Viðskipti innlent

Anna Kristín og Diljá bætast í eig­enda­hóp MAGNA

Atli Ísleifsson skrifar
Anna Kristín Kristjánsdóttir og Diljá Catherine Þiðriksdóttir.
Anna Kristín Kristjánsdóttir og Diljá Catherine Þiðriksdóttir. Aðsendar

Anna Kristín Kristjánsdóttir og Diljá Catherine Þiðriksdóttir hafa gengið til liðs við eigendahóp lögmannsstofunnar MAGNA.

Í tilkynningu kemur fram að Anna Kristín, sem hafi starfað hefur hjá MAGNA frá árinu 2019, hafi útskrifaðist með meistaragáðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2012 og hlotið réttindi til að reka mál fyrir héraðsdómstólum árið 2019. 

„Áður starfaði Anna Kristín sem lögfræðingur hjá Arion banka á árunum 2011 til 2019.

Á meðal helstu sérsviða Önnu Kristínar eru verktaka – og útboðsréttur, félaga – og fjármálaréttur, samningaréttur og málflutningur.

Diljá sem starfað hefur hjá MAGNA og forvera þess, Lögmönnum Höfðabakka, frá árinu 2016 útskrifaðist með meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2016 og hlaut réttindi til að reka mál fyrir héraðsdómstólum árið 2019. Áður starfaði Diljá sem lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu og hjá Tollstjóranum í Reykjavík. Samhliða starfi sínu hjá MAGNA sinnir hún stundakennslu á sviði fjölmiðlaréttar til meistaranáms í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands.

Á meðal helstu sérsviða Diljár eru félaga- og fjármálaréttur, samkeppnisréttur, eignaréttur, fjölmiðlaréttur, mannréttindi og málflutningur,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×