Fögnum Degi öldrunar Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 14. mars 2024 11:31 Dagur öldrunar er haldinn í dag í sjötta sinn. Heilbrigð öldrun er málefni sem við viljum öll láta okkur varða. Eldra fólk lifir lengur en áður og er virkara og hraustara en nokkru sinni fyrr. Þjónusta við eldra fólk þarf að þróast í takt við þetta. Gott að eldast komið á skrið Þingsályktunartillaga mín um þróun þjónustu við eldra fólk var samþykkt á Alþingi vorið 2023 og hlaut verkefnið nafnið Gott að eldast. Stjórnvöld taka þar utan um málefni eldra fólks með nýjum hætti. Grunnhugsunin er sú að eldra fólk er ekki byrði á samfélaginu heldur hefur það ótvírætt virði. Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti vinna saman að því að koma verkefninu til framkvæmdar. Útrýmum aldursfordómum Ráðuneyti mitt hefur til dæmis staðið fyrir vitundarvakningu um heilbrigða öldrun í tengslum við Gott að eldast. Með henni er stefnt að því að minnka aldursfordóma og öldrunarfordóma með aukinni þekkingu um heilbrigða öldrun. Í því samhengi er mikilvægt að almenningur hafi gott aðgengi að traustum upplýsingum. Ein af þeim aðgerðum sem ráðist hefur verið í er að útbúa svokallaðan „lífsviðburð“ inn á Ísland.is undir heitinu „Að eldast“. Þar koma fram ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir fólk á þessu skeiði lífsins, allt frá heilsueflingu til tómstundastarfs, og frá fjármálum til heilbrigðisþjónustu. Þar er einnig að finna góð ráð um líkamlega, hugræna og félagslega virkni, afþreyingu og næringu. Ég hvet öll til að kynna sér þessar upplýsingar. Drögum úr félagslegri einangrun Ég hef einnig verið talsmaður þess að draga úr félagslegri einangrun eldra fólks, en vitað er að einmanaleiki rýrir lífsgæði og styttir jafnvel ævina. Ég hef nú gert samning við sex sveitarfélög um stöðugildi svokallaðra tengiráðgjafa. Sveitarfélögin eru öll þátttakendur í þróunarverkefnum um samþætta heimaþjónustu eldra fólks. Um er að ræða starfsmenn sem hafa það verkefni að tengja þá íbúa í samfélaginu sem eru taldir félagslega einangraðir við annað fólk. Um nýjung er að ræða og lögð áhersla á að þróa ný stöðugildi til framtíðar til að takast á við þá áskorun sem einangrun fólks er í nútíma samfélögum. Aukum samskipti kynslóða Að sama skapi hef ég talað fyrir samgangi milli kynslóða, keðjunni sem gengur frá þeim elstu í samfélaginu okkar til þeirra yngstu. Ég varð sjálfur þeirrar gæfu aðnjótandi sem barn að alast upp í daglegum samskiptum við ömmu mína. Samskipti milli kynslóða eru nauðsynleg til að menning og þekking kynslóða flytjist á milli og búa til verðmætan félagsskap. Ekki síst býr aukinn samgangur kynslóðanna til betra velferðarsamfélag sem þarf að rúma okkur öll. Til hamingju með Dag öldrunar. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldri borgarar Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Dagur öldrunar er haldinn í dag í sjötta sinn. Heilbrigð öldrun er málefni sem við viljum öll láta okkur varða. Eldra fólk lifir lengur en áður og er virkara og hraustara en nokkru sinni fyrr. Þjónusta við eldra fólk þarf að þróast í takt við þetta. Gott að eldast komið á skrið Þingsályktunartillaga mín um þróun þjónustu við eldra fólk var samþykkt á Alþingi vorið 2023 og hlaut verkefnið nafnið Gott að eldast. Stjórnvöld taka þar utan um málefni eldra fólks með nýjum hætti. Grunnhugsunin er sú að eldra fólk er ekki byrði á samfélaginu heldur hefur það ótvírætt virði. Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti vinna saman að því að koma verkefninu til framkvæmdar. Útrýmum aldursfordómum Ráðuneyti mitt hefur til dæmis staðið fyrir vitundarvakningu um heilbrigða öldrun í tengslum við Gott að eldast. Með henni er stefnt að því að minnka aldursfordóma og öldrunarfordóma með aukinni þekkingu um heilbrigða öldrun. Í því samhengi er mikilvægt að almenningur hafi gott aðgengi að traustum upplýsingum. Ein af þeim aðgerðum sem ráðist hefur verið í er að útbúa svokallaðan „lífsviðburð“ inn á Ísland.is undir heitinu „Að eldast“. Þar koma fram ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir fólk á þessu skeiði lífsins, allt frá heilsueflingu til tómstundastarfs, og frá fjármálum til heilbrigðisþjónustu. Þar er einnig að finna góð ráð um líkamlega, hugræna og félagslega virkni, afþreyingu og næringu. Ég hvet öll til að kynna sér þessar upplýsingar. Drögum úr félagslegri einangrun Ég hef einnig verið talsmaður þess að draga úr félagslegri einangrun eldra fólks, en vitað er að einmanaleiki rýrir lífsgæði og styttir jafnvel ævina. Ég hef nú gert samning við sex sveitarfélög um stöðugildi svokallaðra tengiráðgjafa. Sveitarfélögin eru öll þátttakendur í þróunarverkefnum um samþætta heimaþjónustu eldra fólks. Um er að ræða starfsmenn sem hafa það verkefni að tengja þá íbúa í samfélaginu sem eru taldir félagslega einangraðir við annað fólk. Um nýjung er að ræða og lögð áhersla á að þróa ný stöðugildi til framtíðar til að takast á við þá áskorun sem einangrun fólks er í nútíma samfélögum. Aukum samskipti kynslóða Að sama skapi hef ég talað fyrir samgangi milli kynslóða, keðjunni sem gengur frá þeim elstu í samfélaginu okkar til þeirra yngstu. Ég varð sjálfur þeirrar gæfu aðnjótandi sem barn að alast upp í daglegum samskiptum við ömmu mína. Samskipti milli kynslóða eru nauðsynleg til að menning og þekking kynslóða flytjist á milli og búa til verðmætan félagsskap. Ekki síst býr aukinn samgangur kynslóðanna til betra velferðarsamfélag sem þarf að rúma okkur öll. Til hamingju með Dag öldrunar. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun