Táknmyndir páskanna og náttúruvernd Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 30. mars 2024 22:00 Táknmyndir páskanna benda á sigur lífsins andspænis valdi dauðans, á lífið sem birtist í eggi og unga, í fyrstu blómum vorsins og í frjósömum hérum. Við upphaf 21. aldar hefur boðskapur píslarsögunnar aldrei verið brýnni. Mannkynið hefur á ógnarhraða byggt upp stóriðnað, landbúnað og búsetu um allan heim á kostnað svæða sem varðveita tegundafjölbreytni og vistkerfi jarðar. Á Íslandi birtist þetta í ósjálfbærum veiðum, ofbeit sauðfjár og ræsingu votlenda og erlendis með eyðingu skóga og svæða, þar sem villt dýr hafa heimkynni sín. Arðrán okkar verður aldrei að fullu bætt og komandi kynslóðir koma til með að greiða fyrir þann skaða sem við höfum unnið frá iðnbyltingu á vistkerfi jarðar. Útdauðar tegundir plantna og dýra munu ekki snúa aftur, en eins og upprisan fylgdi krossdauða Krists,finnur náttúran nýjar leiðir til að blómstra ef að henni er hlúð. Fiskveiðistjórnunarkerfi geta verndað fiskistofna, uppgræðsla skilar árangri gegn jarðvegsrofi og þegar votlendi er endurheimt skila fuglategundir sér að einhverju marki til baka. Páskarnir eru hátíð lífs og vonar, sem sprettur af brýnni áminningu um að manneskjan er í eðli sínu breysk. Samfélag okkar er eins og píslarsagan í því það býður ekki upp á annað en svik, að brenna jarðolíu, henda plasti og eignast hluti sem framleiddir eru á kostnað lífríkisins, en með því að setja lífið í forgrunn, að skipta mannmiðlægni út fyrir líf- og vistkerfismiðlægni getum við endurheimt aldingarð. Ef við gerum það mun lífið á ný finna sér farveg og upprisan blómstra í páskaliljum, eggjum og ungum og öllu því sem minnir á undur lífríkisins. Gleðilega hátíð lífsins, gleðilega páska. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Páskar Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Táknmyndir páskanna benda á sigur lífsins andspænis valdi dauðans, á lífið sem birtist í eggi og unga, í fyrstu blómum vorsins og í frjósömum hérum. Við upphaf 21. aldar hefur boðskapur píslarsögunnar aldrei verið brýnni. Mannkynið hefur á ógnarhraða byggt upp stóriðnað, landbúnað og búsetu um allan heim á kostnað svæða sem varðveita tegundafjölbreytni og vistkerfi jarðar. Á Íslandi birtist þetta í ósjálfbærum veiðum, ofbeit sauðfjár og ræsingu votlenda og erlendis með eyðingu skóga og svæða, þar sem villt dýr hafa heimkynni sín. Arðrán okkar verður aldrei að fullu bætt og komandi kynslóðir koma til með að greiða fyrir þann skaða sem við höfum unnið frá iðnbyltingu á vistkerfi jarðar. Útdauðar tegundir plantna og dýra munu ekki snúa aftur, en eins og upprisan fylgdi krossdauða Krists,finnur náttúran nýjar leiðir til að blómstra ef að henni er hlúð. Fiskveiðistjórnunarkerfi geta verndað fiskistofna, uppgræðsla skilar árangri gegn jarðvegsrofi og þegar votlendi er endurheimt skila fuglategundir sér að einhverju marki til baka. Páskarnir eru hátíð lífs og vonar, sem sprettur af brýnni áminningu um að manneskjan er í eðli sínu breysk. Samfélag okkar er eins og píslarsagan í því það býður ekki upp á annað en svik, að brenna jarðolíu, henda plasti og eignast hluti sem framleiddir eru á kostnað lífríkisins, en með því að setja lífið í forgrunn, að skipta mannmiðlægni út fyrir líf- og vistkerfismiðlægni getum við endurheimt aldingarð. Ef við gerum það mun lífið á ný finna sér farveg og upprisan blómstra í páskaliljum, eggjum og ungum og öllu því sem minnir á undur lífríkisins. Gleðilega hátíð lífsins, gleðilega páska. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun