Áföll og endurhæfing Fríða Brá Pálsdóttir skrifar 3. apríl 2024 08:01 Þann 14. mars síðastliðinn stóð Félag sjúkraþjálfara fyrir þverfaglegri ráðstefnu undir yfirskriftinni Áföll og endurhæfing. Áhugi á ráðstefnunni var gríðarlegur og raunar svo mikill að það seldist upp á ráðstefnuna ekki bara einu sinni, heldur tvisvar sinnum á fyrstu dögum skráningar! Mælendaskráin var líka af dýrari gerðinni. Íslandsvinkonan Pernille Thomsen, sjúkraþjálfari sem þjónustar fólk með vandamál tengd taugakerfinu í sínu heimalandi Danmörku reið á vaðið, á eftir henni tók Margrét Gunnarsdóttir, geðsjúkraþjálfari og sálmeðferðarfærðingur við og ræddi um meðferð fólks með flókna áfallasögu og Berglind Guðmundsdóttir sálfræðingur á landspítala ræddi um áfallastreitu og áfallameðferðir. Dagskráin að lokinni kaffipásu var ekki síðri: Katrín Ösp Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur fjallaði um samhyggðarþreytu og önnur starfstengd áföll, Dr. Margrét Ólafía Tómasdóttir um doktorsverkefni sitt um tengsl áfalla og heilsubrests seinna á lífsleiðinni og Dr. Sigrún Sigurðardóttir lauk deginum, með skeleggri umfjöllun um áföll og áfallamiðaða nálgun. Þau sem þekkja til í áfallabransanum hérna heima sjá að þarna eru topp fræðikonur á ferð, enda lét áhuginn ekki á sér standa. Og ráðstefnan var sannarlega þverfagleg! Fyrirlesarar voru sjúkraþjálfarar, sálfræðingur, hjúkrunarfræðingar og læknir, en gestir ráðstefnunnar voru líka úr mjög fjölbreyttum áttum innan heilbrigðis- og félagsþjónustunnar. Kollegar okkar skipuleggjenda, sjúkraþjálfarar, áttu flesta fulltrúa á ráðstefnunni, tæplega 80, en auk þeirra sóttu ráðstefnuna sálfræðingar, hjúkrunarfræðingar, iðjuþjálfar, félagsráðgjafar, sjúkraliðar, íþróttafræðingar, ljósmæður, fjölskyldufræðingar, læknar, kírópraktorar, kennarar, sérkennarrar, næringarfræðingar, lyfjafræðingar, þroskaþjálfar auk áhugafólks. Þá var þarna starfsfólk ýmissa stofnanna, meðal annars frá Virk, Janus, Kjarki, Stígamótum, Rótinni, ráðgjafar af réttargeðdeild og geðdeild, úr endurhæfingarteymum, frá velferðarsviði og sjúkrahúsdjákni. Og þá er bara talið upp það fólk sem náðist tal af við skráningu. Ljóst er að mikil vakning er í samfélaginu um áhrif áfalla. Undirrituð hefur áður skrifað ákall til félags- og heilbrigðiskerfana um upprætingu ofbeldis og kom það meðal annars fram í einu erindi dagsins að Vincent Felitti sjálfur hefur vakið athygli á því að áföll í æsku sé stærsta ógn við lýðheilsu í heiminum í dag. Það er þá einnig tímana tákn, og merki um þá miklu vitundarvakningu sem hefur átt sér stað, að fyrir 15 árum þegar Vincent Fellitti kom til landsins talaði hann fyrir framan 20 manns. Leiða mætti líkum að því að kæmi hann í dag myndi hann fylla laugardalshöll, einu sinni eða jafnvel tvisvar.Áföll hafa áhrif á hvaða sjúkdóma við munum fá á lífsleiðinni, en þau hafa líka áhrif á það hvernig við getum nýtt okkur þá meðferð sem er í boði. Ljóst er að við öll sem vinnum í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu getum haft áhrif til góðs eða ils þegar kemur að því að takast á við afleiðingar áfalla. Stórar erlendar rannsóknir segja okkur að ef fólkið sem stendur fyrir framan okkur er ekki að fá þann árangur af meðferð sem vænta mætti er það vísbending um að athuga ætti með áfallasögu. Áfallamiðuð nálgun kennir okkur að breyta spurningunni „hvað er að þér?“ í „Hvað kom fyrir þig?“ og hvet ég starfsfólk í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu til að tileinka sér þann hugsunarhátt. Samtalið um áföll og endurhæfingu er rétt að byrja hér á landi og verður spennandi að sjá hvað gerist í fjölbreyttri flóru rannsókna á þessu sviði á næstu misserum. Höfundur er sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Þann 14. mars síðastliðinn stóð Félag sjúkraþjálfara fyrir þverfaglegri ráðstefnu undir yfirskriftinni Áföll og endurhæfing. Áhugi á ráðstefnunni var gríðarlegur og raunar svo mikill að það seldist upp á ráðstefnuna ekki bara einu sinni, heldur tvisvar sinnum á fyrstu dögum skráningar! Mælendaskráin var líka af dýrari gerðinni. Íslandsvinkonan Pernille Thomsen, sjúkraþjálfari sem þjónustar fólk með vandamál tengd taugakerfinu í sínu heimalandi Danmörku reið á vaðið, á eftir henni tók Margrét Gunnarsdóttir, geðsjúkraþjálfari og sálmeðferðarfærðingur við og ræddi um meðferð fólks með flókna áfallasögu og Berglind Guðmundsdóttir sálfræðingur á landspítala ræddi um áfallastreitu og áfallameðferðir. Dagskráin að lokinni kaffipásu var ekki síðri: Katrín Ösp Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur fjallaði um samhyggðarþreytu og önnur starfstengd áföll, Dr. Margrét Ólafía Tómasdóttir um doktorsverkefni sitt um tengsl áfalla og heilsubrests seinna á lífsleiðinni og Dr. Sigrún Sigurðardóttir lauk deginum, með skeleggri umfjöllun um áföll og áfallamiðaða nálgun. Þau sem þekkja til í áfallabransanum hérna heima sjá að þarna eru topp fræðikonur á ferð, enda lét áhuginn ekki á sér standa. Og ráðstefnan var sannarlega þverfagleg! Fyrirlesarar voru sjúkraþjálfarar, sálfræðingur, hjúkrunarfræðingar og læknir, en gestir ráðstefnunnar voru líka úr mjög fjölbreyttum áttum innan heilbrigðis- og félagsþjónustunnar. Kollegar okkar skipuleggjenda, sjúkraþjálfarar, áttu flesta fulltrúa á ráðstefnunni, tæplega 80, en auk þeirra sóttu ráðstefnuna sálfræðingar, hjúkrunarfræðingar, iðjuþjálfar, félagsráðgjafar, sjúkraliðar, íþróttafræðingar, ljósmæður, fjölskyldufræðingar, læknar, kírópraktorar, kennarar, sérkennarrar, næringarfræðingar, lyfjafræðingar, þroskaþjálfar auk áhugafólks. Þá var þarna starfsfólk ýmissa stofnanna, meðal annars frá Virk, Janus, Kjarki, Stígamótum, Rótinni, ráðgjafar af réttargeðdeild og geðdeild, úr endurhæfingarteymum, frá velferðarsviði og sjúkrahúsdjákni. Og þá er bara talið upp það fólk sem náðist tal af við skráningu. Ljóst er að mikil vakning er í samfélaginu um áhrif áfalla. Undirrituð hefur áður skrifað ákall til félags- og heilbrigðiskerfana um upprætingu ofbeldis og kom það meðal annars fram í einu erindi dagsins að Vincent Felitti sjálfur hefur vakið athygli á því að áföll í æsku sé stærsta ógn við lýðheilsu í heiminum í dag. Það er þá einnig tímana tákn, og merki um þá miklu vitundarvakningu sem hefur átt sér stað, að fyrir 15 árum þegar Vincent Fellitti kom til landsins talaði hann fyrir framan 20 manns. Leiða mætti líkum að því að kæmi hann í dag myndi hann fylla laugardalshöll, einu sinni eða jafnvel tvisvar.Áföll hafa áhrif á hvaða sjúkdóma við munum fá á lífsleiðinni, en þau hafa líka áhrif á það hvernig við getum nýtt okkur þá meðferð sem er í boði. Ljóst er að við öll sem vinnum í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu getum haft áhrif til góðs eða ils þegar kemur að því að takast á við afleiðingar áfalla. Stórar erlendar rannsóknir segja okkur að ef fólkið sem stendur fyrir framan okkur er ekki að fá þann árangur af meðferð sem vænta mætti er það vísbending um að athuga ætti með áfallasögu. Áfallamiðuð nálgun kennir okkur að breyta spurningunni „hvað er að þér?“ í „Hvað kom fyrir þig?“ og hvet ég starfsfólk í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu til að tileinka sér þann hugsunarhátt. Samtalið um áföll og endurhæfingu er rétt að byrja hér á landi og verður spennandi að sjá hvað gerist í fjölbreyttri flóru rannsókna á þessu sviði á næstu misserum. Höfundur er sjúkraþjálfari.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun