Eru aðgangs- og öryggismál í fjölbýlishúsum í molum? Daníel Árnason skrifar 21. mars 2024 11:30 Það vakti athygli mína á dögunum að í frétt í Morgunblaðinu ráðlagði lögreglan íbúum í fjölbýlishúsum að huga vel að læsingum á geymslum og velja sér aðra staði til að geyma verðmæti. Það hlýtur að vera vond tilfinning að geta ekki geymt muni sína í eigin geymslu! Í lögum um fjöleignarhús er ekki minnst á öryggi eða aðgangsmál í fjöleignarhúsum. Hlutverk og tilgangur húsfélags er m.a. varðveisla sameignar og að stuðla að því að hagnýting séreignar og sameignar sé ávallt með eðlilegum hætti. Undir ábyrgðarsvið húsfélags falla því sameignarrými innanhúss, tæknirými, s.s. hitakerfi, rafkerfi og fjarskiptakerfi og einnig lóð og bílastæði. Heimilið er griðastaður Í tölfræði frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að skráð innbrot í hverjum mánuði eru að jafnaði 20 - 60 talsins. Innbrot eru því miður allt of algeng og þau sem fyrir því verða fyllast bæði ónotatilfinningu og óöryggi. Við vitum líka að sú röskun sem fylgir innbrotum hefur slæm áhrif á andlega heilsu margra. Með breyttri samfélagsgerð, vaxandi fjölda íbúða í fjölbýli og ólíkri flóru eigenda, er nauðsynlegt að gera ráðstafanir sem tryggja varðveislu eigna og öryggi íbúa. Reynslan sýnir að helstu innbrotaleiðir í fjölbýlishús eru bílageymslur, gluggar og sameignarhurðir. Á fjölmörgum aðalfundum húsfélaga sem eru í þjónustu hjá okkur, ekki síst í nýlegum húsum, kemur þessi umræða upp. Hverjir eru með lykla að sameigninni? Er til yfirlit yfir lykla í umferð? Hvaða lausnir eru í boði? Við vitum að í meðalstóru fjöleignarhúsi er fjöldi fólks með aðgang eða lykil að sameignarrýmum. Það er hins vegar undir hælinn lagt hvort haldin er örugg skrá yfir aðgangslykla í umferð og þá sem hafa aðgangslykil eða annað auðkenni. Aðgangs- og öryggismál komin á dagskrá Hjá fyrirtækjum og stofnunum eru aðgangs- og öryggismál í vaxandi mæli sett í forgang vegna hættu á umgangi óviðkomandi eða óboðinna gesta. Vaxandi fjöldi húsfélaga hefur einnig sett aðgangs- og öryggismál á dagskrá og jafnvel fjárfest í dýrum búnaði. Það er töluvert um að húsfélög leiti til okkar um aðstoð við umsjón og rekstur slíkra kerfa sem eru flókin; bæði í samanburði tilboða, uppsetningu og ekki síður í umsjón og rekstri. Það þarf að ramma þetta ferli vel inn ef húsfélög vilja feta þessa leið. Við bjóðum hlutlausa úttekt og skýrslu, ásamt verðkönnun og eftirliti með uppsetningu, sem og rekstur og umsjón, ef húsfélög vilja fara alla leið í þessum málum og nýta sér faglega ráðgjöf og traust utanumhald. Höfundur er framkvæmdastjóri Eignaumsjónar hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Sjá meira
Það vakti athygli mína á dögunum að í frétt í Morgunblaðinu ráðlagði lögreglan íbúum í fjölbýlishúsum að huga vel að læsingum á geymslum og velja sér aðra staði til að geyma verðmæti. Það hlýtur að vera vond tilfinning að geta ekki geymt muni sína í eigin geymslu! Í lögum um fjöleignarhús er ekki minnst á öryggi eða aðgangsmál í fjöleignarhúsum. Hlutverk og tilgangur húsfélags er m.a. varðveisla sameignar og að stuðla að því að hagnýting séreignar og sameignar sé ávallt með eðlilegum hætti. Undir ábyrgðarsvið húsfélags falla því sameignarrými innanhúss, tæknirými, s.s. hitakerfi, rafkerfi og fjarskiptakerfi og einnig lóð og bílastæði. Heimilið er griðastaður Í tölfræði frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að skráð innbrot í hverjum mánuði eru að jafnaði 20 - 60 talsins. Innbrot eru því miður allt of algeng og þau sem fyrir því verða fyllast bæði ónotatilfinningu og óöryggi. Við vitum líka að sú röskun sem fylgir innbrotum hefur slæm áhrif á andlega heilsu margra. Með breyttri samfélagsgerð, vaxandi fjölda íbúða í fjölbýli og ólíkri flóru eigenda, er nauðsynlegt að gera ráðstafanir sem tryggja varðveislu eigna og öryggi íbúa. Reynslan sýnir að helstu innbrotaleiðir í fjölbýlishús eru bílageymslur, gluggar og sameignarhurðir. Á fjölmörgum aðalfundum húsfélaga sem eru í þjónustu hjá okkur, ekki síst í nýlegum húsum, kemur þessi umræða upp. Hverjir eru með lykla að sameigninni? Er til yfirlit yfir lykla í umferð? Hvaða lausnir eru í boði? Við vitum að í meðalstóru fjöleignarhúsi er fjöldi fólks með aðgang eða lykil að sameignarrýmum. Það er hins vegar undir hælinn lagt hvort haldin er örugg skrá yfir aðgangslykla í umferð og þá sem hafa aðgangslykil eða annað auðkenni. Aðgangs- og öryggismál komin á dagskrá Hjá fyrirtækjum og stofnunum eru aðgangs- og öryggismál í vaxandi mæli sett í forgang vegna hættu á umgangi óviðkomandi eða óboðinna gesta. Vaxandi fjöldi húsfélaga hefur einnig sett aðgangs- og öryggismál á dagskrá og jafnvel fjárfest í dýrum búnaði. Það er töluvert um að húsfélög leiti til okkar um aðstoð við umsjón og rekstur slíkra kerfa sem eru flókin; bæði í samanburði tilboða, uppsetningu og ekki síður í umsjón og rekstri. Það þarf að ramma þetta ferli vel inn ef húsfélög vilja feta þessa leið. Við bjóðum hlutlausa úttekt og skýrslu, ásamt verðkönnun og eftirliti með uppsetningu, sem og rekstur og umsjón, ef húsfélög vilja fara alla leið í þessum málum og nýta sér faglega ráðgjöf og traust utanumhald. Höfundur er framkvæmdastjóri Eignaumsjónar hf.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun