Málfyrirmyndir barna á máltökuskeiði Bjartey Sigurðardóttir og Aleksandra Kozimala skrifa 22. mars 2024 10:30 Mikið hefur verið fjallað um slaka frammistöðu íslenskra grunnskólanema í lesskilningi. Ein af meginforsendum góðs lesskilnings er að barn hafi náð aldurssvarandi tökum á viðkomandi tungumáli, sé með ríkulegan orðaforða og góðan málskilning. Börn með góðan málþroska hafa betri skilning á viðfangsefnum skólans, þ.m.t. lesskilningi, og eiga auk þess auðveldara með að mynda félagsleg tengsl. Grunnur að málþroska er lagður á máltökuskeiði barns en á því skeiði dvelja flest íslensk börn í leikskólum 7-9 tíma á dag, fimm daga vikunnar. Það skiptir miklu hvaða málfyrirmyndir börn á máltökuskeiði hafa í nærumhverfi sínu. Rannsóknir hafa sýnt að til þess að barn eigi möguleika á að ná fullum tökum á tungumáli þarf það að dvelja a.m.k. 50% af vökutíma sínum í því málumhverfi (Elín Þöll Þórðardóttir, 2019). Það þýðir að ef barn er með annað heimamál en íslensku verður það að hafa aðgang að vönduðu málumhverfi í leikskólanum, umhverfi þar sem töluð er góð íslenska og mikil áhersla lögð á gagnvirkni í samskiptum. Annars er hætta á að barnið fari upp í grunnskólann með lélegan grunn í íslensku. Ef barn er t.d. með fátæklegan orðaforða eru miklar líkur á að það muni lenda í erfiðleikum í námi. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskum fræðum, hefur talað um að ef fer sem horfir sé hætta á málfarslegri stéttaskiptingu þar sem hluti barna nær aldrei að njóta sín í námi og er dæmdur til brotthvarfs úr framhaldsskóla. Í leikskólum fer hlutfall starfsmanna af erlendum uppruna sífellt hækkandi. Í leikskólum Hafnarfjarðar er hlutfallið komið upp í 22 % (frá níu upp í 45%) og dæmi eru um sveitarfélög þar sem talan er jafnvel enn hærri. Margt fólk með erlendan bakgrunn er frábært starfsfólk leik- og grunnskóla og er ekki verið að finna að því. Hins vegar þurfum við að hafa kjark til að staldra við og horfa raunsætt á stöðuna eins og hún er. Ef við viljum að börn komi inn í grunnskólann með góð aldurssvarandi tök á íslensku þarf að gera kröfu um vandað íslenskt málumhverfi fyrir börn á máltökuskeiði. Hér þurfa sérfræðingar á vegum ríkis og sveitarfélaga að setjast að borðinu og setja viðmið um reglur um hámarksfjölda starfsmanna á deild sem er með annan málbakgrunn en íslensku. Að sjálfsögðu gildir öðru máli um fólk af erlendum uppruna sem talar vandaða íslensku. Hér má nefna að hægt er að nýta evrópska tungumálarammann sem inniheldur matsviðmið fyrir bæði þá sem sækja um störf sem og vinnuveitendur. Viðhorf foreldra barna af erlendum uppruna til tungumálsins Reynslumikið starfsfólk leikskóla telur sig sjá fylgni milli þess hvert viðhorf erlendra foreldra er til íslenskunnar og þess hvernig barni þeirra síðan gengur að tileinka sér tungumálið, þannig að ef foreldrar eru opnir fyrir því að læra tungumálið veiti það barninu einnig ákveðið brautargengi í íslenskunáminu. Íslensk rannsókn (Figlarska o.fl., 2017) sýndi að samskipti leikskólafólks við foreldra af erlendum uppruna gengu betur í þeim tilvikum þar sem foreldrarnir töluðu íslensku, en hins vegar komu fram erfiðleikar í samskiptum vegna tungumálaerfiðleika ef ekki var um slíkt að ræða. Að tileinka sér tungumál landsins er aðgangur að viðkomandi samfélagi, það er valdeflandi og með því að læra tungumálið opna foreldrar greiðari leið fyrir bæði sig og börn sín inn í íslenskt samfélag. Ábyrgð okkar sem eigum íslensku að móðurmáli er mikil. Erum við of fljót að grípa til enskunnar af því að það er einfaldara en að styðja við fólk sem vill læra málið og er skammt á veg komið? Hvað með okkur sem störfum við leik- og grunnskóla, hvernig aðstoðum við erlenda foreldra við íslenskunámið, er strax gripið til enskunnar í stað þess nota íslensku? Við þurfum einnig að beina athygli okkar að því hvernig við styðjum við íslenskunám barna af erlendum uppruna innan skólanna. Í rannsókn Ástrósar Þóru Valsdóttur (2022) kom m.a. fram að leikskólastarfsfólk beinir tali sínu í minna mæli að börnum sem eiga annað móðurmál en íslensku, minna er um að opnum spurningum sé beint til þeirra og einnig er talað mun einfaldara mál við þau. Mikilvægi þess að hafa skilvirka málstefnu Sveitarfélög og stofnanir þurfa að móta sér málstefnu og hún þarf að vera virk. Eftir því sem við best vitum hafa aðeins tvö sveitarfélög af 64 sett sér slíka stefnu og hafa tvö til við bótar tekið ákvörðum um að fara út í slíka vinnu. Hafnarfjörður er annað þeirra sveitarfélaga og er undirbúningur nú hafinn. Við mótun málstefnu þarf m.a. að leggja áherslu á að íslenska sé í öndvegi í öllum störfum, að erlent starfsfólk sé hvatt til að læra íslensku og að því standi til boða að sækja íslenskunámskeið á vinnutíma sér að kostnaðarlausu. Málumhverfi barna í leik- og grunnskólum ætti að vera einn þeirra þátta sem málstefna tekur á. Það eru þó aðeins fyrstu skrefin því við sem samfélag þurfum að ákveða að setja íslenskuna og þar með framtíð barnanna okkar í forgang. Höfundar starfa á skrifstofu mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðar: Bjartey Sigurðardóttir, talmeinafræðingur og verkefnisstjóri læsis. Aleksandra Kozimala , kennslufulltrúi fjölmenningar í leikskólum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um slaka frammistöðu íslenskra grunnskólanema í lesskilningi. Ein af meginforsendum góðs lesskilnings er að barn hafi náð aldurssvarandi tökum á viðkomandi tungumáli, sé með ríkulegan orðaforða og góðan málskilning. Börn með góðan málþroska hafa betri skilning á viðfangsefnum skólans, þ.m.t. lesskilningi, og eiga auk þess auðveldara með að mynda félagsleg tengsl. Grunnur að málþroska er lagður á máltökuskeiði barns en á því skeiði dvelja flest íslensk börn í leikskólum 7-9 tíma á dag, fimm daga vikunnar. Það skiptir miklu hvaða málfyrirmyndir börn á máltökuskeiði hafa í nærumhverfi sínu. Rannsóknir hafa sýnt að til þess að barn eigi möguleika á að ná fullum tökum á tungumáli þarf það að dvelja a.m.k. 50% af vökutíma sínum í því málumhverfi (Elín Þöll Þórðardóttir, 2019). Það þýðir að ef barn er með annað heimamál en íslensku verður það að hafa aðgang að vönduðu málumhverfi í leikskólanum, umhverfi þar sem töluð er góð íslenska og mikil áhersla lögð á gagnvirkni í samskiptum. Annars er hætta á að barnið fari upp í grunnskólann með lélegan grunn í íslensku. Ef barn er t.d. með fátæklegan orðaforða eru miklar líkur á að það muni lenda í erfiðleikum í námi. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskum fræðum, hefur talað um að ef fer sem horfir sé hætta á málfarslegri stéttaskiptingu þar sem hluti barna nær aldrei að njóta sín í námi og er dæmdur til brotthvarfs úr framhaldsskóla. Í leikskólum fer hlutfall starfsmanna af erlendum uppruna sífellt hækkandi. Í leikskólum Hafnarfjarðar er hlutfallið komið upp í 22 % (frá níu upp í 45%) og dæmi eru um sveitarfélög þar sem talan er jafnvel enn hærri. Margt fólk með erlendan bakgrunn er frábært starfsfólk leik- og grunnskóla og er ekki verið að finna að því. Hins vegar þurfum við að hafa kjark til að staldra við og horfa raunsætt á stöðuna eins og hún er. Ef við viljum að börn komi inn í grunnskólann með góð aldurssvarandi tök á íslensku þarf að gera kröfu um vandað íslenskt málumhverfi fyrir börn á máltökuskeiði. Hér þurfa sérfræðingar á vegum ríkis og sveitarfélaga að setjast að borðinu og setja viðmið um reglur um hámarksfjölda starfsmanna á deild sem er með annan málbakgrunn en íslensku. Að sjálfsögðu gildir öðru máli um fólk af erlendum uppruna sem talar vandaða íslensku. Hér má nefna að hægt er að nýta evrópska tungumálarammann sem inniheldur matsviðmið fyrir bæði þá sem sækja um störf sem og vinnuveitendur. Viðhorf foreldra barna af erlendum uppruna til tungumálsins Reynslumikið starfsfólk leikskóla telur sig sjá fylgni milli þess hvert viðhorf erlendra foreldra er til íslenskunnar og þess hvernig barni þeirra síðan gengur að tileinka sér tungumálið, þannig að ef foreldrar eru opnir fyrir því að læra tungumálið veiti það barninu einnig ákveðið brautargengi í íslenskunáminu. Íslensk rannsókn (Figlarska o.fl., 2017) sýndi að samskipti leikskólafólks við foreldra af erlendum uppruna gengu betur í þeim tilvikum þar sem foreldrarnir töluðu íslensku, en hins vegar komu fram erfiðleikar í samskiptum vegna tungumálaerfiðleika ef ekki var um slíkt að ræða. Að tileinka sér tungumál landsins er aðgangur að viðkomandi samfélagi, það er valdeflandi og með því að læra tungumálið opna foreldrar greiðari leið fyrir bæði sig og börn sín inn í íslenskt samfélag. Ábyrgð okkar sem eigum íslensku að móðurmáli er mikil. Erum við of fljót að grípa til enskunnar af því að það er einfaldara en að styðja við fólk sem vill læra málið og er skammt á veg komið? Hvað með okkur sem störfum við leik- og grunnskóla, hvernig aðstoðum við erlenda foreldra við íslenskunámið, er strax gripið til enskunnar í stað þess nota íslensku? Við þurfum einnig að beina athygli okkar að því hvernig við styðjum við íslenskunám barna af erlendum uppruna innan skólanna. Í rannsókn Ástrósar Þóru Valsdóttur (2022) kom m.a. fram að leikskólastarfsfólk beinir tali sínu í minna mæli að börnum sem eiga annað móðurmál en íslensku, minna er um að opnum spurningum sé beint til þeirra og einnig er talað mun einfaldara mál við þau. Mikilvægi þess að hafa skilvirka málstefnu Sveitarfélög og stofnanir þurfa að móta sér málstefnu og hún þarf að vera virk. Eftir því sem við best vitum hafa aðeins tvö sveitarfélög af 64 sett sér slíka stefnu og hafa tvö til við bótar tekið ákvörðum um að fara út í slíka vinnu. Hafnarfjörður er annað þeirra sveitarfélaga og er undirbúningur nú hafinn. Við mótun málstefnu þarf m.a. að leggja áherslu á að íslenska sé í öndvegi í öllum störfum, að erlent starfsfólk sé hvatt til að læra íslensku og að því standi til boða að sækja íslenskunámskeið á vinnutíma sér að kostnaðarlausu. Málumhverfi barna í leik- og grunnskólum ætti að vera einn þeirra þátta sem málstefna tekur á. Það eru þó aðeins fyrstu skrefin því við sem samfélag þurfum að ákveða að setja íslenskuna og þar með framtíð barnanna okkar í forgang. Höfundar starfa á skrifstofu mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðar: Bjartey Sigurðardóttir, talmeinafræðingur og verkefnisstjóri læsis. Aleksandra Kozimala , kennslufulltrúi fjölmenningar í leikskólum.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun