Skynsemi í rekstri Landsbankans Stefán Ólafsson skrifar 19. mars 2024 11:30 Landsbankinn virðist hafa verið betur rekinn undanfarin ár en hinir bankarnir, einkabankinn Arion og Íslandsbanki sem hefur verið að hluta í einkaeigu. Afkoman hefur oft verið betri hjá Landsbankanum og hann hefur verið með langlægsta kostnaðarhlutfallið (sjá hér). Stjórnendur Landsbankans vilja nú styrkja rekstur hans enn frekar, eigendum sínum til hagsbóta, en ríkið á um 98,2% í bankanum. Augljós leið til þess er að kaupa starfandi tryggingafélag (TM) því mikil samlegðaráhrif fylgja því. Það getur bætt rekstur bankans, bætt þjónustuna við viðskiptavini og gert eign ríkisins enn verðmætari og skilað meiri arði í ríkiskassann, til að greiða fyrir sameiginlegar þarfir þjóðarinnar. Þetta hafa bankar erlendis gert og Arion hefur farið þessa leið og stjórnendur Íslandsbanka vildu líka ná að festa kaup á TM. Almælt hefur verið að þetta sé skynsamlegt að gera til að bæta rekstur banka. En Sjálfstæðismenn og Viðreisnarmenn (ESB-deildin í Sjálfstæðisflokknum) eru æfir yfir því að Landsbankinn vilji taka skynsamlega rekstrarlega ákvörðun með kaupum á TM. En sú ákvörðun bankans er samt í fullu samræmi við venjulegan málflutning rekstrarmanna í Sjálfstæðisflokknum og almennt á fjármálamarkaði. Upphlaup á fölskum forsendum Hvers vegna er þá þetta rosalega upphlaup núna í pólitíkinni gegn ákvörðun stjórnenda Landsbankans? Jú það er vegna þess að sjálfgræðismennirnir í Sjálfstæðisflokknum eru með önnur áform en þau að láta rekstur Landsbankans skila góðum árangri á meðan hann er í eigu ríkisins. Þeir vilja koma honum í hendur einkarekinna auðmanna í flokknum - og það sem allra fyrst. Þeir vilja koma tugmilljarða hagnaði bankanna á ári hverju í vasa auðmanna flokksins. Góður árangur Landsbankans í rekstri, eins og verið hefur undanfarin ár, gengur gegn málflutningi Sjálfstæðismanna um að það sé betra og skynsamlegra að bankar séu í einkaeigu. "Ríkið er slæmur eigandi banka", segja þeir. En það er öðru nær. Ríkið er góður eigandi bæði banka og orkufyrirtækja. Það hefur reynslan sýnt. Aldrei hafa verið gerð meiri mistök í rekstri fjármálafyrirtækja hér á landi en eftir að bankarnir voru allir komnir í hendur einkaeigenda árið 2003. Það tók einungis um 5 ár að reka þá alla í þrot! Á leiðinni höfðu þeir náð því að drekkja stórum hluta atvinnulífsins í skuldum vegna ævintýralegs brasks og settu samfélagið næstum á hliðina. Þetta var allt gert til að hámarka gróða hinna nýju eigenda bankanna og annarra braskara. Það var nú öll snillin og "skynsemin". Og svo þurfti ríkið að koma til bjargar þegar allt var komið í óefni í hruninu. Sjálfstæðismenn eru enn á sömu vegferð. Þjóðin þarf að átta sig á því og verjast þessari ásókn sjálfgræðismanna í arðvænlegar eignir þjóðarinnar - hvort sem eru bankar eða orkufyrirtæki. Stefán Ólafsson er prófessor emeritus við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Landsbankinn virðist hafa verið betur rekinn undanfarin ár en hinir bankarnir, einkabankinn Arion og Íslandsbanki sem hefur verið að hluta í einkaeigu. Afkoman hefur oft verið betri hjá Landsbankanum og hann hefur verið með langlægsta kostnaðarhlutfallið (sjá hér). Stjórnendur Landsbankans vilja nú styrkja rekstur hans enn frekar, eigendum sínum til hagsbóta, en ríkið á um 98,2% í bankanum. Augljós leið til þess er að kaupa starfandi tryggingafélag (TM) því mikil samlegðaráhrif fylgja því. Það getur bætt rekstur bankans, bætt þjónustuna við viðskiptavini og gert eign ríkisins enn verðmætari og skilað meiri arði í ríkiskassann, til að greiða fyrir sameiginlegar þarfir þjóðarinnar. Þetta hafa bankar erlendis gert og Arion hefur farið þessa leið og stjórnendur Íslandsbanka vildu líka ná að festa kaup á TM. Almælt hefur verið að þetta sé skynsamlegt að gera til að bæta rekstur banka. En Sjálfstæðismenn og Viðreisnarmenn (ESB-deildin í Sjálfstæðisflokknum) eru æfir yfir því að Landsbankinn vilji taka skynsamlega rekstrarlega ákvörðun með kaupum á TM. En sú ákvörðun bankans er samt í fullu samræmi við venjulegan málflutning rekstrarmanna í Sjálfstæðisflokknum og almennt á fjármálamarkaði. Upphlaup á fölskum forsendum Hvers vegna er þá þetta rosalega upphlaup núna í pólitíkinni gegn ákvörðun stjórnenda Landsbankans? Jú það er vegna þess að sjálfgræðismennirnir í Sjálfstæðisflokknum eru með önnur áform en þau að láta rekstur Landsbankans skila góðum árangri á meðan hann er í eigu ríkisins. Þeir vilja koma honum í hendur einkarekinna auðmanna í flokknum - og það sem allra fyrst. Þeir vilja koma tugmilljarða hagnaði bankanna á ári hverju í vasa auðmanna flokksins. Góður árangur Landsbankans í rekstri, eins og verið hefur undanfarin ár, gengur gegn málflutningi Sjálfstæðismanna um að það sé betra og skynsamlegra að bankar séu í einkaeigu. "Ríkið er slæmur eigandi banka", segja þeir. En það er öðru nær. Ríkið er góður eigandi bæði banka og orkufyrirtækja. Það hefur reynslan sýnt. Aldrei hafa verið gerð meiri mistök í rekstri fjármálafyrirtækja hér á landi en eftir að bankarnir voru allir komnir í hendur einkaeigenda árið 2003. Það tók einungis um 5 ár að reka þá alla í þrot! Á leiðinni höfðu þeir náð því að drekkja stórum hluta atvinnulífsins í skuldum vegna ævintýralegs brasks og settu samfélagið næstum á hliðina. Þetta var allt gert til að hámarka gróða hinna nýju eigenda bankanna og annarra braskara. Það var nú öll snillin og "skynsemin". Og svo þurfti ríkið að koma til bjargar þegar allt var komið í óefni í hruninu. Sjálfstæðismenn eru enn á sömu vegferð. Þjóðin þarf að átta sig á því og verjast þessari ásókn sjálfgræðismanna í arðvænlegar eignir þjóðarinnar - hvort sem eru bankar eða orkufyrirtæki. Stefán Ólafsson er prófessor emeritus við HÍ.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun