Endurskoða þarf reglur Varasjóðs VR Arnþór Sigurðsson skrifar 4. mars 2024 23:30 Stjórnarkjör VR hefst á hádegi þann 6. mars n.k. og óska ég eftir stuðningi í kosningunni þar sem ég hef brennandi áhuga á málefnum félagsins og jafnframt langar mig að láta gott af mér leiða. Um að ræða rafræna kosningu sem stendur yfir í eina viku og fer fram á heimasíðu VR. Það er mín áskorun til félaga minna í VR að þeir taki þátt í kosningunni. Ég vil sérstaklega vekja athygli á að það er þörf á því að betrumbæta regluverkið um Varasjóð VR. Til fróðleiks þá eiga allir félagsmenn VR ákveðna uppsafnaða inneign í sjóðnum sem er merkt hverjum og einum félagsmanni. Um Varasjóðinn eru sérstakar reglur um hvað má nýta hann í. Á heimasíðu VR má finna upplýsingar um sjóðinn og það er langur listi yfir ýmis atriði sem má nýta þessa fjármuni. Það er samt sem áður mín skoðun að listinn sé nokkuð þröngt skilgreindur og örugglega er listinn mun lengri þar sem tiltekið er það sem ekki er hægt að nota fjármunina. Það er þörf á því að endurskoða þennan lista og útvíkka hann svo að félagsmenn geti nýtt sína heimild eða inneign á sem fjölbreyttastan hátt. Einnig er mismunur á því hvort að greiðslur úr sjóðnum eru skattlagðar eða ekki. Sem dæmi má nefna ef félagsmaður nýtir fjármuni úr sjóðnum til þess að greiða niður sumarbústaðardvöl þá er ekki greiddur tekjuskattur af upphæðinni sem nýtt er úr sjóðnum. En ef félagsmaður nýtir fjármuni úr sjóðnum vegna tannlækninga þá er greiddur tekjuskattur af upphæðinni sem fengin er úr sjóðnum. Fljótt á litið skýtur það skökku við að gerður sé greinamunur á því hvort að það sé greiddur tekjuskattur af sumum greiðslum úr sjóðnum en öðrum ekki. Sjálfsagt liggja rök að baki þessari mismunun en að mínu viti ætti vera skattleysi af greiðslum þegar félgasmenn nýta sjóðinn sinn í læknisþjónustu, eða þegar heilsan er annarsvegar. Það munar um þessa aura, sér í lagi þegar dýrtíðin er eins og hún er. Hljóti ég kosningu í stjórn VR mun ég beita mér fyrir því að reglur um Varasjóð VR verði endurskoðaðar með það í huga að útvíkka nýtinguna á honum og leita leiða til þess að fjölga atriðum í listanum yfir styrkhæf mál og fleiri atriði endi í skattlausa flokknum. Höfundur er félagsmaður í VR og frambjóðandi í stjórnarkjöri VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnarkjör VR hefst á hádegi þann 6. mars n.k. og óska ég eftir stuðningi í kosningunni þar sem ég hef brennandi áhuga á málefnum félagsins og jafnframt langar mig að láta gott af mér leiða. Um að ræða rafræna kosningu sem stendur yfir í eina viku og fer fram á heimasíðu VR. Það er mín áskorun til félaga minna í VR að þeir taki þátt í kosningunni. Ég vil sérstaklega vekja athygli á að það er þörf á því að betrumbæta regluverkið um Varasjóð VR. Til fróðleiks þá eiga allir félagsmenn VR ákveðna uppsafnaða inneign í sjóðnum sem er merkt hverjum og einum félagsmanni. Um Varasjóðinn eru sérstakar reglur um hvað má nýta hann í. Á heimasíðu VR má finna upplýsingar um sjóðinn og það er langur listi yfir ýmis atriði sem má nýta þessa fjármuni. Það er samt sem áður mín skoðun að listinn sé nokkuð þröngt skilgreindur og örugglega er listinn mun lengri þar sem tiltekið er það sem ekki er hægt að nota fjármunina. Það er þörf á því að endurskoða þennan lista og útvíkka hann svo að félagsmenn geti nýtt sína heimild eða inneign á sem fjölbreyttastan hátt. Einnig er mismunur á því hvort að greiðslur úr sjóðnum eru skattlagðar eða ekki. Sem dæmi má nefna ef félagsmaður nýtir fjármuni úr sjóðnum til þess að greiða niður sumarbústaðardvöl þá er ekki greiddur tekjuskattur af upphæðinni sem nýtt er úr sjóðnum. En ef félagsmaður nýtir fjármuni úr sjóðnum vegna tannlækninga þá er greiddur tekjuskattur af upphæðinni sem fengin er úr sjóðnum. Fljótt á litið skýtur það skökku við að gerður sé greinamunur á því hvort að það sé greiddur tekjuskattur af sumum greiðslum úr sjóðnum en öðrum ekki. Sjálfsagt liggja rök að baki þessari mismunun en að mínu viti ætti vera skattleysi af greiðslum þegar félgasmenn nýta sjóðinn sinn í læknisþjónustu, eða þegar heilsan er annarsvegar. Það munar um þessa aura, sér í lagi þegar dýrtíðin er eins og hún er. Hljóti ég kosningu í stjórn VR mun ég beita mér fyrir því að reglur um Varasjóð VR verði endurskoðaðar með það í huga að útvíkka nýtinguna á honum og leita leiða til þess að fjölga atriðum í listanum yfir styrkhæf mál og fleiri atriði endi í skattlausa flokknum. Höfundur er félagsmaður í VR og frambjóðandi í stjórnarkjöri VR.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar