Hvernig forseti Íslands getur aukið atvinnu og velsæld á Vestfjörðum Ástþór Magnússon skrifar 4. apríl 2024 10:30 Staða atvinnumála, raforku og heilbrigðismála á Vestfjörðum er sagt í ólestri. Sveitarfélög ræða um stuðning við sjávarútveg, landbúnað og ferðaþjónustu. Einnig hvetja til nýsköpunar og vaxtar í öðrum greinum. Tökum samtal um verkefnið Virkjum Bessastaði og hvernig við getum byggt upp nýja atvinnugrein tengt friðarmálum. Ísfirska fyrirtækið Kerecis sem á stuttum tíma varð eitt verðmætasta fyrirtæki landsins er lýsandi dæmi um tækifærin á vestfjörðum fyrir nýsköpun og erlenda samvinnu. Þar mætti staðsetja alþjóðlegan friðarháskóla og þjálfunarbúðir friðargæsluliða. Harðbýlt landslagið gæti hentað slíku einstaklega vel. Þegar er kominn vísir að alþjóðlegri menntastofnun á Ísafirði með samstarfi SIT (School for International Training) og UW (Háskólasetur Vestfjarða). SIT er með námsbraut fyrir Frið & Réttlæti og tilvalið að opna þá námsbraut á Ísafirði sem hluta af átakinu Virkjum Bessastaði. UN ITS (Samþætt þjálfunarþjónusta Sameinuðu þjóðanna fyrir friðargæslu) er með margvíslega kennslu fyrir fólk allstaðar að úr heiminum. POTI (Þjálfunarstofnun friðaraðgerða) sem er sjálfseignarstofnun hefur þjálfað tæplega tvær milljónir manns frá 195 löndum til friðargæslustarfa kostað af nokkrum ríkjum utan bandaríkjanna. Í samvinnu við þessar stofnanir mætti setja af stað friðargæslunám á Vestfjörðum. Samhliða því að koma á fót endurbættum stofnunum Sameinuðu þjóðanna á Íslandi þarf auðvitað að leysa úr þeim vandamálum sem blasa við á Vestfjörðum. Sveitarfélögin hafa talað um að svæðið sé ekki samkeppnishæft vegna vandamála við samgöngur, fjarskipti og raforku. Einnig hefur verið rætt um endurbætur á flugvöllum og jafnvel að koma á millilandaflugi frá vestfjörðum. Flugvellir þar eru hinsvegar vel til þess fallnir að nota við þjálfun flugmanna friðargæslunnar sem þurfa að kunna að fljúga í erfiðum aðstæðum. Raforkumál má leysa með nýjum umhverfisvænum lausnum sem nú finnast, og í fjarskiptum eru nú komnar lausnir með gervihnöttum. Vestfirðingar ættu því að taka höndum saman að Virkja Bessastaði og setja sig á kortið sem alþjóðlegan stað fyrir þjálfun friðargæslunnar. Ekki aðeins Ísfirðingar, meirihluti þjóðarinnar hefur lýst óánægju með ástandið í heilbrigðismálum. Með því að Virkja Bessastaði til friðar- og lýðræðismála getum við aukið þjóðartekjur um sex hundruð milljarða og skapað 21 þúsund störf um leið og Íslendingar láta gott af sér leiða til friðarmála. Sumir spyrja hvernig er þetta hægt og ná ekki alveg að tengja. Opnir borgarafundir hefjast í kvöld á nuna.is Ég mun kynna verkefnið á opnum borgarafundum sem hefjast í kvöld kl. 20:00 á vefnum www.nuna.is þar sem Vestfirðingar og aðrir geta átt við mig samtal um hvernig við byggjum upp nýjan atvinnuveg friðarmála hér á landi og hvernig það mun skila sér í aukinni velsæld. Aðgangur að mannsæmandi heilbrigðisþjónustu eru stjórnarskrárbundin réttindi. Forseta Íslands ber að standa vörð um slík réttindi þjóðarinnar og það mun ég gera verði ég kjörinn í embættið. Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Ástþór Magnússon Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Staða atvinnumála, raforku og heilbrigðismála á Vestfjörðum er sagt í ólestri. Sveitarfélög ræða um stuðning við sjávarútveg, landbúnað og ferðaþjónustu. Einnig hvetja til nýsköpunar og vaxtar í öðrum greinum. Tökum samtal um verkefnið Virkjum Bessastaði og hvernig við getum byggt upp nýja atvinnugrein tengt friðarmálum. Ísfirska fyrirtækið Kerecis sem á stuttum tíma varð eitt verðmætasta fyrirtæki landsins er lýsandi dæmi um tækifærin á vestfjörðum fyrir nýsköpun og erlenda samvinnu. Þar mætti staðsetja alþjóðlegan friðarháskóla og þjálfunarbúðir friðargæsluliða. Harðbýlt landslagið gæti hentað slíku einstaklega vel. Þegar er kominn vísir að alþjóðlegri menntastofnun á Ísafirði með samstarfi SIT (School for International Training) og UW (Háskólasetur Vestfjarða). SIT er með námsbraut fyrir Frið & Réttlæti og tilvalið að opna þá námsbraut á Ísafirði sem hluta af átakinu Virkjum Bessastaði. UN ITS (Samþætt þjálfunarþjónusta Sameinuðu þjóðanna fyrir friðargæslu) er með margvíslega kennslu fyrir fólk allstaðar að úr heiminum. POTI (Þjálfunarstofnun friðaraðgerða) sem er sjálfseignarstofnun hefur þjálfað tæplega tvær milljónir manns frá 195 löndum til friðargæslustarfa kostað af nokkrum ríkjum utan bandaríkjanna. Í samvinnu við þessar stofnanir mætti setja af stað friðargæslunám á Vestfjörðum. Samhliða því að koma á fót endurbættum stofnunum Sameinuðu þjóðanna á Íslandi þarf auðvitað að leysa úr þeim vandamálum sem blasa við á Vestfjörðum. Sveitarfélögin hafa talað um að svæðið sé ekki samkeppnishæft vegna vandamála við samgöngur, fjarskipti og raforku. Einnig hefur verið rætt um endurbætur á flugvöllum og jafnvel að koma á millilandaflugi frá vestfjörðum. Flugvellir þar eru hinsvegar vel til þess fallnir að nota við þjálfun flugmanna friðargæslunnar sem þurfa að kunna að fljúga í erfiðum aðstæðum. Raforkumál má leysa með nýjum umhverfisvænum lausnum sem nú finnast, og í fjarskiptum eru nú komnar lausnir með gervihnöttum. Vestfirðingar ættu því að taka höndum saman að Virkja Bessastaði og setja sig á kortið sem alþjóðlegan stað fyrir þjálfun friðargæslunnar. Ekki aðeins Ísfirðingar, meirihluti þjóðarinnar hefur lýst óánægju með ástandið í heilbrigðismálum. Með því að Virkja Bessastaði til friðar- og lýðræðismála getum við aukið þjóðartekjur um sex hundruð milljarða og skapað 21 þúsund störf um leið og Íslendingar láta gott af sér leiða til friðarmála. Sumir spyrja hvernig er þetta hægt og ná ekki alveg að tengja. Opnir borgarafundir hefjast í kvöld á nuna.is Ég mun kynna verkefnið á opnum borgarafundum sem hefjast í kvöld kl. 20:00 á vefnum www.nuna.is þar sem Vestfirðingar og aðrir geta átt við mig samtal um hvernig við byggjum upp nýjan atvinnuveg friðarmála hér á landi og hvernig það mun skila sér í aukinni velsæld. Aðgangur að mannsæmandi heilbrigðisþjónustu eru stjórnarskrárbundin réttindi. Forseta Íslands ber að standa vörð um slík réttindi þjóðarinnar og það mun ég gera verði ég kjörinn í embættið. Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar