Í tilkynningu kemur fram að Anna Kristín, sem hafi starfað hefur hjá MAGNA frá árinu 2019, hafi útskrifaðist með meistaragáðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2012 og hlotið réttindi til að reka mál fyrir héraðsdómstólum árið 2019.
„Áður starfaði Anna Kristín sem lögfræðingur hjá Arion banka á árunum 2011 til 2019.
Á meðal helstu sérsviða Önnu Kristínar eru verktaka – og útboðsréttur, félaga – og fjármálaréttur, samningaréttur og málflutningur.
Diljá sem starfað hefur hjá MAGNA og forvera þess, Lögmönnum Höfðabakka, frá árinu 2016 útskrifaðist með meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2016 og hlaut réttindi til að reka mál fyrir héraðsdómstólum árið 2019. Áður starfaði Diljá sem lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu og hjá Tollstjóranum í Reykjavík. Samhliða starfi sínu hjá MAGNA sinnir hún stundakennslu á sviði fjölmiðlaréttar til meistaranáms í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands.
Á meðal helstu sérsviða Diljár eru félaga- og fjármálaréttur, samkeppnisréttur, eignaréttur, fjölmiðlaréttur, mannréttindi og málflutningur,“ segir í tilkynningunni.