Forvarnir hafa margar myndir og geta haft áhrif á allt samfélagið Kristín Snorradóttir skrifar 4. mars 2024 13:30 Oft er talað um að börnin læri af því sem fyrir þeim er haft, vissulega er margt til í því og mikilvægt að huga að því að styðja þarf vel við framtíðina. Heilbrigð sjálfsmynd barna Heilbrigð sjálfsmynd er sterkasta vopn hvers einstaklings til þess að takast á við þær áskoranir sem lífið býður upp á. Börn með sterka sjálfsmynd: Börnum sem líður vel í eigin skinni eiga auðveldara með að standast neikvæðan hópþrýsting brosa oftar og njóta lífsins. Þessi börn eru bjartsýn og hugsa í lausnum og hafa gaman af að leysa úr þeim verkefnum sem fyrir þau eru lögð. Þau treysta umhverfi sínu og segja frá þegar eitthvað sem þeim finnst óþæginlegt gerist. Börn með brotna sjálfsmynd: Aftur á móti er algengt að börn með veika sjálfsmynd þrói með sér kvíða og reiðitilfinningar. Börn sem hafa veika sjálfsmynd finnst þau oft vera lítils virði og og að þau geti ekki gert neitt rétt sem verður þess valdandi að þau verða döpur og einangra sig. Þau segja gjarnan “ég get ekki” þegar þeim eru rétt verkefni. Það er auðveldara að misbjóða þeim eða fá þau til að taka þátt í einhverju sem þeim finnst óþægilegt og þau segja síður frá. Algengt er að þau vantreysti umhverfinu. Forvarnagildi: Forvarnargildi heilbrigðar sjálfsmyndar er mjög mikið. Barn með öfluga sjálfsmynd getur staðist hópþrýsting unglingsáranna og sagt nei við óæskilegum áhrifum á líf sitt. Barn með veika sjálfsmynd er oft illa sett félagslega og fylgir því hópnum þó um óæskilega hegðun sé að ræða. Brotna sjálfsmynd má alltaf vinna með og styrkja hvort sem er hjá börnum eða fullorðnum. Sterk sjálfsmynd er undirstaða þess að skapa sér það líf sem einstaklingurinn vill lifa í sátt við sjálfan sig og aðra. Með því að styrkja sjálfið skapar einstaklingurinn bestu útgáfuna af sér. Elfdu sjálfsmynd barnsins þíns Ráð til foreldra sem nýtast til að efla sjálfsmynd barna: Foreldrar þekkja börnin sín best og leggja sig alla fram við að gefa þeim gott veganesti út í lífið. Mikilvægt er að foreldrar hafi gott sjálfstraust og hlusti á innsæi sitt við uppeldi barna sinna. Foreldrar eru mikilvægustu fyrirmyndir barna sinna því börn læra af því sem fyrir þeim er haft og því geta foreldrar byggt upp sterka sjálfsmynd hjá börnum sínum með eigin athöfnum. Börnin heyra og sjá hvernig foreldrar bregðast við daglegum athöfnum í lífinu: Gættu orða þinna, börn eru næm á orð foreldra sinna. Mikilvægt er að hrósa börnum fyrir vel gerða vinnu en jafn mikilvægt er að hrósa fyrir átakið sem þau lögðu á sig til að framkvæma. T.d ef eitthvað mistekst hjá barninu þá er gott að hrósa því fyrir að reyna, það byggir upp trú hjá barninu um að æfingin skapi meistarann. Börn læra það sem fyrir þeim er haft: Ef foreldri er neikvætt og niðurbrjótandi í eigin garð er það lærdómurinn sem barnið nemur. Foreldrar eru speglar barna sinna. Vertu jákvæð fyrirmynd.Vertu með skýr en sanngjörn mörk, börn upplifa öryggi í mörkunum. Börn vita til hvers er ætlast af þeim þegar mörk eru skýr en óljós mörk valda þeim óöryggi og jafnvel kvíða. Börn sem búa við skýr mörk eru líkleg til þess að tileinka sér góðan sjálfsaga og verða sterkir einstaklingar. Gefðu barninu þínu tíma: Talaðu við það og hlustaðu á það. Börn vilja fá að hafa skoðun og vilja að hlustað sé á þau. Það að hlusta á barn þitt þýðir ekki að þú segir endilega já en það eflir barnið í að nefna langanir sýnar og læra að taka við svarinu hvort sem svarið er nei eða já. Útskýrðu fyrir barninu þínu af hverju svarið er nei eða já. Börn læra líka að bera virðingu fyrir öðrum þegar borin er virðing fyrir þeim. Að hlusta á aðra manneskju er að sýna virðingu. Sýndu barninu tilfinningar þínar og samþykktu tilfinningar þess: Tilfinningalegt uppeldi er mjög mikilvægt. Það styrkir sjálfsmynd að barn þekki tilfinningar sínar og fái viðurkenningu fyrir því að það sé eðlilegt að upplifa bæði jákvæðar og neikvæðar tilfinningar.Verðu tíma með barninu þínu. Börnum finnst gott að vera með foreldrum sínum og það á sér stað mikilvæg tengslamyndun í samverustundunum sem börn og foreldrar búa að alla tíð. Hafðu barnið með í athöfnum heimilisins, t.d. taka þátt í að ákveða hvað er í matinn. Gerið matartíma að samverustund þar sem allir fá innsýn inn í dag hvers annars. Barn mótast af þeim aðstæðum sem það býr við og því er mikilvægt að styðja við foreldra í foreldrahlutverkinu. Það er án efa samfélagslega hagkvæmt að fjárfesta í framtíðinni með því að leggja vel inn hjá ungum foreldrum og börnum þeirra. Það hefur forvarnalegt gildi til framtíðar og getur dsregið úr margvíslegum vanda t.d ofbeldi, neysla vímuefna og önnur áhættuhegðun. Höfundur er teymisstjóri Bjarmahlíðar, Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Oft er talað um að börnin læri af því sem fyrir þeim er haft, vissulega er margt til í því og mikilvægt að huga að því að styðja þarf vel við framtíðina. Heilbrigð sjálfsmynd barna Heilbrigð sjálfsmynd er sterkasta vopn hvers einstaklings til þess að takast á við þær áskoranir sem lífið býður upp á. Börn með sterka sjálfsmynd: Börnum sem líður vel í eigin skinni eiga auðveldara með að standast neikvæðan hópþrýsting brosa oftar og njóta lífsins. Þessi börn eru bjartsýn og hugsa í lausnum og hafa gaman af að leysa úr þeim verkefnum sem fyrir þau eru lögð. Þau treysta umhverfi sínu og segja frá þegar eitthvað sem þeim finnst óþæginlegt gerist. Börn með brotna sjálfsmynd: Aftur á móti er algengt að börn með veika sjálfsmynd þrói með sér kvíða og reiðitilfinningar. Börn sem hafa veika sjálfsmynd finnst þau oft vera lítils virði og og að þau geti ekki gert neitt rétt sem verður þess valdandi að þau verða döpur og einangra sig. Þau segja gjarnan “ég get ekki” þegar þeim eru rétt verkefni. Það er auðveldara að misbjóða þeim eða fá þau til að taka þátt í einhverju sem þeim finnst óþægilegt og þau segja síður frá. Algengt er að þau vantreysti umhverfinu. Forvarnagildi: Forvarnargildi heilbrigðar sjálfsmyndar er mjög mikið. Barn með öfluga sjálfsmynd getur staðist hópþrýsting unglingsáranna og sagt nei við óæskilegum áhrifum á líf sitt. Barn með veika sjálfsmynd er oft illa sett félagslega og fylgir því hópnum þó um óæskilega hegðun sé að ræða. Brotna sjálfsmynd má alltaf vinna með og styrkja hvort sem er hjá börnum eða fullorðnum. Sterk sjálfsmynd er undirstaða þess að skapa sér það líf sem einstaklingurinn vill lifa í sátt við sjálfan sig og aðra. Með því að styrkja sjálfið skapar einstaklingurinn bestu útgáfuna af sér. Elfdu sjálfsmynd barnsins þíns Ráð til foreldra sem nýtast til að efla sjálfsmynd barna: Foreldrar þekkja börnin sín best og leggja sig alla fram við að gefa þeim gott veganesti út í lífið. Mikilvægt er að foreldrar hafi gott sjálfstraust og hlusti á innsæi sitt við uppeldi barna sinna. Foreldrar eru mikilvægustu fyrirmyndir barna sinna því börn læra af því sem fyrir þeim er haft og því geta foreldrar byggt upp sterka sjálfsmynd hjá börnum sínum með eigin athöfnum. Börnin heyra og sjá hvernig foreldrar bregðast við daglegum athöfnum í lífinu: Gættu orða þinna, börn eru næm á orð foreldra sinna. Mikilvægt er að hrósa börnum fyrir vel gerða vinnu en jafn mikilvægt er að hrósa fyrir átakið sem þau lögðu á sig til að framkvæma. T.d ef eitthvað mistekst hjá barninu þá er gott að hrósa því fyrir að reyna, það byggir upp trú hjá barninu um að æfingin skapi meistarann. Börn læra það sem fyrir þeim er haft: Ef foreldri er neikvætt og niðurbrjótandi í eigin garð er það lærdómurinn sem barnið nemur. Foreldrar eru speglar barna sinna. Vertu jákvæð fyrirmynd.Vertu með skýr en sanngjörn mörk, börn upplifa öryggi í mörkunum. Börn vita til hvers er ætlast af þeim þegar mörk eru skýr en óljós mörk valda þeim óöryggi og jafnvel kvíða. Börn sem búa við skýr mörk eru líkleg til þess að tileinka sér góðan sjálfsaga og verða sterkir einstaklingar. Gefðu barninu þínu tíma: Talaðu við það og hlustaðu á það. Börn vilja fá að hafa skoðun og vilja að hlustað sé á þau. Það að hlusta á barn þitt þýðir ekki að þú segir endilega já en það eflir barnið í að nefna langanir sýnar og læra að taka við svarinu hvort sem svarið er nei eða já. Útskýrðu fyrir barninu þínu af hverju svarið er nei eða já. Börn læra líka að bera virðingu fyrir öðrum þegar borin er virðing fyrir þeim. Að hlusta á aðra manneskju er að sýna virðingu. Sýndu barninu tilfinningar þínar og samþykktu tilfinningar þess: Tilfinningalegt uppeldi er mjög mikilvægt. Það styrkir sjálfsmynd að barn þekki tilfinningar sínar og fái viðurkenningu fyrir því að það sé eðlilegt að upplifa bæði jákvæðar og neikvæðar tilfinningar.Verðu tíma með barninu þínu. Börnum finnst gott að vera með foreldrum sínum og það á sér stað mikilvæg tengslamyndun í samverustundunum sem börn og foreldrar búa að alla tíð. Hafðu barnið með í athöfnum heimilisins, t.d. taka þátt í að ákveða hvað er í matinn. Gerið matartíma að samverustund þar sem allir fá innsýn inn í dag hvers annars. Barn mótast af þeim aðstæðum sem það býr við og því er mikilvægt að styðja við foreldra í foreldrahlutverkinu. Það er án efa samfélagslega hagkvæmt að fjárfesta í framtíðinni með því að leggja vel inn hjá ungum foreldrum og börnum þeirra. Það hefur forvarnalegt gildi til framtíðar og getur dsregið úr margvíslegum vanda t.d ofbeldi, neysla vímuefna og önnur áhættuhegðun. Höfundur er teymisstjóri Bjarmahlíðar, Akureyri.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar