Telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýsluna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. mars 2024 19:30 Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, segir Bankasýslu ríkisins ekki hafa óskað eftir viðbótargögnum frá ráðinu um óskuldbindandi tilboð bankans í TM. Vísir/Steingrímur Dúi Formaður Bankaráðs Landsbankans segir ráðið telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýslu ríkisins um fyrirhuguð kaup á tryggingafélaginu TM. Bankasýslunni hafi fyrst verið greint frá áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum síðasta sumar. Hún hafi ekki á neinum tímapunkti óskað eftir viðbótarupplýsingum um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. Bankaráð Landsbankans svaraði í dag bréfi Bankasýslu ríkisins frá því á mánudag þar sem óskað var eftir upplýsingum um skuldbindandi tilboð bankans um kaup af Kviku banka á TM. Í svari bankaráðs er rakið að formaður þess hafi í júlí í fyrra greint Bankasýslunni frá því í tölvupósti að bankinn hefði haft samband við Kviku og lýst yfir áhuga á að kaupa TM. Bankasýsla hafi samdægur svarað tölvupóstinum án athugasemda varðandi kaupin. Formlegt söluferli á TM hafi þá hafist 17. nóvember síðastliðinn og rúmum mánuði síðan hafi bankaráð upplýst Bankasýsluna í símtali við stjórnarformann að bankinn hefði skilað inn óskuldbindandi tilboði í TM. Tölduð þið það vera nóg? „Við töldum að við hefðum upplýst Bankasýsluna nægilega. Við gerðum það fyrst í fyrra sumar, við gerðum það í desember, þegar við lögðum fram óskuldbindandi tilboð, og Bankasýslan hefur ekki á neinum tíma síðan beðið um viðbótargögn,“ segir Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans. Landsbankinn hafi 15. mars síðastliðinn lagt fram skuldbindandi tilboð í TM og upplýst Bankasýsluna um það tveimur dögum síðar. Forstjóri bankasýslunnar sagði í bréfi til fjármálaráðherra á dögunum að engar formlegar upplýsingar hefði á nokkrum tímapunkti borist Bankasýslunni um þátttöku Landsbankans í söluferlinu. Helga Björk hafi einungis minnst á áhuga bankans á að taka þátt í óformlegu símtali í desember. Því hafi kauptilboðið komið honum að óvörum, sem fjármálaráðherra hefur tekið undir. Koma þessi viðbrögð á óvart? „Já, þau koma mér reyndar mjög á óvart. Af því að við erum búin að vera í samtölum eða höfum upplýst um okkar áhuga á því að kaupa TM frá því í fyrra sumar. Þeirra viðbrögð koma mér mjög á óvart.“ Fréttastofa óskaði ítrekað eftir viðbrögðum frá Jóni Gunnari Jónssyni, forstjóra BAnkasýslunnar, í dag án árangurs. Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Bankaráð Landsbankans svarar fyrir sig Bankaráð Landsbankans segir Bankasýsluna hafa frá sumrinu 2023 hafa verið vel meðvitaða um áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum og eftir atvikum kaupum á tryggingafélaginu TM. Samskiptin hafi farið fram í tölvupóstum, á fundum og símtölum. Helsta óvissan virðist vera um það sem fram kom í óformlegu símtali formanns bankaráðs og stjórnarformanns Bankasýslunnar í desember. 22. mars 2024 12:48 Vill samskipti Bankasýslunnar og ráðuneytis upp á yfirborð Fjárlaganefnd ætlar að óska eftir upplýsingum frá Bankasýslunni um samskipti stofnunarinnar og fjármálaráðuneytisins vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingafélagi. Formaður nefndarinnar hefur efasemdir um kaupin en telur rétt að bíða eftir skýringum. 22. mars 2024 11:51 Lýsti yfir andstöðu við kaup á TM á fundi með stjórnendum Landsbankans Á fundi með lykilstjórnendum Landsbankans örfáum vikum áður en bankinn gerði skuldbindandi tilboð í allt hlutafé TM hafði fjármála- og efnahagsráðherra komið á framfæri andstöðu sinni við að bankinn myndi ráðast í slík kaup. Ráðherra, sem hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki beint tilmælum til Bankasýslunnar áður en kaupin færu fram, hefur sagt það óviðunandi að bankaráð Landsbankans hafi ekki upplýst stofnunina með formlegum hætti um áform bankans. 22. mars 2024 10:59 Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Bankaráð Landsbankans svaraði í dag bréfi Bankasýslu ríkisins frá því á mánudag þar sem óskað var eftir upplýsingum um skuldbindandi tilboð bankans um kaup af Kviku banka á TM. Í svari bankaráðs er rakið að formaður þess hafi í júlí í fyrra greint Bankasýslunni frá því í tölvupósti að bankinn hefði haft samband við Kviku og lýst yfir áhuga á að kaupa TM. Bankasýsla hafi samdægur svarað tölvupóstinum án athugasemda varðandi kaupin. Formlegt söluferli á TM hafi þá hafist 17. nóvember síðastliðinn og rúmum mánuði síðan hafi bankaráð upplýst Bankasýsluna í símtali við stjórnarformann að bankinn hefði skilað inn óskuldbindandi tilboði í TM. Tölduð þið það vera nóg? „Við töldum að við hefðum upplýst Bankasýsluna nægilega. Við gerðum það fyrst í fyrra sumar, við gerðum það í desember, þegar við lögðum fram óskuldbindandi tilboð, og Bankasýslan hefur ekki á neinum tíma síðan beðið um viðbótargögn,“ segir Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans. Landsbankinn hafi 15. mars síðastliðinn lagt fram skuldbindandi tilboð í TM og upplýst Bankasýsluna um það tveimur dögum síðar. Forstjóri bankasýslunnar sagði í bréfi til fjármálaráðherra á dögunum að engar formlegar upplýsingar hefði á nokkrum tímapunkti borist Bankasýslunni um þátttöku Landsbankans í söluferlinu. Helga Björk hafi einungis minnst á áhuga bankans á að taka þátt í óformlegu símtali í desember. Því hafi kauptilboðið komið honum að óvörum, sem fjármálaráðherra hefur tekið undir. Koma þessi viðbrögð á óvart? „Já, þau koma mér reyndar mjög á óvart. Af því að við erum búin að vera í samtölum eða höfum upplýst um okkar áhuga á því að kaupa TM frá því í fyrra sumar. Þeirra viðbrögð koma mér mjög á óvart.“ Fréttastofa óskaði ítrekað eftir viðbrögðum frá Jóni Gunnari Jónssyni, forstjóra BAnkasýslunnar, í dag án árangurs.
Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Bankaráð Landsbankans svarar fyrir sig Bankaráð Landsbankans segir Bankasýsluna hafa frá sumrinu 2023 hafa verið vel meðvitaða um áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum og eftir atvikum kaupum á tryggingafélaginu TM. Samskiptin hafi farið fram í tölvupóstum, á fundum og símtölum. Helsta óvissan virðist vera um það sem fram kom í óformlegu símtali formanns bankaráðs og stjórnarformanns Bankasýslunnar í desember. 22. mars 2024 12:48 Vill samskipti Bankasýslunnar og ráðuneytis upp á yfirborð Fjárlaganefnd ætlar að óska eftir upplýsingum frá Bankasýslunni um samskipti stofnunarinnar og fjármálaráðuneytisins vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingafélagi. Formaður nefndarinnar hefur efasemdir um kaupin en telur rétt að bíða eftir skýringum. 22. mars 2024 11:51 Lýsti yfir andstöðu við kaup á TM á fundi með stjórnendum Landsbankans Á fundi með lykilstjórnendum Landsbankans örfáum vikum áður en bankinn gerði skuldbindandi tilboð í allt hlutafé TM hafði fjármála- og efnahagsráðherra komið á framfæri andstöðu sinni við að bankinn myndi ráðast í slík kaup. Ráðherra, sem hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki beint tilmælum til Bankasýslunnar áður en kaupin færu fram, hefur sagt það óviðunandi að bankaráð Landsbankans hafi ekki upplýst stofnunina með formlegum hætti um áform bankans. 22. mars 2024 10:59 Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Bankaráð Landsbankans svarar fyrir sig Bankaráð Landsbankans segir Bankasýsluna hafa frá sumrinu 2023 hafa verið vel meðvitaða um áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum og eftir atvikum kaupum á tryggingafélaginu TM. Samskiptin hafi farið fram í tölvupóstum, á fundum og símtölum. Helsta óvissan virðist vera um það sem fram kom í óformlegu símtali formanns bankaráðs og stjórnarformanns Bankasýslunnar í desember. 22. mars 2024 12:48
Vill samskipti Bankasýslunnar og ráðuneytis upp á yfirborð Fjárlaganefnd ætlar að óska eftir upplýsingum frá Bankasýslunni um samskipti stofnunarinnar og fjármálaráðuneytisins vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingafélagi. Formaður nefndarinnar hefur efasemdir um kaupin en telur rétt að bíða eftir skýringum. 22. mars 2024 11:51
Lýsti yfir andstöðu við kaup á TM á fundi með stjórnendum Landsbankans Á fundi með lykilstjórnendum Landsbankans örfáum vikum áður en bankinn gerði skuldbindandi tilboð í allt hlutafé TM hafði fjármála- og efnahagsráðherra komið á framfæri andstöðu sinni við að bankinn myndi ráðast í slík kaup. Ráðherra, sem hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki beint tilmælum til Bankasýslunnar áður en kaupin færu fram, hefur sagt það óviðunandi að bankaráð Landsbankans hafi ekki upplýst stofnunina með formlegum hætti um áform bankans. 22. mars 2024 10:59