Formlegheit eða skuggastjórnun? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 22. mars 2024 12:31 Til Bankasýslu ríkisins. Ráðherra/ráðuneytinu hefur borist sá orðrómur til eyrna að Landsbankinn sé í viðræðum við Kviku banka um kaup á TM. Viljið þið vinsamlegast athuga hvort að sá orðrómur eigi við rök að styðjast og vinsamlegast biðja bankaráð Landsbankans um að hætta þessum viðræðum strax. Eigi orðrómurinn við rök að styðjast. Enda kaup á tryggingarfyrirtæki eða kaup á öðrum fyrirtækjum í samkeppnisrekstri, andstætt eigendastefnu ríkisins. Með kveðju Fjármálaráðherra. Svona gæti gæti erindi fjármálaráðherra eða Fjármálaráðuneytisins til Bankasýslu ríkisins hafa litið efnislega út, hefði ráðherra ákveðið að klofa yfir lögbundna armslengd og hefja frumkvæðisathugun á þeim orðrómi sem var gangi um kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Erindið hefði alltaf þurft að vera formlegt þ.e. með bréfi, því annars væri ráðherrann eða ráðuneytið að stunda skuggastjórnun á starfsemi bankans. Í anda gagnsærrar stjórnsýslu, yrði svo bréfið auðvitað birt á heimasíðu Stjórnarráðsins. Nú þarf enginn að efast um það, að það hefði valdið miklu fjaðrafoki, hefði bréfið verið sent. Ráðherra þá réttilega sakaður um að rjúfa svokallaða armslengd með nánast beinum formlegum afskiptum sínum af starfsemi bankans. Þeim ráðherra yrði alla vega illa sætt í embætti. Hvort að Bankasýslunni hefði borið að senda bankaráði Landsbankans formlegt bréf til að kanna hvort að orðrómurinn um kaupin ætti sér einhverja stoð í raunveruleikanum skal ósagt látið. En þá mætti auðvitað líka spyrja, hvers konar orðrómar eða kjaftasögur um starfsemi fjármálafyrirtækja í ríkiseigu, ætti að triggera þá skyldu Bankasýslunnar að senda formleg bréf til þessara fyrirtækja? Væru slík bréf ekki til þess fallin að valda óróa á markaði? Og þá óþarfa óróa í þeim tilfellum sem orðrómurinn ætti ekki stoð í raunveruleikanum? Tæplega hefði það verið við hæfi að ráðherra eða einhver úr ráðuneytinu hringdi í Bankasýsluna eða bara beint í formann bankaráðs og færi fram á að hætt yrði við þessar viðræður sem í gangi voru samkvæmt orðrómi. Það hefði nefnilega verið hrein og klár skuggastjórnun. En kannski er það nú bara sú leið sem formaður Samfylkingarnar hefði kosið að fara, sæti hún í stóli fjármálaráðherra? Enda skuggastjórnun samfylkingarfólki afar kær miðað við þá ótal leynifundi sem Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri átti með stjórnendum Orkuveitunnar, vegna sölu á hlutabréfum Orkuveitunnar í Ljósleiðaranum. Frumkvæðisskyldan er því auðvitað, fyrst og síðast hjá bankaráði Landsbankans. Auðvitað bar bankaráðinu að tilkynna Bankasýslunni með formlegum hætti að til stæði að kaupa Tryggingamiðstöðina. En ekki orða það í óskráðu símtali við formann Bankasýslunnar að viðræður væru í gangi eða að bankinn væri að íhuga kaupin á Tryggingamiðstöðinni. Hvernig gæti Bankasýslan brugðist við, með formlegum hætti, vegna óskráðs símtals? Er hægt að sanna með óyggjandi hætti að óskráð símtal, hafi yfirhöfuð, átt sér stað? Þessi atburðarás, er auðvitað ein sú skýrasta birtingarmynd þess, að ríkið á auðvitað ekki að standa í rekstri fjármálafyrirtækja eða annarra fyrirtækja á samkeppnismarkaði. Að minnsta kosti ekki í lengri tíma, en það tekur að koma þeim á lappir aftur og gera þau söluvænleg, eins og gera þurfti tilfelli bankana, eftir gjaldþrot þeirra í bankahruninu. Armslengd til langs tíma, eru kjöraðstæður til þess að koma því upp, sem kallað hefur verið “ríki í ríkinu” og er auðvitað í tilfelli banka að hugtakið “fé án hirðis” verður ljóslifandi fyrir augum fólks. Það eru því tvær leiðir, misgóðar reyndar, út úr ruglinu. Sú fyrri og sínu skárri en réttari, væri að setja Landsbankann á markað, þegar að rykið hefur sest eftir sölu ríkisins á síðustu hlutum sínum Íslandsbanka. Seinni leiðin sem er mun verri og nánast ómöguleg, er að ríkið eigi Landsbankann áfram, en Fjármálaráðuneytið taki hann til sín og verði sjálft í beinum samskiptum við stjórnendur hans, bankaráðið sem Alþingi kysi. En það væri auðvitað afturhvarf til þeirrar fortíðar þar sem pólitískir bitlingar og pólitísk afskipti af rekstri bankans voru daglegt brauð, með ekki svo góðum afleiðingum, sem að menn geta komist að hverjar gætu orðið, með því að hafa samband við herra Google. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Kaup Landsbankans á TM Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármálafyrirtæki Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Til Bankasýslu ríkisins. Ráðherra/ráðuneytinu hefur borist sá orðrómur til eyrna að Landsbankinn sé í viðræðum við Kviku banka um kaup á TM. Viljið þið vinsamlegast athuga hvort að sá orðrómur eigi við rök að styðjast og vinsamlegast biðja bankaráð Landsbankans um að hætta þessum viðræðum strax. Eigi orðrómurinn við rök að styðjast. Enda kaup á tryggingarfyrirtæki eða kaup á öðrum fyrirtækjum í samkeppnisrekstri, andstætt eigendastefnu ríkisins. Með kveðju Fjármálaráðherra. Svona gæti gæti erindi fjármálaráðherra eða Fjármálaráðuneytisins til Bankasýslu ríkisins hafa litið efnislega út, hefði ráðherra ákveðið að klofa yfir lögbundna armslengd og hefja frumkvæðisathugun á þeim orðrómi sem var gangi um kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Erindið hefði alltaf þurft að vera formlegt þ.e. með bréfi, því annars væri ráðherrann eða ráðuneytið að stunda skuggastjórnun á starfsemi bankans. Í anda gagnsærrar stjórnsýslu, yrði svo bréfið auðvitað birt á heimasíðu Stjórnarráðsins. Nú þarf enginn að efast um það, að það hefði valdið miklu fjaðrafoki, hefði bréfið verið sent. Ráðherra þá réttilega sakaður um að rjúfa svokallaða armslengd með nánast beinum formlegum afskiptum sínum af starfsemi bankans. Þeim ráðherra yrði alla vega illa sætt í embætti. Hvort að Bankasýslunni hefði borið að senda bankaráði Landsbankans formlegt bréf til að kanna hvort að orðrómurinn um kaupin ætti sér einhverja stoð í raunveruleikanum skal ósagt látið. En þá mætti auðvitað líka spyrja, hvers konar orðrómar eða kjaftasögur um starfsemi fjármálafyrirtækja í ríkiseigu, ætti að triggera þá skyldu Bankasýslunnar að senda formleg bréf til þessara fyrirtækja? Væru slík bréf ekki til þess fallin að valda óróa á markaði? Og þá óþarfa óróa í þeim tilfellum sem orðrómurinn ætti ekki stoð í raunveruleikanum? Tæplega hefði það verið við hæfi að ráðherra eða einhver úr ráðuneytinu hringdi í Bankasýsluna eða bara beint í formann bankaráðs og færi fram á að hætt yrði við þessar viðræður sem í gangi voru samkvæmt orðrómi. Það hefði nefnilega verið hrein og klár skuggastjórnun. En kannski er það nú bara sú leið sem formaður Samfylkingarnar hefði kosið að fara, sæti hún í stóli fjármálaráðherra? Enda skuggastjórnun samfylkingarfólki afar kær miðað við þá ótal leynifundi sem Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri átti með stjórnendum Orkuveitunnar, vegna sölu á hlutabréfum Orkuveitunnar í Ljósleiðaranum. Frumkvæðisskyldan er því auðvitað, fyrst og síðast hjá bankaráði Landsbankans. Auðvitað bar bankaráðinu að tilkynna Bankasýslunni með formlegum hætti að til stæði að kaupa Tryggingamiðstöðina. En ekki orða það í óskráðu símtali við formann Bankasýslunnar að viðræður væru í gangi eða að bankinn væri að íhuga kaupin á Tryggingamiðstöðinni. Hvernig gæti Bankasýslan brugðist við, með formlegum hætti, vegna óskráðs símtals? Er hægt að sanna með óyggjandi hætti að óskráð símtal, hafi yfirhöfuð, átt sér stað? Þessi atburðarás, er auðvitað ein sú skýrasta birtingarmynd þess, að ríkið á auðvitað ekki að standa í rekstri fjármálafyrirtækja eða annarra fyrirtækja á samkeppnismarkaði. Að minnsta kosti ekki í lengri tíma, en það tekur að koma þeim á lappir aftur og gera þau söluvænleg, eins og gera þurfti tilfelli bankana, eftir gjaldþrot þeirra í bankahruninu. Armslengd til langs tíma, eru kjöraðstæður til þess að koma því upp, sem kallað hefur verið “ríki í ríkinu” og er auðvitað í tilfelli banka að hugtakið “fé án hirðis” verður ljóslifandi fyrir augum fólks. Það eru því tvær leiðir, misgóðar reyndar, út úr ruglinu. Sú fyrri og sínu skárri en réttari, væri að setja Landsbankann á markað, þegar að rykið hefur sest eftir sölu ríkisins á síðustu hlutum sínum Íslandsbanka. Seinni leiðin sem er mun verri og nánast ómöguleg, er að ríkið eigi Landsbankann áfram, en Fjármálaráðuneytið taki hann til sín og verði sjálft í beinum samskiptum við stjórnendur hans, bankaráðið sem Alþingi kysi. En það væri auðvitað afturhvarf til þeirrar fortíðar þar sem pólitískir bitlingar og pólitísk afskipti af rekstri bankans voru daglegt brauð, með ekki svo góðum afleiðingum, sem að menn geta komist að hverjar gætu orðið, með því að hafa samband við herra Google. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar