Dagur kynntur til leiks: „París er draumurinn og það eina sem skiptir máli“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. febrúar 2024 11:06 Króatía er fjórða landsliðið sem Dagur Sigurðsson þjálfar. getty/Noushad Thekkayil Dagur Sigurðsson hefur verið kynntur sem nýr þjálfari króatíska karlalandsliðsins í handbolta. Fyrsta verkefni hans er að koma Króatíu á Ólympíuleikana í sumar. Á blaðamannafundinum þar sem Dagur var kynntur kvaðst hann vera spenntur fyrir áskoruninni að taka við króatíska liðinu. „Aðalástæðan er að mig langaði í áskorun, ævintýri, ástríðu og það er allt í þessu starfi. Pressa líka en þetta er mikil áskorun,“ sagði Dagur sem stýrir Króötum í fyrsta sinn í forkeppni Ólympíuleikanna í Hanoover í Þýskalandi 14.-17. mars. Króatía er með Þýskalandi, Austurríki og Alsír í riðli. Tvö liðanna komast á Ólympíuleikana í París. „Liðið er mjög gott en hefur vantað að taka síðasta skrefið til að komast í undanúrslit á síðustu mótum. Næstu tvær vikur þurfum við að gera allt til að vera tilbúnir fyrir Hannover. Ég hef fylgst með Króatíu sem er með góða blöndu af ungum og reyndum leikmönnum og við þurfum að finna jafnvægi í liðinu. Við eigum mikið verk fyrir höndum. Núna þarf ég að skoða leikmennina með sínum félagsliðum og kynnast liðinu.“ Nöfnin ekki mikilvæg Dagur vildi lítið ræða hvaða leikmenn hann myndi velja í sinn fyrsta landsliðshóp. „Ég vil ekki tala um nöfn. Við erum með þessa sem eru á blaði. Allir eiga möguleika og mér finnst við vera með gott lið. Eldri leikmennirnir eru spenntir fyrir Ólympíuleikunum og HM í Króatíu á næsta ári. Við töluðum ekki mikið um framtíðina, það sem er mikilvægast eru næstu 2-3 vikur. París er draumurinn og það eina sem skiptir máli núna,“ sagði Dagur sem tilkynnir hópinn fyrir forkeppni Ólympíuleikanna í byrjun næstu viku. „Við förum til Hannover með tuttugu leikmenn. Króatía er með marga hæfileikaríka leikmenn. Að sjálfsögðu viljum við bestu leikmennina en í þessum leikjum sem bíða okkar eru nöfnin ekki mikilvæg. Bara strákar sem eru tilbúnir að berjast.“ Á pari við Ísland Dagur segir að króatíska liðið standi bestu liðum heims svolítið að baki. „Ég er með hugmynd um hvernig Króatía mun spila. Síðustu ár höfum við verið á eftir Svíþjóð, Frakklandi og Danmörku og við þurfum að ná í skottið á þeim. Við erum á pari við Ísland og Noregi myndi ég segja,“ sagði Dagur. Aðstoðarmaður hans með króatíska liðið verður Denis Spoljaric sem lék undir stjórn Dags hjá Füchse Berlin. Spoljaric varð bæði heims- og Ólympíumeistari með Króötum í upphafi aldarinnar. Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum Sjá meira
Á blaðamannafundinum þar sem Dagur var kynntur kvaðst hann vera spenntur fyrir áskoruninni að taka við króatíska liðinu. „Aðalástæðan er að mig langaði í áskorun, ævintýri, ástríðu og það er allt í þessu starfi. Pressa líka en þetta er mikil áskorun,“ sagði Dagur sem stýrir Króötum í fyrsta sinn í forkeppni Ólympíuleikanna í Hanoover í Þýskalandi 14.-17. mars. Króatía er með Þýskalandi, Austurríki og Alsír í riðli. Tvö liðanna komast á Ólympíuleikana í París. „Liðið er mjög gott en hefur vantað að taka síðasta skrefið til að komast í undanúrslit á síðustu mótum. Næstu tvær vikur þurfum við að gera allt til að vera tilbúnir fyrir Hannover. Ég hef fylgst með Króatíu sem er með góða blöndu af ungum og reyndum leikmönnum og við þurfum að finna jafnvægi í liðinu. Við eigum mikið verk fyrir höndum. Núna þarf ég að skoða leikmennina með sínum félagsliðum og kynnast liðinu.“ Nöfnin ekki mikilvæg Dagur vildi lítið ræða hvaða leikmenn hann myndi velja í sinn fyrsta landsliðshóp. „Ég vil ekki tala um nöfn. Við erum með þessa sem eru á blaði. Allir eiga möguleika og mér finnst við vera með gott lið. Eldri leikmennirnir eru spenntir fyrir Ólympíuleikunum og HM í Króatíu á næsta ári. Við töluðum ekki mikið um framtíðina, það sem er mikilvægast eru næstu 2-3 vikur. París er draumurinn og það eina sem skiptir máli núna,“ sagði Dagur sem tilkynnir hópinn fyrir forkeppni Ólympíuleikanna í byrjun næstu viku. „Við förum til Hannover með tuttugu leikmenn. Króatía er með marga hæfileikaríka leikmenn. Að sjálfsögðu viljum við bestu leikmennina en í þessum leikjum sem bíða okkar eru nöfnin ekki mikilvæg. Bara strákar sem eru tilbúnir að berjast.“ Á pari við Ísland Dagur segir að króatíska liðið standi bestu liðum heims svolítið að baki. „Ég er með hugmynd um hvernig Króatía mun spila. Síðustu ár höfum við verið á eftir Svíþjóð, Frakklandi og Danmörku og við þurfum að ná í skottið á þeim. Við erum á pari við Ísland og Noregi myndi ég segja,“ sagði Dagur. Aðstoðarmaður hans með króatíska liðið verður Denis Spoljaric sem lék undir stjórn Dags hjá Füchse Berlin. Spoljaric varð bæði heims- og Ólympíumeistari með Króötum í upphafi aldarinnar.
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum Sjá meira