Aukinn kraftur með hækkandi sól Bragi Bjarnason skrifar 28. mars 2024 14:30 Páskafrí er í loftinu, fermingar og hið séríslenska “páskahret” örugglega í veðurkortunum, þó við værum öll fegin að losna við það. Þetta eru ákveðnir vorboðar, líkt og lóan, sem er komin aftur og ekki má gleyma holótta malbikinu, sandinum á gangstéttum eða brotnum kantsteinum eftir veturinn. Það er þó allt til bóta með hækkandi sól. Því er um að gera að halda sér jákvæðum í upplýsingagjöfinni úr okkar skemmtilega samfélagi í Árborg. Kjarasamningar og aðkoma sveitarfélaga Aðkoma ríkis og sveitarfélaga að gerð langtíma kjarasamnings á almennum markaði var talsvert til umfjöllunar í fjölmiðlum. Það er fagnaðarefni að tekist hafi að ná góðri heildarniðurstöðu um fjögurra ára kjarasamning með hóflegum launahækkunum. Þeir leggja góðan grunn fyrir samninga á opinbera markaðnum og vonandi nást brátt samningar á sambærilegum forsendum þar sem launagreiðslur eru stærsti einstaki útgjaldaliður sveitarfélaga. Svo kann að vera að við séum ekki öll sammála aðferðafræðinni eða hvernig aðkoma hins opinbera er að gerð kjarasamninga en þegar litið er á heildarmyndina þá skiptir stöðugleiki til lengri tíma mestu máli. Með honum gefst tækifæri til að ná hraðar böndum á verðbólgu og lækka vexti til lengri tíma. Aðgerðir sveitarfélaga sem Sveitarfélagið Árborg er hluti að, þ.e. lækkun gjaldskrár og niðurgreiðsla skólamáltíða skilar sér þannig til allra íbúa sem raunveruleg kjarabót og hefur jafnframt heppileg áhrif á rekstrarumhverfi fyrirtækja. Miklar framkvæmdir í gangi Framkvæmdaaðilar hafa mikla trú á sveitarfélaginu okkar. Það sést best í því að tugir minni og stærri verkefna standa yfir og fleiri í undirbúningi. Heilsufyrirtækið World Class stækkar nú aðstöðu sína við Sundhöll Selfoss og vel gengur að byggja fjölbýlishús hinu megin við götuna. Miðbær Selfoss hefur sannarlega slegið í gegn eftir opnun sumarið 2021 og þar standa yfir framkvæmdir við nýtt bílastæðahús fyrir um 250 bíla sem og verslunar- og skrifstofuhúsnæði meðfram Eyraveginum. Gamla Húsasmiðjuhúsið öðlast nýtt líf síðar á árinu þegar þar opnar m.a. matvöru- og lyfjaverslun. Búast má við talsverðri uppbygginu á því svæði þar sem fyrirhugað er að byggja fjölbýlishús á lóðum næst Húsasmiðjureitnum. Þá eru nokkur verkefni tengd verslun, þjónustu og íbúðauppbyggingu í undirbúningi við Austurveginn. Það verður spennandi að sjá götumynd þessara megin gatna frá Ölfusárbrúnni þróast áfram. Bygging annars áfanga Stekkjaskóla er helsta framkvæmdaverkefni sveitarfélagsins um þessar mundir. Ætlað er að þeirri framkvæmd ljúki undir lok árs. Endurnýjun lagna í Fossheiði á Selfossi ásamt viðhaldi við Stað á Eyrarbakka og sundlaug Stokkseyrar ganga vel. Á næstunni hefjast framkvæmdir við miðlunartank Selfossveitna, uppsteypu fráveitustöðvar fyrir Selfoss og endurnýjun lagna og yfirborðs í Rauðholti. Í tengslum við byggðasamlagið Bergrisann hefur sveitarfélagið svo fengið afhent húsnæði við Nauthaga undir sex þjónustuíbúðir en framkvæmdum á lóð lýkur nú í vor. Kraftur í íbúðauppbyggingu Íbúðauppbygging heldur áfram af krafti og er gott samstarf sveitarfélagsins við stærstu framkvæmdaaðilana ein af forsendum þess að uppbyggingin sé skynsamleg og í takti við þróun innviða. Markmiðið til framtíðar er alltaf að auka lífsgæði og tækifæri okkar íbúa þannig að öll uppbyggingin styðji við vöxt samfélagsins. Stekkjarhverfi, Jórvík og Austurbyggð á Selfossi eru í uppbyggingu núna ásamt einstaka lóðum í öðrum þéttbýliskjörnum og dreifbýli. Þá er fyrirhugað að framkvæmdir hefjist fljótlega í Árbakkalandinu. Á þessu ári er ætlað að efna til útboðs á nýjum götum á Eyrarbakka og Stokkseyri ásamt fjölda einbýlishúsalóða á svokölluðum þéttingarreitum. Mörg tækifæri má finna á þessu svæði öllu og mun ég á næstu vikum fara ítarlegar yfir áform og áhrif íbúðauppbyggingar innan sveitarfélagsins. Lifandi samfélag Sveitarfélagið Árborg er nú í samstarfsverkefni með Flóahreppi og Hveragerði um gerð atvinnustefnu enda miklir sameiginlegir hagsmunir í uppbyggingu atvinnulífs hér um slóðir. Íbúar og aðrir áhugasamir geta tekið þátt í verkefninu og komið sínum ábendingum á framfæri með því að svara stuttri könnun sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins (eða smella á þennan hlekk:Íbúakönnun). Að lokum vil ég benda á að Myndlistarfélag Árnesinga hefur verið með opnar vinnustofur reglulega í mars og afrakstur þess má sjá á sýningu yfir páskana í heitu pottunum í Sundhöll Selfoss. Byggðasafn Árnesinga hefur sett upp vorsýningu og er safnið opið frá kl. 13-17 alla páskahelgina. Ég vona að allir njóti frídaganna í tengslum við páskahelgina og óska íbúum og öðrum gleðilegra páska. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Sjálfstæðisflokkurinn Árborg Kjaramál Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Sjá meira
Páskafrí er í loftinu, fermingar og hið séríslenska “páskahret” örugglega í veðurkortunum, þó við værum öll fegin að losna við það. Þetta eru ákveðnir vorboðar, líkt og lóan, sem er komin aftur og ekki má gleyma holótta malbikinu, sandinum á gangstéttum eða brotnum kantsteinum eftir veturinn. Það er þó allt til bóta með hækkandi sól. Því er um að gera að halda sér jákvæðum í upplýsingagjöfinni úr okkar skemmtilega samfélagi í Árborg. Kjarasamningar og aðkoma sveitarfélaga Aðkoma ríkis og sveitarfélaga að gerð langtíma kjarasamnings á almennum markaði var talsvert til umfjöllunar í fjölmiðlum. Það er fagnaðarefni að tekist hafi að ná góðri heildarniðurstöðu um fjögurra ára kjarasamning með hóflegum launahækkunum. Þeir leggja góðan grunn fyrir samninga á opinbera markaðnum og vonandi nást brátt samningar á sambærilegum forsendum þar sem launagreiðslur eru stærsti einstaki útgjaldaliður sveitarfélaga. Svo kann að vera að við séum ekki öll sammála aðferðafræðinni eða hvernig aðkoma hins opinbera er að gerð kjarasamninga en þegar litið er á heildarmyndina þá skiptir stöðugleiki til lengri tíma mestu máli. Með honum gefst tækifæri til að ná hraðar böndum á verðbólgu og lækka vexti til lengri tíma. Aðgerðir sveitarfélaga sem Sveitarfélagið Árborg er hluti að, þ.e. lækkun gjaldskrár og niðurgreiðsla skólamáltíða skilar sér þannig til allra íbúa sem raunveruleg kjarabót og hefur jafnframt heppileg áhrif á rekstrarumhverfi fyrirtækja. Miklar framkvæmdir í gangi Framkvæmdaaðilar hafa mikla trú á sveitarfélaginu okkar. Það sést best í því að tugir minni og stærri verkefna standa yfir og fleiri í undirbúningi. Heilsufyrirtækið World Class stækkar nú aðstöðu sína við Sundhöll Selfoss og vel gengur að byggja fjölbýlishús hinu megin við götuna. Miðbær Selfoss hefur sannarlega slegið í gegn eftir opnun sumarið 2021 og þar standa yfir framkvæmdir við nýtt bílastæðahús fyrir um 250 bíla sem og verslunar- og skrifstofuhúsnæði meðfram Eyraveginum. Gamla Húsasmiðjuhúsið öðlast nýtt líf síðar á árinu þegar þar opnar m.a. matvöru- og lyfjaverslun. Búast má við talsverðri uppbygginu á því svæði þar sem fyrirhugað er að byggja fjölbýlishús á lóðum næst Húsasmiðjureitnum. Þá eru nokkur verkefni tengd verslun, þjónustu og íbúðauppbyggingu í undirbúningi við Austurveginn. Það verður spennandi að sjá götumynd þessara megin gatna frá Ölfusárbrúnni þróast áfram. Bygging annars áfanga Stekkjaskóla er helsta framkvæmdaverkefni sveitarfélagsins um þessar mundir. Ætlað er að þeirri framkvæmd ljúki undir lok árs. Endurnýjun lagna í Fossheiði á Selfossi ásamt viðhaldi við Stað á Eyrarbakka og sundlaug Stokkseyrar ganga vel. Á næstunni hefjast framkvæmdir við miðlunartank Selfossveitna, uppsteypu fráveitustöðvar fyrir Selfoss og endurnýjun lagna og yfirborðs í Rauðholti. Í tengslum við byggðasamlagið Bergrisann hefur sveitarfélagið svo fengið afhent húsnæði við Nauthaga undir sex þjónustuíbúðir en framkvæmdum á lóð lýkur nú í vor. Kraftur í íbúðauppbyggingu Íbúðauppbygging heldur áfram af krafti og er gott samstarf sveitarfélagsins við stærstu framkvæmdaaðilana ein af forsendum þess að uppbyggingin sé skynsamleg og í takti við þróun innviða. Markmiðið til framtíðar er alltaf að auka lífsgæði og tækifæri okkar íbúa þannig að öll uppbyggingin styðji við vöxt samfélagsins. Stekkjarhverfi, Jórvík og Austurbyggð á Selfossi eru í uppbyggingu núna ásamt einstaka lóðum í öðrum þéttbýliskjörnum og dreifbýli. Þá er fyrirhugað að framkvæmdir hefjist fljótlega í Árbakkalandinu. Á þessu ári er ætlað að efna til útboðs á nýjum götum á Eyrarbakka og Stokkseyri ásamt fjölda einbýlishúsalóða á svokölluðum þéttingarreitum. Mörg tækifæri má finna á þessu svæði öllu og mun ég á næstu vikum fara ítarlegar yfir áform og áhrif íbúðauppbyggingar innan sveitarfélagsins. Lifandi samfélag Sveitarfélagið Árborg er nú í samstarfsverkefni með Flóahreppi og Hveragerði um gerð atvinnustefnu enda miklir sameiginlegir hagsmunir í uppbyggingu atvinnulífs hér um slóðir. Íbúar og aðrir áhugasamir geta tekið þátt í verkefninu og komið sínum ábendingum á framfæri með því að svara stuttri könnun sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins (eða smella á þennan hlekk:Íbúakönnun). Að lokum vil ég benda á að Myndlistarfélag Árnesinga hefur verið með opnar vinnustofur reglulega í mars og afrakstur þess má sjá á sýningu yfir páskana í heitu pottunum í Sundhöll Selfoss. Byggðasafn Árnesinga hefur sett upp vorsýningu og er safnið opið frá kl. 13-17 alla páskahelgina. Ég vona að allir njóti frídaganna í tengslum við páskahelgina og óska íbúum og öðrum gleðilegra páska. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun