Bræðurnir spila sinn fyrsta landsleik: „Gott að geta rifist aftur“ Sindri Sverrisson skrifar 14. mars 2024 08:00 Bræðurnir Arnór Snær Óskarsson og Benedikt Gunnar Óskarsson á fyrstu landsliðsæfingunni í Grikklandi í vikunni. Instagram/@hsi_iceland Benedikt Gunnar Óskarsson átti sannkallaðan draumadag á laugardag þegar hann varð bikarmeistari í handbolta, skoraði 17 mörk í úrslitaleiknum og var svo boðinn velkominn í landsliðið strax eftir leik. Bróðir hans, Arnór Snær, er einnig mættur til Aþenu þar sem þeir munu spila sína fyrstu landsleiki gegn Grikklandi á næstu dögum. Fyrri leikurinn við Grikki er á morgun en sá seinni á laugardaginn. Benedikt og Arnór voru samherjar hjá Val og léku þar undir stjórn núverandi landsliðsþjálfara, Snorra Steins Guðjónssonar, áður en Arnór fór í atvinnumennsku til Þýskalands síðasta sumar. Þeir voru ekki í upphaflega landsliðshópnum sem Snorri valdi fyrir leikina við Grikki og fengu því gleðitíðindin seinna en aðrir – Benedikt á laugardag og Arnór á mánudaginn. „Held ég hafi ekki verið hærra uppi“ „Ég var að spila í Höllinni og hitti svo Snorra eftir leikinn og hann óskaði mér til hamingju, og sagði mér að ég væri að fara með honum til Grikklands,“ segir Benedikt sem hafði sett met með því að skora sautján mörk í úrslitaleiknum gegn ÍBV, þegar hann fékk svo að vita að hann væri kominn í landsliðið. „Ég held ég hafi ekki verið hærra uppi. Þetta er alltaf markmiðið en ég bjóst kannski ekki við þessu núna. En mann langaði alltaf að vera hérna.“ Arnór hefur undanfarið leikið undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá Gummersbach í Þýskalandi. Hann var valinn í landsliðið fyrir leiki við Tékka fyrir ári síðan en kom ekkert við sögu þá, svo nú er komið að hans fyrstu landsleikjum. „Á sunnudaginn var leikur hjá mér með Gummersbach og ég var svo á æfingu á mánudeginum, búinn að kaupa mér flug heim til Íslands í helgarferð, þegar Guðjón hringdi í mig og sagði að ég væri ekkert á leiðinni heim heldur til Grikklands. Snorri hringdi svo í mig og ég fór beint upp í vél. Það hefur alltaf verið draumur hjá manni að spila fyrir landsliðið þannig að maður var mjög glaður að fá símtalið. Svo þegar maður er mættur hingað þá er það alvöru „reality check“, að vera mættur með öllum strákunum. Ógeðslega gaman,“ segir Arnór. „Stoltur stóri bróðir“ Bræðurnir njóta þess að vera saman á ný og Arnór kveðst ekki hafa fundið neina afbrýðisemi þó að litli bróðir hans væri valinn í landsliðið tveimur dögum fyrr en hann. „Ég var bara stoltur fyrir hans hönd. Þetta er ekkert keppni á milli okkar um hvor verði á undan í landsliðið, þó að það væri vissulega gaman að fara á sama tíma og spila með honum, eins og við erum að gera núna. En ég er fyrst og fremst stoltur stóri bróðir, hann hendir í 17 mörk og verður bikarmeistari, og er svo valinn í landsliðið,“ segir Arnór. „Það er langt síðan að ég hitti Benna svo það er gott að geta spjallað aftur og farið að rífast aftur eins og við gerðum í Valsheimilinu,“ bætir hann við og Benedikt er sama sinnis. „Við getum rifist vel á æfingum en erum bara eðlilegir hérna inni á hóteli,“ segir hann léttur. Landslið karla í handbolta Valur Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Sjá meira
Fyrri leikurinn við Grikki er á morgun en sá seinni á laugardaginn. Benedikt og Arnór voru samherjar hjá Val og léku þar undir stjórn núverandi landsliðsþjálfara, Snorra Steins Guðjónssonar, áður en Arnór fór í atvinnumennsku til Þýskalands síðasta sumar. Þeir voru ekki í upphaflega landsliðshópnum sem Snorri valdi fyrir leikina við Grikki og fengu því gleðitíðindin seinna en aðrir – Benedikt á laugardag og Arnór á mánudaginn. „Held ég hafi ekki verið hærra uppi“ „Ég var að spila í Höllinni og hitti svo Snorra eftir leikinn og hann óskaði mér til hamingju, og sagði mér að ég væri að fara með honum til Grikklands,“ segir Benedikt sem hafði sett met með því að skora sautján mörk í úrslitaleiknum gegn ÍBV, þegar hann fékk svo að vita að hann væri kominn í landsliðið. „Ég held ég hafi ekki verið hærra uppi. Þetta er alltaf markmiðið en ég bjóst kannski ekki við þessu núna. En mann langaði alltaf að vera hérna.“ Arnór hefur undanfarið leikið undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá Gummersbach í Þýskalandi. Hann var valinn í landsliðið fyrir leiki við Tékka fyrir ári síðan en kom ekkert við sögu þá, svo nú er komið að hans fyrstu landsleikjum. „Á sunnudaginn var leikur hjá mér með Gummersbach og ég var svo á æfingu á mánudeginum, búinn að kaupa mér flug heim til Íslands í helgarferð, þegar Guðjón hringdi í mig og sagði að ég væri ekkert á leiðinni heim heldur til Grikklands. Snorri hringdi svo í mig og ég fór beint upp í vél. Það hefur alltaf verið draumur hjá manni að spila fyrir landsliðið þannig að maður var mjög glaður að fá símtalið. Svo þegar maður er mættur hingað þá er það alvöru „reality check“, að vera mættur með öllum strákunum. Ógeðslega gaman,“ segir Arnór. „Stoltur stóri bróðir“ Bræðurnir njóta þess að vera saman á ný og Arnór kveðst ekki hafa fundið neina afbrýðisemi þó að litli bróðir hans væri valinn í landsliðið tveimur dögum fyrr en hann. „Ég var bara stoltur fyrir hans hönd. Þetta er ekkert keppni á milli okkar um hvor verði á undan í landsliðið, þó að það væri vissulega gaman að fara á sama tíma og spila með honum, eins og við erum að gera núna. En ég er fyrst og fremst stoltur stóri bróðir, hann hendir í 17 mörk og verður bikarmeistari, og er svo valinn í landsliðið,“ segir Arnór. „Það er langt síðan að ég hitti Benna svo það er gott að geta spjallað aftur og farið að rífast aftur eins og við gerðum í Valsheimilinu,“ bætir hann við og Benedikt er sama sinnis. „Við getum rifist vel á æfingum en erum bara eðlilegir hérna inni á hóteli,“ segir hann léttur.
Landslið karla í handbolta Valur Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik