„Vorum svolítið að reyna að tapa leiknum sjálfir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. apríl 2024 21:25 Lárus Jónsson fer yfir málin með sínum mönnum. Vísir/Bára Dröfn Þór Þorlákshöfn vann sterkan sex stiga sigur er liðið tók á móti Keflavík í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 106-100. Keflvíkingar voru án síns besta manns því Remy Martin var utan skýrslu vegna meiðsla. Þrátt fyrir það áttu Þórsarar oft og tíðum í stökustu vandræðum með að hemja sóknarleik gestanna, enda segir Lárus Jónsson, þjálfari liðsins, að heimamenn hafi eytt miklum tíma í að undirbúa hvernig þeir ættu að stoppa Martin. „Þeir eru með gott lið, þrátt fyrir að það vanti besta manninn þeirra. Leikurinn bar þess merki að allt okkar varnarplan snerist um það að stoppa Remy Martin og svo var hann ekki til staðar,“ sagði Lárus í leikslok. „Þá var bara eins og það væri pínu slökkt á okkar mönnum. Við héldum kannski ekki að þetta yrði auðvelt, en öll vikan var búin að fara í að sjá hvort að við gætum stoppað Remy. Kannski fáum við að gera það í úrslitakeppninni.“ Í stað Remy Martin steig Halldór Garðar Hermannsson upp í liði Keflavíkur og setti 22 stig gegn sínum gömlu félögum. „Hann var bara frábær í dag og er búinn að vera mjög góður í vetur. Það er bara þannig í góðum liðum að ef einn leikmaður dettur út þá stíga aðrir upp. Remy er kannski ekkert venjulegur leikmaður, en Keflavík er með marga góða leikmenn.“ Þetta var fyrsti heimasigur Þórsara síðan 7. janúar á þessu ári og í fyrri hálfleik leit út fyrir að þetta yrði enn einn leikurinn sem liðið væri að elta allan leikinn án þess að vinna. „Við spiluðum miklu betri vörn í þriðja leikhluta og héldum þeim í 16 stigum. Það var kannski grunnurin að þessu öllu. Í fyrri hálfleiknum vorum við svolítið að reyna að tapa leiknum sjálfir fannst mér. En strákarnir stigu upp í seinni hálfleik og vonandi er það sú orka sem koma skal í úrslitakeppninni.“ Þá segir Lárus sína menn fara með góðatilfinningu inn í úrslitakeppnina eftir þennan sigur. „Það er bara gott að enda með 30 stig í þessari deild, sama hvort maður endi í fimmta eða fjórða sæti eða eitthvað svoleiðis. Við erum búnir að spila vel í vetur gegn mörgum frábærum liðum. Ef við endum í fjórða þá má Þór bara vera mjög ánægt með það að enda þar í þessari deild,“ sagði Lárus að lokum. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Tengdar fréttir Þórsarar lögðu Keflvíkinga að velli í lokaumferðinni Þór Þorlákshöfn vann sex stiga sigur á Keflavík í lokaumferð Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í Þorlákshöfn 106-100 Þórsurum í vil. Bæði lið hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppni deildarinnar en niðurröðun hennar kemur betur í ljós seinna í kvöld.Nánari umfjöllun og viðtöl tengd leiknum birtast hér innan skamms. 4. apríl 2024 18:30 Mest lesið Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Keflvíkingar voru án síns besta manns því Remy Martin var utan skýrslu vegna meiðsla. Þrátt fyrir það áttu Þórsarar oft og tíðum í stökustu vandræðum með að hemja sóknarleik gestanna, enda segir Lárus Jónsson, þjálfari liðsins, að heimamenn hafi eytt miklum tíma í að undirbúa hvernig þeir ættu að stoppa Martin. „Þeir eru með gott lið, þrátt fyrir að það vanti besta manninn þeirra. Leikurinn bar þess merki að allt okkar varnarplan snerist um það að stoppa Remy Martin og svo var hann ekki til staðar,“ sagði Lárus í leikslok. „Þá var bara eins og það væri pínu slökkt á okkar mönnum. Við héldum kannski ekki að þetta yrði auðvelt, en öll vikan var búin að fara í að sjá hvort að við gætum stoppað Remy. Kannski fáum við að gera það í úrslitakeppninni.“ Í stað Remy Martin steig Halldór Garðar Hermannsson upp í liði Keflavíkur og setti 22 stig gegn sínum gömlu félögum. „Hann var bara frábær í dag og er búinn að vera mjög góður í vetur. Það er bara þannig í góðum liðum að ef einn leikmaður dettur út þá stíga aðrir upp. Remy er kannski ekkert venjulegur leikmaður, en Keflavík er með marga góða leikmenn.“ Þetta var fyrsti heimasigur Þórsara síðan 7. janúar á þessu ári og í fyrri hálfleik leit út fyrir að þetta yrði enn einn leikurinn sem liðið væri að elta allan leikinn án þess að vinna. „Við spiluðum miklu betri vörn í þriðja leikhluta og héldum þeim í 16 stigum. Það var kannski grunnurin að þessu öllu. Í fyrri hálfleiknum vorum við svolítið að reyna að tapa leiknum sjálfir fannst mér. En strákarnir stigu upp í seinni hálfleik og vonandi er það sú orka sem koma skal í úrslitakeppninni.“ Þá segir Lárus sína menn fara með góðatilfinningu inn í úrslitakeppnina eftir þennan sigur. „Það er bara gott að enda með 30 stig í þessari deild, sama hvort maður endi í fimmta eða fjórða sæti eða eitthvað svoleiðis. Við erum búnir að spila vel í vetur gegn mörgum frábærum liðum. Ef við endum í fjórða þá má Þór bara vera mjög ánægt með það að enda þar í þessari deild,“ sagði Lárus að lokum.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Tengdar fréttir Þórsarar lögðu Keflvíkinga að velli í lokaumferðinni Þór Þorlákshöfn vann sex stiga sigur á Keflavík í lokaumferð Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í Þorlákshöfn 106-100 Þórsurum í vil. Bæði lið hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppni deildarinnar en niðurröðun hennar kemur betur í ljós seinna í kvöld.Nánari umfjöllun og viðtöl tengd leiknum birtast hér innan skamms. 4. apríl 2024 18:30 Mest lesið Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Þórsarar lögðu Keflvíkinga að velli í lokaumferðinni Þór Þorlákshöfn vann sex stiga sigur á Keflavík í lokaumferð Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í Þorlákshöfn 106-100 Þórsurum í vil. Bæði lið hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppni deildarinnar en niðurröðun hennar kemur betur í ljós seinna í kvöld.Nánari umfjöllun og viðtöl tengd leiknum birtast hér innan skamms. 4. apríl 2024 18:30