Velkomnir Svíar Þórir Guðmundsson skrifar 7. mars 2024 10:15 Með inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið í dag styrkist varnarsamstarf vestrænna þjóða miklu meir en mætti halda við fjölgun um eina aðildarþjóð, úr 31 í 32. Öryggi Eystrasaltsþjóðanna þriggja eykst verulega með formlegu varnarsamstarfi við tvær öflugar vinaþjóðir í norðri, Finna og Svía. Og nú eru Norrænu ríkin öll saman í varnarbandalagi. Svíar hafa í raun tekið síaukinn þátt í varnarsamstarfi á vegum NATO undanfarin misseri í aðdraganda aðildarinnar. En formleg aðildi skiptir máli því þá virkjast fimmta grein stofnsáttmála bandalagsins um að árás á einn sé árás á alla. Eftir að Sovétríkin hrundu 1991var Rússum á margan hátt tekið opnum örmum af samfélagi vestrænna þjóða. Ásamt með öðrum Austur-Evrópuríkjum tók Rússland þátt í formlegu samstarfi við NATO, samstarfi í þágu friðar, og frá 1997 tók Rússlandsforseti þátt í G-8 fundum valdamestu ríkja heims. Flest NATO ríki töldu sig geta andað léttar og varið fjármunum til aukinnar uppbyggingar heima fyrir fremur en í vopn. En svo hrönnuðust upp óveðursský í austri. Í vel á annan áratug hefur stjórn Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta sýnt klærnar gagnvart löndum sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum eða Rússlandi keisaratímans. Um það vitna innrásir í Georgíu 2008 og Úkraínu 2014. Eftir hina misheppnuðu allsherjarinnrás í Úkraínu 24. febrúar 2022 hafa rússnesk stjórnvöld dælt fjármunum í herinn sem aldrei fyrr í því skyni að koma í veg fyrir niðurlægjandi ósigur. Efnahagslífið snýst nú um stríðsreksturinn og er farið að líkjast á vissan hátt gamla sovéska hagkerfinu, með mikilli framleiðslu og lítilli neyslu - en töluverðri getu til að heyja stríð. Eystrasaltsþjóðirnar þrjár - Eistland, Lettland og Litháen - þreytast ekki við að benda bandamönnum sínum í NATO á hættuna sem stafar af Rússum. Æðstu ráðamenn í Moskvu tala vart lengur undir rós þegar þeir ógna þessum fámennu þjóðum. Þær hafa notið sjálfstæðis síðastliðna þrjá áratugi og ætla ekki að missa það aftur. Í Eistlandi efast ráðamenn ekkert um vilja Rússa til að fara gegn sínum gömlu nýlendum, en telja að þeir hafi varla getu til þess fyrr en eftir þrjú til fimm ár. Við þær aðstæður er innganga Svía í Atlantshafsbandalagið Eystrasaltsþjóðunum gífurlegur styrkur. Til viðbótar landbrúnni yfir til NATO-ríkjanna á meginlandi Evrópu í gegnum svokallað Suwalki-hlið til suðurs geta þau nú einnig reitt sig á stuðning Finna og Svía úr norðri. Athafnarými Rússa í Eystrasaltinu þrengist svo um munar. Til staðfestingar ætlun sinni að verja Eystrasaltsríkin árásum ráðgera Svíar að senda herlið til Lettlands undir merkjum Atlantshafsbandalagsins. Með öflugri vörnum heima fyrir og fjölgun bandamanna í nánasta umhverfi telja Eystrasaltsþjóðirnar þrjár sig mega vona að gamla heimsveldið í austri hugsi sig um tvisvar, og jafnvel þrisvar, áður en það rennir aftur hýru auga til þeirra. Á norðurslóðum styrkist varnarsamstarf norrænna ríkja enn meir. Ekki er lengur stór hvít eyða á NATO-kortinu þar sem Svíþjóð er. Samanlagt eiga Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland 230 orrustuflugvélar, fleiri en til dæmis Bretar og Þjóðverjar einir. Sænskir flugmenn hafa þegar æft lendingar Gripen orrustuflugvéla á finnskum vegum, sem sýnir hvort tveggja, hversu náið norrænt varnarsamstarf er nú þegar og hversu mikilvægt það er fyrir Finna að hafa Svía sér að baki sem formlega bandamenn ef til átaka kemur á 1.340 kílómetra landamærunum við Rússland. Biðin eftir inngöngu Svía hefur verið löng og tekið á taugar margra. Með henni sýna vestræn lönd samtakamátt á tímum vaxandi viðsjár. Árásarstríð Rússa í Úkraínu, sem hefur kostað hundruð þúsunda manna lífið, minnir á það hvað er í húfi. Margir munu því anda því léttar þegar gengið hefur verið frá skjölunum sem staðfesta aðild Svíþjóðar í Washington í dag. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Guðmundsson NATO Svíþjóð Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Með inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið í dag styrkist varnarsamstarf vestrænna þjóða miklu meir en mætti halda við fjölgun um eina aðildarþjóð, úr 31 í 32. Öryggi Eystrasaltsþjóðanna þriggja eykst verulega með formlegu varnarsamstarfi við tvær öflugar vinaþjóðir í norðri, Finna og Svía. Og nú eru Norrænu ríkin öll saman í varnarbandalagi. Svíar hafa í raun tekið síaukinn þátt í varnarsamstarfi á vegum NATO undanfarin misseri í aðdraganda aðildarinnar. En formleg aðildi skiptir máli því þá virkjast fimmta grein stofnsáttmála bandalagsins um að árás á einn sé árás á alla. Eftir að Sovétríkin hrundu 1991var Rússum á margan hátt tekið opnum örmum af samfélagi vestrænna þjóða. Ásamt með öðrum Austur-Evrópuríkjum tók Rússland þátt í formlegu samstarfi við NATO, samstarfi í þágu friðar, og frá 1997 tók Rússlandsforseti þátt í G-8 fundum valdamestu ríkja heims. Flest NATO ríki töldu sig geta andað léttar og varið fjármunum til aukinnar uppbyggingar heima fyrir fremur en í vopn. En svo hrönnuðust upp óveðursský í austri. Í vel á annan áratug hefur stjórn Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta sýnt klærnar gagnvart löndum sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum eða Rússlandi keisaratímans. Um það vitna innrásir í Georgíu 2008 og Úkraínu 2014. Eftir hina misheppnuðu allsherjarinnrás í Úkraínu 24. febrúar 2022 hafa rússnesk stjórnvöld dælt fjármunum í herinn sem aldrei fyrr í því skyni að koma í veg fyrir niðurlægjandi ósigur. Efnahagslífið snýst nú um stríðsreksturinn og er farið að líkjast á vissan hátt gamla sovéska hagkerfinu, með mikilli framleiðslu og lítilli neyslu - en töluverðri getu til að heyja stríð. Eystrasaltsþjóðirnar þrjár - Eistland, Lettland og Litháen - þreytast ekki við að benda bandamönnum sínum í NATO á hættuna sem stafar af Rússum. Æðstu ráðamenn í Moskvu tala vart lengur undir rós þegar þeir ógna þessum fámennu þjóðum. Þær hafa notið sjálfstæðis síðastliðna þrjá áratugi og ætla ekki að missa það aftur. Í Eistlandi efast ráðamenn ekkert um vilja Rússa til að fara gegn sínum gömlu nýlendum, en telja að þeir hafi varla getu til þess fyrr en eftir þrjú til fimm ár. Við þær aðstæður er innganga Svía í Atlantshafsbandalagið Eystrasaltsþjóðunum gífurlegur styrkur. Til viðbótar landbrúnni yfir til NATO-ríkjanna á meginlandi Evrópu í gegnum svokallað Suwalki-hlið til suðurs geta þau nú einnig reitt sig á stuðning Finna og Svía úr norðri. Athafnarými Rússa í Eystrasaltinu þrengist svo um munar. Til staðfestingar ætlun sinni að verja Eystrasaltsríkin árásum ráðgera Svíar að senda herlið til Lettlands undir merkjum Atlantshafsbandalagsins. Með öflugri vörnum heima fyrir og fjölgun bandamanna í nánasta umhverfi telja Eystrasaltsþjóðirnar þrjár sig mega vona að gamla heimsveldið í austri hugsi sig um tvisvar, og jafnvel þrisvar, áður en það rennir aftur hýru auga til þeirra. Á norðurslóðum styrkist varnarsamstarf norrænna ríkja enn meir. Ekki er lengur stór hvít eyða á NATO-kortinu þar sem Svíþjóð er. Samanlagt eiga Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland 230 orrustuflugvélar, fleiri en til dæmis Bretar og Þjóðverjar einir. Sænskir flugmenn hafa þegar æft lendingar Gripen orrustuflugvéla á finnskum vegum, sem sýnir hvort tveggja, hversu náið norrænt varnarsamstarf er nú þegar og hversu mikilvægt það er fyrir Finna að hafa Svía sér að baki sem formlega bandamenn ef til átaka kemur á 1.340 kílómetra landamærunum við Rússland. Biðin eftir inngöngu Svía hefur verið löng og tekið á taugar margra. Með henni sýna vestræn lönd samtakamátt á tímum vaxandi viðsjár. Árásarstríð Rússa í Úkraínu, sem hefur kostað hundruð þúsunda manna lífið, minnir á það hvað er í húfi. Margir munu því anda því léttar þegar gengið hefur verið frá skjölunum sem staðfesta aðild Svíþjóðar í Washington í dag. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar