Ekki þykjast ekki vita neitt Hjálmtýr Heiðdal skrifar 25. mars 2024 14:31 Íslensk íþróttafélög og íþróttasambönd hyggjast halda áfram að eiga samskipti við íþróttafélög í Ísrael. Það þýðir að forysta íþróttahreyfingarinnar tekur afstöðu með ofbeldinu - það er augljóst. Þegar forysta KSÍ sendir knattspyrnumenn til þess að leika gegn liði frá Ísrael þá geta þeir ekki sagt að þeir hafi enga hugmynd um það sem Ísrael aðhefst á Gaza. Það veit allur heimurinn hvað mörg börn og mæður hafa verið drepin af ísraelska hernum - og íslensk íþróttaforysta veit það einnig. Forysta íþróttahreyfingarinnar virðist ekki ræða málin - það heyrist ekkert opinberlega um þessi samskipti við fulltrúa þjóðar sem fremur þjóðarmorð – annað en bara einfaldar tilkynningar um stöðu í riðlum og næstu leiki. Þó er það ekki svo að forysta íþróttahreyfingarinnar sjái ekki út fyrir sinn sjóndeildarhring þegar afdrifaríkir atburðir gerast. 22. Febrúar 2022 kom eftirfarandi yfirlýsing frá KSÍ: „Stjórn KSÍ hefur ákveðið að ekkert íslenskt knattspyrnulandslið muni leika við landslið frá Rússlandi meðan á hernaði Rússa stendur. Ákvörðunin nær m.a. til þeirra leikja sem eru framundan í Þjóðadeild UEFA … og engu skiptir þó viðkomandi lið leiki ekki undir nafni eða fána Rússlands.“ Í nóvember 2023 tilkynnti KSÍ: „ Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins fyrir EM 2024. Takist Íslandi að vinna Ísrael mætir það Bosníu og Hersegóvínu eða Úkraínu í úrslitum umspilsins .“ Ekkert um frestun leikja við Ísrael „meðan á hernaði ... stendur“. Forysta KSÍ á að vera leiðandi og kenna ungu fólki í íþróttahreyfingunni hver eru grunngildin sem við eigum að framfylgja. Í siðareglum KSÍ segir: „Fulltrúar skulu aðhyllast siðferðileg viðhorf við skyldustörf sín.“ og „ber fulltrúum KSÍ að vera hlutlausir í samskiptum sínum við opinberar stofnanir, innlend og alþjóðleg samtök, sambönd og hópa.“ Brottrekstur Rússlands er í samræmi við „siðferðileg viðhorf“, ríkið braut gegn grundvallarréttindum og réðist á Úkraínu. En í afstöðunni gagnvart Ísrael er siðferðinu sleppt og hlutleysið tekið við – sem er að sjálfsögðu ekkert hlutleysi. Þetta er skýr afstaða og segir íþróttafólki, ungu sem öldnu, að forysta KSÍ telur að Ísrael geti haldið sínu striki bæði í íþróttum og þjóðarmorði. Sama lærdóm er haldið að Íslendingum vegna þátttöku í Eurovision á vegum RÚV. Við leikum og dönsum með þóknanlegum þjóðum þrátt fyrir að æðsti dómstóll alþjóðasamfélagsins, Alþjóðadómstóllinn í Haag, segi okkur að á Gaza sé Ísraelsher líklegast að fremja þjóðarmorð. Nú skal heiðra skálkinn og láta eins og ekkert sé Hlutleysi KSÍ og annarra gagnvart morðherferð Ísraels á Gaza og á Vesturbakkanum gagnast engum nema Ísrael og selur Palestínumenn í hendur þeirra sem vinna leynt og ljóst að því að hrekja þá burt úr sínum heimahögum. Það er mikið talað og miklar vangaveltur á vettvangi alþjóðasamfélagsins um hernað Ísraels, árásir á spítala, bann á flutningi hjálpargagna, skotárásir á fólk sem leitar matar og hungursneyðina sem dregur fólk unnvörpum til dauða. En það er ekkert gert til að stöðva Ísrael - ekkert. Afstaða KSÍ er í fellur að þessum skollaleik, þeir gera ekkert og hafa engin orð um það hvers vegna þeir láta siðferðileg viðhorf lönd og leið. Þó ætti sú staðreynd að Ísraelsher hefur drepið fjölda knattspyrnumanna frá Palestínu að hreyfa við forystu KSÍ. En leit á vefnum skilar engu um afstöðu KSÍ, gagnrýni á Ísrael fyrirfinnst ekki. Það er ekki til neitt hlutlaust svæði þegar morðárásir eru annarsvegar. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Átök í Ísrael og Palestínu KSÍ Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Íslensk íþróttafélög og íþróttasambönd hyggjast halda áfram að eiga samskipti við íþróttafélög í Ísrael. Það þýðir að forysta íþróttahreyfingarinnar tekur afstöðu með ofbeldinu - það er augljóst. Þegar forysta KSÍ sendir knattspyrnumenn til þess að leika gegn liði frá Ísrael þá geta þeir ekki sagt að þeir hafi enga hugmynd um það sem Ísrael aðhefst á Gaza. Það veit allur heimurinn hvað mörg börn og mæður hafa verið drepin af ísraelska hernum - og íslensk íþróttaforysta veit það einnig. Forysta íþróttahreyfingarinnar virðist ekki ræða málin - það heyrist ekkert opinberlega um þessi samskipti við fulltrúa þjóðar sem fremur þjóðarmorð – annað en bara einfaldar tilkynningar um stöðu í riðlum og næstu leiki. Þó er það ekki svo að forysta íþróttahreyfingarinnar sjái ekki út fyrir sinn sjóndeildarhring þegar afdrifaríkir atburðir gerast. 22. Febrúar 2022 kom eftirfarandi yfirlýsing frá KSÍ: „Stjórn KSÍ hefur ákveðið að ekkert íslenskt knattspyrnulandslið muni leika við landslið frá Rússlandi meðan á hernaði Rússa stendur. Ákvörðunin nær m.a. til þeirra leikja sem eru framundan í Þjóðadeild UEFA … og engu skiptir þó viðkomandi lið leiki ekki undir nafni eða fána Rússlands.“ Í nóvember 2023 tilkynnti KSÍ: „ Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins fyrir EM 2024. Takist Íslandi að vinna Ísrael mætir það Bosníu og Hersegóvínu eða Úkraínu í úrslitum umspilsins .“ Ekkert um frestun leikja við Ísrael „meðan á hernaði ... stendur“. Forysta KSÍ á að vera leiðandi og kenna ungu fólki í íþróttahreyfingunni hver eru grunngildin sem við eigum að framfylgja. Í siðareglum KSÍ segir: „Fulltrúar skulu aðhyllast siðferðileg viðhorf við skyldustörf sín.“ og „ber fulltrúum KSÍ að vera hlutlausir í samskiptum sínum við opinberar stofnanir, innlend og alþjóðleg samtök, sambönd og hópa.“ Brottrekstur Rússlands er í samræmi við „siðferðileg viðhorf“, ríkið braut gegn grundvallarréttindum og réðist á Úkraínu. En í afstöðunni gagnvart Ísrael er siðferðinu sleppt og hlutleysið tekið við – sem er að sjálfsögðu ekkert hlutleysi. Þetta er skýr afstaða og segir íþróttafólki, ungu sem öldnu, að forysta KSÍ telur að Ísrael geti haldið sínu striki bæði í íþróttum og þjóðarmorði. Sama lærdóm er haldið að Íslendingum vegna þátttöku í Eurovision á vegum RÚV. Við leikum og dönsum með þóknanlegum þjóðum þrátt fyrir að æðsti dómstóll alþjóðasamfélagsins, Alþjóðadómstóllinn í Haag, segi okkur að á Gaza sé Ísraelsher líklegast að fremja þjóðarmorð. Nú skal heiðra skálkinn og láta eins og ekkert sé Hlutleysi KSÍ og annarra gagnvart morðherferð Ísraels á Gaza og á Vesturbakkanum gagnast engum nema Ísrael og selur Palestínumenn í hendur þeirra sem vinna leynt og ljóst að því að hrekja þá burt úr sínum heimahögum. Það er mikið talað og miklar vangaveltur á vettvangi alþjóðasamfélagsins um hernað Ísraels, árásir á spítala, bann á flutningi hjálpargagna, skotárásir á fólk sem leitar matar og hungursneyðina sem dregur fólk unnvörpum til dauða. En það er ekkert gert til að stöðva Ísrael - ekkert. Afstaða KSÍ er í fellur að þessum skollaleik, þeir gera ekkert og hafa engin orð um það hvers vegna þeir láta siðferðileg viðhorf lönd og leið. Þó ætti sú staðreynd að Ísraelsher hefur drepið fjölda knattspyrnumanna frá Palestínu að hreyfa við forystu KSÍ. En leit á vefnum skilar engu um afstöðu KSÍ, gagnrýni á Ísrael fyrirfinnst ekki. Það er ekki til neitt hlutlaust svæði þegar morðárásir eru annarsvegar. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun