fréttir „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti