Fjölbreyttar raddir borgarasamfélagsins - forsenda sjálfbærrar þróunar Eva Harðardóttir og Vala Karen Viðarsdóttir skrifa 13. mars 2024 13:30 Um mitt síðasta ár fóru íslensk stjórnvöld þess á leit við Félag Sameinuðu þjóðanna (FSÞ) á Íslandi að virkja rödd borgarasamfélagsins um stöðu og innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Óhætt er að segja að áhugi og þátttaka hafi farið fram úr björtustu vonum en rúmlega 75 frjáls félagasamtök lýstu yfir áhuga á þátttöku í ferlinu. Að endingu tóku 55 félög þátt í vinnu sem skilaði sér í landrýniskýrslu borgarasamfélagsins samhliða opinberri rýni á sama efni. Samráð svo margra félagasamtaka hlýtur að teljast met en þrátt fyrir fjöldann gekk vinnan snuðrulaust fyrir sig. Reglulegir rafrænir vinnufundir tóku fljótt á sig form lýðræðislegra skoðanaskipta þar sem fólk í forsvari fyrir ólík félagasamtök ræddi saman af mikilli og fjölbreyttri þekkingu um sjálfbæra þróun. Í vinnunni var lagt mat á það sem vel hefur tekist til í íslensku samfélagi ásamt því að reifa nauðsynlegar aðgerðir til úrbóta. Þegar svo mörg samtök koma saman til að rýna íslenskt samfélag út frá heimsmarkmiðunum 17 verður til djúpur og dýrmætur spegill á samtímann. Í óformlegri könnun sem Félag Sameinuðu þjóðanna sendi út til allra þátttakenda mátti greina mikla jákvæðni með vettvanginn og samstarfið í heild. Flest félagasamtökin þekktu til heimsmarkmiðanna í upphafi samstarfsins en töldu jafnframt að vettvangurinn hefði aukið víðsýni þeirra og þekkingu á málefnum sjálfbærrar þróunar. Mikill meirihluti aðspurðra taldi vettvanginn sérlega mikilvægan til þess að varpa ljósi á raunverulega upplifun borgaranna en töluvert bar í milli á stöðumati stjórnvalda og borgarasamfélagsins líkt og lesa má um í skýrslunni. Jákvæð reynsla þátttakenda af samráðsferlinu og niðurstöður þess benda með skýrum hætti til þess mikilvæga hlutverks sem borgarasamfélagið vill og ætti að gegna þegar kemur að því að leiða og leggja mat á stöðu sjálfbærni hér á landi. Við skorum því á íslensk stjórnvöld að tryggja til lengri tíma samráðsvettvang borgarasamfélagsins á Íslandi en ljóst er að slíkan vettvang má nýta til að skerpa verulega á reglubundnu samtali og samvinnu milli almennings og stjórnvalda. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) og Evrópuvakt heimsmarkmiðanna hafa lagt aukna áherslu á að tryggja aðkomu og aðild borgara að innleiðingu og árangursmati heimsmarkmiðanna. Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi er tilbúið að leiða slíkan borgaralegan vettvang áfram með áherslu á opna lýðræðislega samræðu þar sem fjölbreyttar skoðanir fá notið sín á sama tíma og leitast er eftir sameiginlegum lausnum fyrir sjálfbært Ísland. Eva Harðardóttir, formaður FSÞ á Íslandi Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri FSÞ á Íslandi Alexandra Ýr van Erven, Landssamtök íslenskra stúdenta Anna Berg Samúelsdóttir, Dýraverndarsamband Íslands Anna Lára Steindal, Landssamtökin Þroskahjálp Alma Ýr Ingólfsdóttir, ÖBÍ réttindasamtök Benedikt Traustason, Landvarðafélag Íslands Berglind Gunnarsdóttir Strandberg, Foreldrahús Birna Þórarinsdóttir, UNICEF á Íslandi Elfa Dögg Leifsdóttir, Rauði Krossinn á Íslandi Elínborg Kolbeinsdóttir, Hennar rödd Eva Magnúsdóttir, FKA Guðrún Schmidt, Landvernd Helga Björg Steinþórsdóttir, FKA Helga Hvanndal Björnsdóttir, Landvarðafélag Íslands Hjördís Ýrr Skúladóttir, MS-félag Íslands Hlynur Gauti Sigurðsson, Bændasamtök Íslands Hlöðver Stefán Þorgeirsson, Vatns- og fráveitufélag Íslands Katrín Kemp Stefánsdóttir, Skátarnir Kristjana Fenger, Rauði Krossinn á Íslandi Sigrún Birna Björnsdóttir, Kennarasamband Íslands Sigurður Sigurðsson, Heimili og skóli Stella Samúelsdóttir, UN Women á Íslandi Sædís Ósk Helgadóttir, Skátarnir Sölvi Rúnar Vignisson, Hið íslenska náttúrufræðifélag Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Um mitt síðasta ár fóru íslensk stjórnvöld þess á leit við Félag Sameinuðu þjóðanna (FSÞ) á Íslandi að virkja rödd borgarasamfélagsins um stöðu og innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Óhætt er að segja að áhugi og þátttaka hafi farið fram úr björtustu vonum en rúmlega 75 frjáls félagasamtök lýstu yfir áhuga á þátttöku í ferlinu. Að endingu tóku 55 félög þátt í vinnu sem skilaði sér í landrýniskýrslu borgarasamfélagsins samhliða opinberri rýni á sama efni. Samráð svo margra félagasamtaka hlýtur að teljast met en þrátt fyrir fjöldann gekk vinnan snuðrulaust fyrir sig. Reglulegir rafrænir vinnufundir tóku fljótt á sig form lýðræðislegra skoðanaskipta þar sem fólk í forsvari fyrir ólík félagasamtök ræddi saman af mikilli og fjölbreyttri þekkingu um sjálfbæra þróun. Í vinnunni var lagt mat á það sem vel hefur tekist til í íslensku samfélagi ásamt því að reifa nauðsynlegar aðgerðir til úrbóta. Þegar svo mörg samtök koma saman til að rýna íslenskt samfélag út frá heimsmarkmiðunum 17 verður til djúpur og dýrmætur spegill á samtímann. Í óformlegri könnun sem Félag Sameinuðu þjóðanna sendi út til allra þátttakenda mátti greina mikla jákvæðni með vettvanginn og samstarfið í heild. Flest félagasamtökin þekktu til heimsmarkmiðanna í upphafi samstarfsins en töldu jafnframt að vettvangurinn hefði aukið víðsýni þeirra og þekkingu á málefnum sjálfbærrar þróunar. Mikill meirihluti aðspurðra taldi vettvanginn sérlega mikilvægan til þess að varpa ljósi á raunverulega upplifun borgaranna en töluvert bar í milli á stöðumati stjórnvalda og borgarasamfélagsins líkt og lesa má um í skýrslunni. Jákvæð reynsla þátttakenda af samráðsferlinu og niðurstöður þess benda með skýrum hætti til þess mikilvæga hlutverks sem borgarasamfélagið vill og ætti að gegna þegar kemur að því að leiða og leggja mat á stöðu sjálfbærni hér á landi. Við skorum því á íslensk stjórnvöld að tryggja til lengri tíma samráðsvettvang borgarasamfélagsins á Íslandi en ljóst er að slíkan vettvang má nýta til að skerpa verulega á reglubundnu samtali og samvinnu milli almennings og stjórnvalda. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) og Evrópuvakt heimsmarkmiðanna hafa lagt aukna áherslu á að tryggja aðkomu og aðild borgara að innleiðingu og árangursmati heimsmarkmiðanna. Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi er tilbúið að leiða slíkan borgaralegan vettvang áfram með áherslu á opna lýðræðislega samræðu þar sem fjölbreyttar skoðanir fá notið sín á sama tíma og leitast er eftir sameiginlegum lausnum fyrir sjálfbært Ísland. Eva Harðardóttir, formaður FSÞ á Íslandi Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri FSÞ á Íslandi Alexandra Ýr van Erven, Landssamtök íslenskra stúdenta Anna Berg Samúelsdóttir, Dýraverndarsamband Íslands Anna Lára Steindal, Landssamtökin Þroskahjálp Alma Ýr Ingólfsdóttir, ÖBÍ réttindasamtök Benedikt Traustason, Landvarðafélag Íslands Berglind Gunnarsdóttir Strandberg, Foreldrahús Birna Þórarinsdóttir, UNICEF á Íslandi Elfa Dögg Leifsdóttir, Rauði Krossinn á Íslandi Elínborg Kolbeinsdóttir, Hennar rödd Eva Magnúsdóttir, FKA Guðrún Schmidt, Landvernd Helga Björg Steinþórsdóttir, FKA Helga Hvanndal Björnsdóttir, Landvarðafélag Íslands Hjördís Ýrr Skúladóttir, MS-félag Íslands Hlynur Gauti Sigurðsson, Bændasamtök Íslands Hlöðver Stefán Þorgeirsson, Vatns- og fráveitufélag Íslands Katrín Kemp Stefánsdóttir, Skátarnir Kristjana Fenger, Rauði Krossinn á Íslandi Sigrún Birna Björnsdóttir, Kennarasamband Íslands Sigurður Sigurðsson, Heimili og skóli Stella Samúelsdóttir, UN Women á Íslandi Sædís Ósk Helgadóttir, Skátarnir Sölvi Rúnar Vignisson, Hið íslenska náttúrufræðifélag
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun