Endurvekjum rannsóknarnefnd almannavarna Bryndís Haraldsdóttir skrifar 6. mars 2024 06:31 Á dögunum lagði ég fram frumvarp um rannsóknarnefnd almannavarna. Með frumvarpinu er lagt til að rannsóknarnefnd almannavarna verði að nýju tekin upp í lög um almannavarnir. Á málinu eru ásamt mér meðflutningsmenn úr flestum flokkum á Alþingi og því um þverpólitískt mál að ræða. Rannsóknarnefnd almannavarna var sett á fót með lögum um almannavarnir, nr. 82/2008, en var lögð niður með lögum nr. 39/2022. Þá hafði rannsóknarnefnd almannavarna verið virkjuð einu sinni og var það í kjölfar mikils óveðurs sem skall á í desember 2019. Markmið laga um almannavarnir er að undirbúa, skipuleggja og framkvæma ráðstafanir sem miða að því að koma í veg fyrir og takmarka að almenningur verði fyrir líkams- eða heilsutjóni eða umhverfi eða eignir verði fyrir tjóni, af völdum náttúruhamfara eða af mannavöldum, farsótta eða hernaðaraðgerða eða af öðrum ástæðum og veita líkn í nauð og aðstoð vegna tjóns sem hugsanlega kann að verða eða hefur orðið. Á undanförnum árum hefur hlutverk, verksvið og ábyrgð almannavarna í íslensku samfélagi orðið æ veigameiri í ljósi heimsfaraldurs COVID-19 og jarðhræringa á Reykjanesskaga. Í ljósi þess óvissutímabils sem nú er hafið á skaganum og vísindamenn spá að geti jafnvel varað í áratugi eða árhundruð er ljóst að almannavarnir munu áfram skipta þjóðina verulegu máli í náinni framtíð enda kallar langvarandi almannavarnaástand á öflugar almannavarnir. Hlutverk rannsóknarnefndar almannavarna var, í gildistíð eldri laga, að rýna og meta framkvæmd almannavarnaaðgerða þannig að draga mætti lærdóm af reynslunni og stuðla með þeim hætti að umbótum. Með því fyrirkomulagi var ætlunin að koma í veg fyrir að framkvæmdarvaldið rannsakaði eigin aðgerðir eða þeirra aðila sem störfuðu á ábyrgðarsviði þess. Til þess að tryggja að markmið um að fullnægjandi rannsókn ætti sér stað var í stað rannsóknarnefndar almannavarna í lögum nr. 39/2022 kveðið á um skyldu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra til að halda rýnifundi eftir að almannavarnastigi væri aflétt með fulltrúum viðbragðsaðila sem hefðu tekið þátt í aðgerðum, rita fundargerðir um þá rýnifundi og ábyrgð ríkislögreglustjóra á að fylgja eftir úrbótum sem lagðar eru til á slíkum fundum. Það er mín skoðun að það skjóti skökku við að almannavarnadeild ríkislögreglustjóra rannsaki eigin aðgerðir líkt og tilgangur eldri laga var að koma í veg fyrir. Tel ég að betur færi á því að óháður utanaðkomandi aðili rýni ákvarðanir og aðgerðir almannavarna. Í því samhengi legg ég til að horft sé til framkvæmdar rannsóknarnefndar samgönguslysa sem hefur sýnt sig að skili góðum árangri. Því leggja flutningsmenn frumvarpsins til að rannsóknarnefnd almannavarna verði endurvakin. Nefndin skal gera tillögur til viðbragðsaðila og stjórnvalda um úrbætur innan kerfisins. Nefndin skal starfa sjálfstætt og rannsaka viðbrögð viðbragðsaðila að loknu hættuástandi og skila skýrslu um niðurstöður nefndarinnar til ráðherra, ríkislögreglustjóra og Alþingis. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Almannavarnir Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Á dögunum lagði ég fram frumvarp um rannsóknarnefnd almannavarna. Með frumvarpinu er lagt til að rannsóknarnefnd almannavarna verði að nýju tekin upp í lög um almannavarnir. Á málinu eru ásamt mér meðflutningsmenn úr flestum flokkum á Alþingi og því um þverpólitískt mál að ræða. Rannsóknarnefnd almannavarna var sett á fót með lögum um almannavarnir, nr. 82/2008, en var lögð niður með lögum nr. 39/2022. Þá hafði rannsóknarnefnd almannavarna verið virkjuð einu sinni og var það í kjölfar mikils óveðurs sem skall á í desember 2019. Markmið laga um almannavarnir er að undirbúa, skipuleggja og framkvæma ráðstafanir sem miða að því að koma í veg fyrir og takmarka að almenningur verði fyrir líkams- eða heilsutjóni eða umhverfi eða eignir verði fyrir tjóni, af völdum náttúruhamfara eða af mannavöldum, farsótta eða hernaðaraðgerða eða af öðrum ástæðum og veita líkn í nauð og aðstoð vegna tjóns sem hugsanlega kann að verða eða hefur orðið. Á undanförnum árum hefur hlutverk, verksvið og ábyrgð almannavarna í íslensku samfélagi orðið æ veigameiri í ljósi heimsfaraldurs COVID-19 og jarðhræringa á Reykjanesskaga. Í ljósi þess óvissutímabils sem nú er hafið á skaganum og vísindamenn spá að geti jafnvel varað í áratugi eða árhundruð er ljóst að almannavarnir munu áfram skipta þjóðina verulegu máli í náinni framtíð enda kallar langvarandi almannavarnaástand á öflugar almannavarnir. Hlutverk rannsóknarnefndar almannavarna var, í gildistíð eldri laga, að rýna og meta framkvæmd almannavarnaaðgerða þannig að draga mætti lærdóm af reynslunni og stuðla með þeim hætti að umbótum. Með því fyrirkomulagi var ætlunin að koma í veg fyrir að framkvæmdarvaldið rannsakaði eigin aðgerðir eða þeirra aðila sem störfuðu á ábyrgðarsviði þess. Til þess að tryggja að markmið um að fullnægjandi rannsókn ætti sér stað var í stað rannsóknarnefndar almannavarna í lögum nr. 39/2022 kveðið á um skyldu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra til að halda rýnifundi eftir að almannavarnastigi væri aflétt með fulltrúum viðbragðsaðila sem hefðu tekið þátt í aðgerðum, rita fundargerðir um þá rýnifundi og ábyrgð ríkislögreglustjóra á að fylgja eftir úrbótum sem lagðar eru til á slíkum fundum. Það er mín skoðun að það skjóti skökku við að almannavarnadeild ríkislögreglustjóra rannsaki eigin aðgerðir líkt og tilgangur eldri laga var að koma í veg fyrir. Tel ég að betur færi á því að óháður utanaðkomandi aðili rýni ákvarðanir og aðgerðir almannavarna. Í því samhengi legg ég til að horft sé til framkvæmdar rannsóknarnefndar samgönguslysa sem hefur sýnt sig að skili góðum árangri. Því leggja flutningsmenn frumvarpsins til að rannsóknarnefnd almannavarna verði endurvakin. Nefndin skal gera tillögur til viðbragðsaðila og stjórnvalda um úrbætur innan kerfisins. Nefndin skal starfa sjálfstætt og rannsaka viðbrögð viðbragðsaðila að loknu hættuástandi og skila skýrslu um niðurstöður nefndarinnar til ráðherra, ríkislögreglustjóra og Alþingis. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun