Ríkt traust til lögreglu Eygló Harðardóttir skrifar 4. mars 2024 13:01 Í löggæsluáætlun segir að lögreglan eigi að vera í stakk búin til þess að gæta almannaöryggis, halda uppi lögum og reglu og tryggja réttaröryggi og stjórnarskrárvarin réttindi borgaranna í takt við samfélagslega og tæknilega þróun. Þar segir: „Löggæslan verður ekki rekin af lögreglu einni og sér heldur er hún samstarfsverkefni samfélagsins með því að vinna að sameiginlegum markmiðum. Því skiptir miklu máli að upplifun almennings af þjónustu lögreglu sé jákvæð og að borið sé traust til starfa hennar.“ Kannanir bæði lögreglu og annarra sýna að meirihluti landsmanna hefur jákvætt viðhorf til lögreglu. Um 80% þátttakenda í viðhorfskönnun lögreglu 2023 svöruðu því til að lögregla skili mjög góðu eða frekar góðu starfi í þeirra hverfi eða byggðarlagi. Tæplega 72% svöruðu að þeim finnist lögreglan mjög eða frekar aðgengileg þar sem þau búa og 80% þeirra sem leituðu til lögreglunnar voru mjög eða frekar ánægðir með þjónustu og aðstoð lögreglu þegar eftir henni var leitað. Samfélagslöggæsla og svæðisbundið samráð Þegar skoðað er hverjir bera minna traust til lögreglu og hennar starfa er það frekar yngra fólk á aldrinum 18 til 25 ára. Þetta sýnir hversu mikilvæg samfélagslöggæsla og svæðisbundið samráð um afbrotavarnir með helstu lykilaðilum og lögreglu er. Með auknu fjármagni til löggæslu er unnið að því að efla forvarnarstarf, fjölga samfélagslögreglumönnum og tryggja samhæfingu forvarna og fræðslu á landsvísu. Með slíkri samvinnu fær lögreglan og þeirra helstu samstarfsaðilar aukinn skilning og innsýn inn í áskoranir hvers umdæmis. Gott dæmi um slíkt eru samráðsvettvangar á borð við Saman gegn ofbeldi, Barnahús, AGO í Eyjum og Öruggara Austurland og Suðurnes. Traust er byggt upp þegar t.d. samfélagslögreglumenn heimsækja skóla yfir veturinn, kíkja á reiðhjólin á vorin eða spila tölvuleiki á netinu með börnum. Við slík tilefni segja þau frá því t.d. hvernig lögreglan starfar, ræða umferðarreglurnar, skaðsemi vímuefna eða hvernig megi verjast netbrotum. Fólk í viðkvæmri stöðu Mikill áhugi er að gera enn betur þegar kemur að fólki sem er jaðarsett eða í sérlega viðkvæmri stöðu. Lögreglan er oft þau sem eru fyrst á vettvang þegar kallað er eftir aðstoð vegna gruns um ofneyslu eða annan sjálfskaða. Árið 2022 ákvað heilbrigðisráðherra að heimila og auka aðgengi að neyðarlyfinu Naloxone í nefúðaformi. Lyfið er notað sem neyðarmeðferð við þekktri eða ætlaðri ofskömmtun ópíóða. Lögreglumenn hringinn í kringum landið lögðu áherslu á að þau hefðu aðgengi að nefúðanum til að hjálpa við slíkar kringumstæður. Því voru sameiginlegar verklagsreglur lögreglunnar um notkun á Naloxone nefúðanum samþykktar í nóvember síðastliðnum. Hefur lögreglan einnig óskað eftir aðkomu að vinnu við mótun á verklagi vegna einstaklinga í sjálfsvígshættu, mögulega með sameiginlegum bakvöktum með heilbrigðiskerfinu. Ætíð er hægt að leita til lögreglu í síma 112 í neyð. Bein númer lögreglunnar má finna á www.logreglan.is Höfundur er verkefnastjóri hjá embætti ríkislögreglustjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Eygló Harðardóttir Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í löggæsluáætlun segir að lögreglan eigi að vera í stakk búin til þess að gæta almannaöryggis, halda uppi lögum og reglu og tryggja réttaröryggi og stjórnarskrárvarin réttindi borgaranna í takt við samfélagslega og tæknilega þróun. Þar segir: „Löggæslan verður ekki rekin af lögreglu einni og sér heldur er hún samstarfsverkefni samfélagsins með því að vinna að sameiginlegum markmiðum. Því skiptir miklu máli að upplifun almennings af þjónustu lögreglu sé jákvæð og að borið sé traust til starfa hennar.“ Kannanir bæði lögreglu og annarra sýna að meirihluti landsmanna hefur jákvætt viðhorf til lögreglu. Um 80% þátttakenda í viðhorfskönnun lögreglu 2023 svöruðu því til að lögregla skili mjög góðu eða frekar góðu starfi í þeirra hverfi eða byggðarlagi. Tæplega 72% svöruðu að þeim finnist lögreglan mjög eða frekar aðgengileg þar sem þau búa og 80% þeirra sem leituðu til lögreglunnar voru mjög eða frekar ánægðir með þjónustu og aðstoð lögreglu þegar eftir henni var leitað. Samfélagslöggæsla og svæðisbundið samráð Þegar skoðað er hverjir bera minna traust til lögreglu og hennar starfa er það frekar yngra fólk á aldrinum 18 til 25 ára. Þetta sýnir hversu mikilvæg samfélagslöggæsla og svæðisbundið samráð um afbrotavarnir með helstu lykilaðilum og lögreglu er. Með auknu fjármagni til löggæslu er unnið að því að efla forvarnarstarf, fjölga samfélagslögreglumönnum og tryggja samhæfingu forvarna og fræðslu á landsvísu. Með slíkri samvinnu fær lögreglan og þeirra helstu samstarfsaðilar aukinn skilning og innsýn inn í áskoranir hvers umdæmis. Gott dæmi um slíkt eru samráðsvettvangar á borð við Saman gegn ofbeldi, Barnahús, AGO í Eyjum og Öruggara Austurland og Suðurnes. Traust er byggt upp þegar t.d. samfélagslögreglumenn heimsækja skóla yfir veturinn, kíkja á reiðhjólin á vorin eða spila tölvuleiki á netinu með börnum. Við slík tilefni segja þau frá því t.d. hvernig lögreglan starfar, ræða umferðarreglurnar, skaðsemi vímuefna eða hvernig megi verjast netbrotum. Fólk í viðkvæmri stöðu Mikill áhugi er að gera enn betur þegar kemur að fólki sem er jaðarsett eða í sérlega viðkvæmri stöðu. Lögreglan er oft þau sem eru fyrst á vettvang þegar kallað er eftir aðstoð vegna gruns um ofneyslu eða annan sjálfskaða. Árið 2022 ákvað heilbrigðisráðherra að heimila og auka aðgengi að neyðarlyfinu Naloxone í nefúðaformi. Lyfið er notað sem neyðarmeðferð við þekktri eða ætlaðri ofskömmtun ópíóða. Lögreglumenn hringinn í kringum landið lögðu áherslu á að þau hefðu aðgengi að nefúðanum til að hjálpa við slíkar kringumstæður. Því voru sameiginlegar verklagsreglur lögreglunnar um notkun á Naloxone nefúðanum samþykktar í nóvember síðastliðnum. Hefur lögreglan einnig óskað eftir aðkomu að vinnu við mótun á verklagi vegna einstaklinga í sjálfsvígshættu, mögulega með sameiginlegum bakvöktum með heilbrigðiskerfinu. Ætíð er hægt að leita til lögreglu í síma 112 í neyð. Bein númer lögreglunnar má finna á www.logreglan.is Höfundur er verkefnastjóri hjá embætti ríkislögreglustjóra.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun