Jón hættir sem stjórnarformaður Sýnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. mars 2024 14:47 Jón Skaftason er formaður stjórnar Sýnar. Sýn Jón Skaftason, stjórnarformaður Sýnar, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Hann hefur setið í stjórninni síðan í ágúst 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu Sýnar til Kauphallar í tilefni af fyrirhuguðum aðalfundi félagsins þann 11. apríl. Verði tillaga tilnefningarnefndar samþykkt má reikna með því að tvær breytingar verði á stjórninni. Nefndin leggur til að Hákon Stefánsson, Páll Gíslason og Rannveig Eir Einarsdóttir verði endurkjörin. Þá komi Petrea Ingileif Guðmundsdóttir og Ragnar Páll Dyer inn fyrir Jón Skaftason og Salóme Guðmundsdóttur. Hákon og Ragnar Páll eru tengdir félögunum InfoCapital ehf., Gavia Invest ehf. og H33 Invest ehf. sem eiga stóran hlut í Sýn. Þá á Rannveig hlut í Sýn í gegnum félagið Fasta ehf. Hún hefur verið varaformaður stjórnar. Páll og Petrea Ingileif eiga ekki hluti í félaginu og metur tilnefningarnefnd þau sem óháð félaginu, daglegum stjórnendum þess og stórum hluthöfum. Þá eru Daði Kristjánsson og Ásdís Ingibjörg Ragnarsdóttir tilnefnd í varastjórn. Þau eru bæði óháð félaginu. Snýr aftur eftir afarkosti Orkuveitunnar Athygli vakti þegar Petrea Ingileif, þá stjórnarformaður Sýnar, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu á hluthafafundi haustið 2022 vegna afarkosta Orkuveitu Reykjavíkur. Ástæðan voru afarkostir sem Orkuveita Reykjavíkur setti eiginmanni hennar sem starfaði þá sem framkvæmdastjóri fjármála hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Hann hefur síðan látið af störfum og því engir afarkostir lengur sem koma í veg fyrir framboð Petreu sem sat í stjórn Sýnar í tvö ár. Jón Skaftason var kjörinn stjórnarformaður haustið 2022 en hann fór fyrir hópnum Gavia Invest sem hafði þá eignast tæplega ellefu prósent í fyrirtækinu sem áður voru í eigu Heiðars Guðjónssonar fjárfesti. Heiðar hafði gegnt forstjórahlutverki hjá Sýn en seldi hlut sinn og lét af störfum. Gavia Invest er að langstærstum hluta í eigu Reynis Grétarssonar, stofnanda og fyrrverandi eiganda Credit Info. Gavia Invest á í dag tæplega 17 prósent hlut í Sýn en næst kemur Gildi lífeyrissjóður með tæplega 16 prósenta hlut. Fram kom í tilkynningu Sýnar til Kauphallar á dögunum í tilefni af útgefnum ársreikningi fyrir árið 2023 að tíðinda af framtíðareignarhaldi rekstrareiningarinnar Vefmiðla og útvarps, sem Vísir og Bylgjan heyra meðal annars undir, væri að venta á vormánuðum. Vísir er í eigu Sýnar. Sýn Vistaskipti Kauphöllin Tengdar fréttir Sýn fær fjármálastjóra frá Kviku Eðvald Gíslason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Sýn hf. Eðvald tekur við starfinu af Kristínu Friðgeirsdóttur sem lét af störfum fyrr í mánuðinum. Þetta kemur fram í tilkynningu Sýnar til Kauphallar. 19. mars 2024 09:48 Herdís Dröfn nýr forstjóri Sýnar Herdís Dröfn Fjeldsted hefur verið ráðin forstjóri Sýnar að loknu ráðningarferli. Hún mun hefja störf þann 11. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar. Páll Ásgrímsson sem gegnt hefur starfinu undanfarna mánuði eftir brotthvarf Yngva Halldórssonar hverfur aftur til starfa sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs félagsins. 5. janúar 2024 09:20 Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Sýnar til Kauphallar í tilefni af fyrirhuguðum aðalfundi félagsins þann 11. apríl. Verði tillaga tilnefningarnefndar samþykkt má reikna með því að tvær breytingar verði á stjórninni. Nefndin leggur til að Hákon Stefánsson, Páll Gíslason og Rannveig Eir Einarsdóttir verði endurkjörin. Þá komi Petrea Ingileif Guðmundsdóttir og Ragnar Páll Dyer inn fyrir Jón Skaftason og Salóme Guðmundsdóttur. Hákon og Ragnar Páll eru tengdir félögunum InfoCapital ehf., Gavia Invest ehf. og H33 Invest ehf. sem eiga stóran hlut í Sýn. Þá á Rannveig hlut í Sýn í gegnum félagið Fasta ehf. Hún hefur verið varaformaður stjórnar. Páll og Petrea Ingileif eiga ekki hluti í félaginu og metur tilnefningarnefnd þau sem óháð félaginu, daglegum stjórnendum þess og stórum hluthöfum. Þá eru Daði Kristjánsson og Ásdís Ingibjörg Ragnarsdóttir tilnefnd í varastjórn. Þau eru bæði óháð félaginu. Snýr aftur eftir afarkosti Orkuveitunnar Athygli vakti þegar Petrea Ingileif, þá stjórnarformaður Sýnar, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu á hluthafafundi haustið 2022 vegna afarkosta Orkuveitu Reykjavíkur. Ástæðan voru afarkostir sem Orkuveita Reykjavíkur setti eiginmanni hennar sem starfaði þá sem framkvæmdastjóri fjármála hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Hann hefur síðan látið af störfum og því engir afarkostir lengur sem koma í veg fyrir framboð Petreu sem sat í stjórn Sýnar í tvö ár. Jón Skaftason var kjörinn stjórnarformaður haustið 2022 en hann fór fyrir hópnum Gavia Invest sem hafði þá eignast tæplega ellefu prósent í fyrirtækinu sem áður voru í eigu Heiðars Guðjónssonar fjárfesti. Heiðar hafði gegnt forstjórahlutverki hjá Sýn en seldi hlut sinn og lét af störfum. Gavia Invest er að langstærstum hluta í eigu Reynis Grétarssonar, stofnanda og fyrrverandi eiganda Credit Info. Gavia Invest á í dag tæplega 17 prósent hlut í Sýn en næst kemur Gildi lífeyrissjóður með tæplega 16 prósenta hlut. Fram kom í tilkynningu Sýnar til Kauphallar á dögunum í tilefni af útgefnum ársreikningi fyrir árið 2023 að tíðinda af framtíðareignarhaldi rekstrareiningarinnar Vefmiðla og útvarps, sem Vísir og Bylgjan heyra meðal annars undir, væri að venta á vormánuðum. Vísir er í eigu Sýnar.
Sýn Vistaskipti Kauphöllin Tengdar fréttir Sýn fær fjármálastjóra frá Kviku Eðvald Gíslason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Sýn hf. Eðvald tekur við starfinu af Kristínu Friðgeirsdóttur sem lét af störfum fyrr í mánuðinum. Þetta kemur fram í tilkynningu Sýnar til Kauphallar. 19. mars 2024 09:48 Herdís Dröfn nýr forstjóri Sýnar Herdís Dröfn Fjeldsted hefur verið ráðin forstjóri Sýnar að loknu ráðningarferli. Hún mun hefja störf þann 11. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar. Páll Ásgrímsson sem gegnt hefur starfinu undanfarna mánuði eftir brotthvarf Yngva Halldórssonar hverfur aftur til starfa sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs félagsins. 5. janúar 2024 09:20 Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Sýn fær fjármálastjóra frá Kviku Eðvald Gíslason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Sýn hf. Eðvald tekur við starfinu af Kristínu Friðgeirsdóttur sem lét af störfum fyrr í mánuðinum. Þetta kemur fram í tilkynningu Sýnar til Kauphallar. 19. mars 2024 09:48
Herdís Dröfn nýr forstjóri Sýnar Herdís Dröfn Fjeldsted hefur verið ráðin forstjóri Sýnar að loknu ráðningarferli. Hún mun hefja störf þann 11. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar. Páll Ásgrímsson sem gegnt hefur starfinu undanfarna mánuði eftir brotthvarf Yngva Halldórssonar hverfur aftur til starfa sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs félagsins. 5. janúar 2024 09:20
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent