Viðskipti innlent

„Al­gjör forsendubrestur í við­skipta­sam­bandi okkar við Wok On“

Árni Sæberg skrifar
Brynjólfur J. Baldursson, til hægri, ásamt Valgarð Sörensen í Gróðurhúsinu.
Brynjólfur J. Baldursson, til hægri, ásamt Valgarð Sörensen í Gróðurhúsinu. Baldur Kristjáns

Forsvarsmaður Gróðurhússins í Hveragerði segir að unnið sé að því að slíta viðskiptasambandi við veitingastaðinn Wok On, sem er í mathöll Gróðurhússins. Staðnum var lokað í gær í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu.

„Það hefur orðið algjör forsendubrestur í viðskiptasambandi okkar við Wok On og lögmenn félagsins hafa hafið vinnu við að slíta sambandinu,“ segir Brynjólfur Jón Baldursson, forsvarsmaður og einn eigenda Gróðurhússins, í samtali við Vísi.

Wok On í Hveragerði var einn fjölmargra veitinga- og gististaða í eigu Davíðs Viðarssonar, sem lokað var í gær. Aðgerðirnar voru einar þær umfangsmestu sem ráðist hefur verið í hér á landi. Krónan reið á vaðið strax í gær og sleit öllu samstarfi við Wok On.

Líklega bolað út úr annarri mathöll

Mbl.is greindi frá því í morgun að forsvarsmenn Mathallarinnar Höfða skoðuðu nú samning sinn við Wok On og íhugaði næstu skref í ljósi stöðunnar.

Haft er eftir Sól­veigu And­er­sen, einum eig­end­a mat­hall­ar­inn­ar, að málið hefði komið eins og þruma úr heiðskýru lofti í gær og engin ákvörðun hefði enn verið tekin. Málið væri þó skoðað alvarlega.


Tengdar fréttir

Átta handteknir og tugir taldir þolendur mansals

Lögreglan handtók átta einstaklinga í umfangsmiklum aðgerðum sínum í gær sem teygðu anga sína frá höfuðborgarsvæðinu til Suðurnesja, Suðurlands og Norðurlands. Meintir þolendur mansals telja nokkra tugi.

Rekstur Davíðs Viðarssonar: Áralöng saga gruggugrar starfsemi

Veitingastaðurinn Pho Víetnam á Suðurlandsbraut fékk tvo af fimm mögulegum í einkunn frá Heilbrigðiseftirlitinu í heimsókn þess árið 2019. Staðurinn hét þá Vietnam Restaurant en var í eigu Davíðs Viðarssonar. Tæpum fimm árum síðar hafði heilbrigðiseftirlitið enn verri sögu að segja af staðnum sem hélst þó opinn þar til í gær þegar lögregla réðist í umfangsmiklar aðgerðir. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×