Eigandi Vy-þrifa orðinn eini eigandi Wokon Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. febrúar 2024 13:53 Davíð Viðarsson er umsvifamikill í veitinga-, þrifa- og gistiheimilabransanum á Íslandi. Hann á Pho Víetnam, Víetnam markað, Wokon, Vy-þrif og herkastalann við Kirkjustræti sem áður hýsti Hjálpræðisherinn. Davíð Viðarsson, framkvæmdastjóri og eigandi þrifafyrirtækisins Vy-þrifa sem er til rannsóknar hjá lögreglu meðal annars fyrir mansal er orðinn einn eigandi og framkvæmdastjóri Wokon ehf. sem rekur samnefnda veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu og víða um land. Þetta kemur fram í tilkynningu vegna breytinga á félaginu Wokon ehf í janúar. Kristján Ólafur Sigríðarson, sem hafði verið framkvæmdastjóri og prókúruhafi, steig til liðar og var Davíð ráðinn framkvæmdastjóri. Kristján Ólafur hlaut á dögunum skilorðsbundinn dóm fyrir skattsvik. Hann vinnur að opnun mathallar á Akureyri. Davíð er eigandi Vy-þrifa en miðlæg rannsóknardeild lögreglu hefur til skoðunar matvælalager fyrirtækisins í Sóltúni sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafði afskipti af í september síðastliðnum. Þá kom fram í tilkynningu frá Wokon að Davíð hefði enga aðkomu að daglegum rekstri staðanna. Þremur mánuðum síðar er hann eini eigandi félagsins sem heldur utan um rekstur staðanna og er auk þess framkvæmdastjóri. Rottuskítur og dýnur Þrifafyrirtækið Vy-þrif var í nóvember kært til lögreglu af Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fyrir ólöglega matvælageymslu í kjallara í Sóltúni í Reykjavík. Forsaga málsins er sú að eftirlitið fór í heimsókn í kjallarann í Sóltúni 27. september vegna gruns um geymslu matvæla án tilskilinna leyfa. Tilkynningar höfðu borist um vonda lykt frá húsnæðinu. Þar kom í ljós að húsnæðið var óhreint, ekki meindýrahelt auk þess sem ummerki voru greinileg í formi rottuskíts og rottuþvags meðal annars ofan á umbúðum matvæla. Þá voru vísbendingar á staðnum um að fólk hefði dvalið þar. Meðal annars fundust dýnur, koddar, matarílát og tjald ofan á sekkjum. Mögulegt mansal tengt matvælalagernum er til rannsóknar hjá lögreglunni. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, tjáði Mbl í vikunni að eitthvað væri í að þeirri rannsókn lyki. Vanda yrði til verka. Hlutirnir væru ekki alltaf eins og þeir sýndust í fyrstu. Sagði sárt að Wokon væri bendlað við málið Þegar málið rataði í fjölmiðla í október kom í ljós að eigandi þrifafyrirtækisins Davíð Viðarsson, betur þekktur undir víetnömsku nafni sínu Quang Le, var líka eigandi Pho Vietnam veitingahúsakeðjunnar, og hluthafi í Wok on Mathöll ehf. sem starfrækir veitingastað á Höfða og Hafnarfirði. Kristján Ólafur Sigríðarson, einn stofnandi og þáverandi framkvæmdastjóri Wokon ehf., sendi tilkynningu til fjölmiðla í nóvember eftir að málefni matvælalagers Vy-þrifa í Sóltúni komst í dagsljósið. Þar sagði Kristján sárt að sjá Wokon bendlað við málið. Veitingastaðurinn hefði ekki keypt neinar vörur sem geymdar voru í Sóltúni. Wokon ehf. væri hundrað prósent eigandi og eini rekstraraðili sjö Wokon veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Vík og Hveragerði. „Davíð Viðarsson á 40% í Wokon Mathöll ehf sem starfrækir veitingastaði Wok On á Höfða og í Hafnarfirði og aðstoðaði hann við opnun þeirra. Einnig á hann húsnæðið sem Wok On Hafnarfirði er í og leigir veitingastaðurinn það rými frá Davíð. Davíð hefur ekki aðkomu að daglegum rekstri staðanna,“ sagði í tilkynningunni. Nú er staðan breytt. Samkvæmt upplýsingum á vef Creditinfo er Davíð Viðarsson nú eini eigandi Wokon ehf. sem er eini eigandi Wokon mathallar ehf. Davíð á bæði Wokon ehf. og Wokon Mathöll í gegnum fasteignafélagið NQ fasteignir. Davíð á einmitt Herkastalann við Kirkjustræti í miðbæ Reykjavíkur í gegnum félagið. Kaupverðið var um hálfur milljarður króna. Gistiheimili með leyfi fyrir 125 gesti er skráð í kastalanum. Davíð hefur ekki orðið við viðtalsbeiðnum fréttastofu. Hann sagði í skriflegri orðsendingu til fréttastofu í október að hann ætlaði ekki að tjá sig um málið meðan það væri til rannsóknar. Fréttastofa hefur sent Davíð fyrirspurn vegna málsins. Ekki hefur heldur náðst í Kristján Ólaf í síma. Fréttastofa sendi honum einnig fyrirspurn vegna málsins. Upphaflega kom fram í þessari frétt að Davíð sæi enn um rekstur Vietnam Market en það er ekki rétt og hefur það verið leiðrétt. Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Vistaskipti Veitingastaðir Reykjavík Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Vy-þrif kærð til lögreglu Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur kært þriffyrirtækið Vy-þrif til lögreglu fyrir ólöglega matvælageymslu í kjallara í Sóltúni í Reykjavík. Fyrirtækið hafði frest til 14. nóvember til að bregðast við erindi eftirlitsins en gerði það ekki. 16. nóvember 2023 10:45 Flúðu á hlaupum eða bíl í fyrstu heimsókn Fyrsta heimsókn starfsfólks Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur (HER) í geymslurými í kjallaranum í Sóltúni 20 virðist hafa komið fólki á svæðinu í opna skjöldu. Þeir tóku á rás og ekki náðist að ræða við þá. 9. nóvember 2023 15:55 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu vegna breytinga á félaginu Wokon ehf í janúar. Kristján Ólafur Sigríðarson, sem hafði verið framkvæmdastjóri og prókúruhafi, steig til liðar og var Davíð ráðinn framkvæmdastjóri. Kristján Ólafur hlaut á dögunum skilorðsbundinn dóm fyrir skattsvik. Hann vinnur að opnun mathallar á Akureyri. Davíð er eigandi Vy-þrifa en miðlæg rannsóknardeild lögreglu hefur til skoðunar matvælalager fyrirtækisins í Sóltúni sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafði afskipti af í september síðastliðnum. Þá kom fram í tilkynningu frá Wokon að Davíð hefði enga aðkomu að daglegum rekstri staðanna. Þremur mánuðum síðar er hann eini eigandi félagsins sem heldur utan um rekstur staðanna og er auk þess framkvæmdastjóri. Rottuskítur og dýnur Þrifafyrirtækið Vy-þrif var í nóvember kært til lögreglu af Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fyrir ólöglega matvælageymslu í kjallara í Sóltúni í Reykjavík. Forsaga málsins er sú að eftirlitið fór í heimsókn í kjallarann í Sóltúni 27. september vegna gruns um geymslu matvæla án tilskilinna leyfa. Tilkynningar höfðu borist um vonda lykt frá húsnæðinu. Þar kom í ljós að húsnæðið var óhreint, ekki meindýrahelt auk þess sem ummerki voru greinileg í formi rottuskíts og rottuþvags meðal annars ofan á umbúðum matvæla. Þá voru vísbendingar á staðnum um að fólk hefði dvalið þar. Meðal annars fundust dýnur, koddar, matarílát og tjald ofan á sekkjum. Mögulegt mansal tengt matvælalagernum er til rannsóknar hjá lögreglunni. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, tjáði Mbl í vikunni að eitthvað væri í að þeirri rannsókn lyki. Vanda yrði til verka. Hlutirnir væru ekki alltaf eins og þeir sýndust í fyrstu. Sagði sárt að Wokon væri bendlað við málið Þegar málið rataði í fjölmiðla í október kom í ljós að eigandi þrifafyrirtækisins Davíð Viðarsson, betur þekktur undir víetnömsku nafni sínu Quang Le, var líka eigandi Pho Vietnam veitingahúsakeðjunnar, og hluthafi í Wok on Mathöll ehf. sem starfrækir veitingastað á Höfða og Hafnarfirði. Kristján Ólafur Sigríðarson, einn stofnandi og þáverandi framkvæmdastjóri Wokon ehf., sendi tilkynningu til fjölmiðla í nóvember eftir að málefni matvælalagers Vy-þrifa í Sóltúni komst í dagsljósið. Þar sagði Kristján sárt að sjá Wokon bendlað við málið. Veitingastaðurinn hefði ekki keypt neinar vörur sem geymdar voru í Sóltúni. Wokon ehf. væri hundrað prósent eigandi og eini rekstraraðili sjö Wokon veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Vík og Hveragerði. „Davíð Viðarsson á 40% í Wokon Mathöll ehf sem starfrækir veitingastaði Wok On á Höfða og í Hafnarfirði og aðstoðaði hann við opnun þeirra. Einnig á hann húsnæðið sem Wok On Hafnarfirði er í og leigir veitingastaðurinn það rými frá Davíð. Davíð hefur ekki aðkomu að daglegum rekstri staðanna,“ sagði í tilkynningunni. Nú er staðan breytt. Samkvæmt upplýsingum á vef Creditinfo er Davíð Viðarsson nú eini eigandi Wokon ehf. sem er eini eigandi Wokon mathallar ehf. Davíð á bæði Wokon ehf. og Wokon Mathöll í gegnum fasteignafélagið NQ fasteignir. Davíð á einmitt Herkastalann við Kirkjustræti í miðbæ Reykjavíkur í gegnum félagið. Kaupverðið var um hálfur milljarður króna. Gistiheimili með leyfi fyrir 125 gesti er skráð í kastalanum. Davíð hefur ekki orðið við viðtalsbeiðnum fréttastofu. Hann sagði í skriflegri orðsendingu til fréttastofu í október að hann ætlaði ekki að tjá sig um málið meðan það væri til rannsóknar. Fréttastofa hefur sent Davíð fyrirspurn vegna málsins. Ekki hefur heldur náðst í Kristján Ólaf í síma. Fréttastofa sendi honum einnig fyrirspurn vegna málsins. Upphaflega kom fram í þessari frétt að Davíð sæi enn um rekstur Vietnam Market en það er ekki rétt og hefur það verið leiðrétt.
Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Vistaskipti Veitingastaðir Reykjavík Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Vy-þrif kærð til lögreglu Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur kært þriffyrirtækið Vy-þrif til lögreglu fyrir ólöglega matvælageymslu í kjallara í Sóltúni í Reykjavík. Fyrirtækið hafði frest til 14. nóvember til að bregðast við erindi eftirlitsins en gerði það ekki. 16. nóvember 2023 10:45 Flúðu á hlaupum eða bíl í fyrstu heimsókn Fyrsta heimsókn starfsfólks Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur (HER) í geymslurými í kjallaranum í Sóltúni 20 virðist hafa komið fólki á svæðinu í opna skjöldu. Þeir tóku á rás og ekki náðist að ræða við þá. 9. nóvember 2023 15:55 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Vy-þrif kærð til lögreglu Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur kært þriffyrirtækið Vy-þrif til lögreglu fyrir ólöglega matvælageymslu í kjallara í Sóltúni í Reykjavík. Fyrirtækið hafði frest til 14. nóvember til að bregðast við erindi eftirlitsins en gerði það ekki. 16. nóvember 2023 10:45
Flúðu á hlaupum eða bíl í fyrstu heimsókn Fyrsta heimsókn starfsfólks Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur (HER) í geymslurými í kjallaranum í Sóltúni 20 virðist hafa komið fólki á svæðinu í opna skjöldu. Þeir tóku á rás og ekki náðist að ræða við þá. 9. nóvember 2023 15:55