Eiga að koma Íslandi á EM: Steinunn fljót í landsliðið eftir barnsburð en Þórey Anna ekki með Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2024 14:09 Steinunn Björnsdóttir er mætt aftur í íslenska landsliðið. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Arnar Pétursson hefur valið þá leikmenn sem hann treystir á að komi Íslandi í lokakeppni EM kvenna í handbolta þegar undankeppnin klárast í byrjun næsta mánaðar. Á meðal leikmanna sem koma inn í hópinn frá því um síðustu mánaðamót, þegar liðið mætti Svíþjóð í tveimur erfiðum leikjum, er Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, sem eignaðist son þann 18. nóvember. Ísland mætir Lúxemborg ytra miðvikudaginn 3. apríl kl. 16:45 og lýkur undankeppninni á heimaleik við Færeyjar sunnudaginn 7. apríl kl. 16, á Ásvöllum. Frítt er á heimaleikinn í boði Icelandair. Arnar valdi 21 leikmann í hópinn núna og auk Steinunnar koma þær Hafdís Renötudóttir, Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir aftur inn eftir meiðsli. Þá fær nýliðinn Katrín Anna Ásmundsdóttir úr Gróttu sæti í hópnum en auk hennar er Alfa Brá Hagalín úr Fram í hópnum líkt og síðast, án þess að hafa spilað landsleik. Afar nálægt sæti á EM Katla María Magnúsdóttir er meidd og Þórey Anna Ásgeirsdóttir gefur ekki kost á sér. Aldís Ásta Heimisdóttir dettur einnig út úr hópnum sem síðast var valinn. Ísland er á góðri leið með að tryggja sér sæti á EM en tvö efstu liðin í hverjum riðli undankeppninnar komast á EM, auk fjögurra liða af átta með bestan árangur í 3. sæti. Ísland vann Færeyjar á útivelli 28-23, og Lúxemborg heima 32-14, en eftir töpin tvö gegn Svíþjóð er liðið jafnt Færeyjum með fjögur stig, því Færeyjar hafa unnið báða leiki sína við Lúxemborg. Það er því ljóst að Ísland og Færeyjar mætast í úrslitaleik um 2. sæti riðilsins, en mögulega komast bæði lið á EM. Landsliðshópurinn: Markverðir: Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (57/2) Hafdís Renötudóttir, Valur (56/3) Sara Sif Helgadóttir, Valur (9/0) Aðrir leikmenn: Alfa Brá Hagalín, Fram (0/0) Andrea Jakobsen, Silkeborg-Voel (50/75) Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (24/5) Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (50/68) Elín Rósa Magnúsdóttir, Valur (17/39) Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (10/17) Elísa Elíasdóttir, ÍBV (13/11) Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (106/124) Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara (13/10) Katrín Anna Ásmundsdóttir, Grótta (0/0) Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (18/6) Lilja Ágústsdóttir, Valur (22/15) Perla Rut Albertsdóttir, Selfoss (46/85) Steinunn Björnsdóttir, Fram (46/60) Sunna Jónsdóttir, ÍBV (88/64) Thea Imani Sturludóttir, Valur (76/168) Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfoss (2/1) Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (135/391) Landslið kvenna í handbolta Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira
Á meðal leikmanna sem koma inn í hópinn frá því um síðustu mánaðamót, þegar liðið mætti Svíþjóð í tveimur erfiðum leikjum, er Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, sem eignaðist son þann 18. nóvember. Ísland mætir Lúxemborg ytra miðvikudaginn 3. apríl kl. 16:45 og lýkur undankeppninni á heimaleik við Færeyjar sunnudaginn 7. apríl kl. 16, á Ásvöllum. Frítt er á heimaleikinn í boði Icelandair. Arnar valdi 21 leikmann í hópinn núna og auk Steinunnar koma þær Hafdís Renötudóttir, Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir aftur inn eftir meiðsli. Þá fær nýliðinn Katrín Anna Ásmundsdóttir úr Gróttu sæti í hópnum en auk hennar er Alfa Brá Hagalín úr Fram í hópnum líkt og síðast, án þess að hafa spilað landsleik. Afar nálægt sæti á EM Katla María Magnúsdóttir er meidd og Þórey Anna Ásgeirsdóttir gefur ekki kost á sér. Aldís Ásta Heimisdóttir dettur einnig út úr hópnum sem síðast var valinn. Ísland er á góðri leið með að tryggja sér sæti á EM en tvö efstu liðin í hverjum riðli undankeppninnar komast á EM, auk fjögurra liða af átta með bestan árangur í 3. sæti. Ísland vann Færeyjar á útivelli 28-23, og Lúxemborg heima 32-14, en eftir töpin tvö gegn Svíþjóð er liðið jafnt Færeyjum með fjögur stig, því Færeyjar hafa unnið báða leiki sína við Lúxemborg. Það er því ljóst að Ísland og Færeyjar mætast í úrslitaleik um 2. sæti riðilsins, en mögulega komast bæði lið á EM. Landsliðshópurinn: Markverðir: Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (57/2) Hafdís Renötudóttir, Valur (56/3) Sara Sif Helgadóttir, Valur (9/0) Aðrir leikmenn: Alfa Brá Hagalín, Fram (0/0) Andrea Jakobsen, Silkeborg-Voel (50/75) Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (24/5) Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (50/68) Elín Rósa Magnúsdóttir, Valur (17/39) Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (10/17) Elísa Elíasdóttir, ÍBV (13/11) Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (106/124) Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara (13/10) Katrín Anna Ásmundsdóttir, Grótta (0/0) Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (18/6) Lilja Ágústsdóttir, Valur (22/15) Perla Rut Albertsdóttir, Selfoss (46/85) Steinunn Björnsdóttir, Fram (46/60) Sunna Jónsdóttir, ÍBV (88/64) Thea Imani Sturludóttir, Valur (76/168) Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfoss (2/1) Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (135/391)
Landslið kvenna í handbolta Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira