Tekur góðu kaflana með í næsta leik: „Fullt af köflum sem voru flottir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. febrúar 2024 22:02 Arnar Pétursson segir að íslenska liðið geti tekið ýmislegt með sér í seinni leikinn gegn Svíum. Vísir/Hulda Margrét Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, segir að lokatölurnar í 13 marka tapi Íslands gegn Svíum í undankeppni EM 2024 gefi ekki rétta mynd af leiknum sem spilaður var. „Þetta var fullstórt. Við gáfum aðeins of mikið eftir á lokakaflanum og vorum að gefa þeim aðeins of auðveld mörk eftir að hafa lengst af spilað ágætlega,“ sagði Arnar í leikslok. Eftir góða byrjun íslenska liðsins fann það sænska lausnir varnarlega og þvingaði íslensku stelpurnar í erfið skot eftir langar sóknir. „Mér fannst nú hendin koma allt of snemma upp hjá dómurunum og allt of oft. En vissulega var það kannski saga leiksins. Þetta er sterkur andstæðingur og auðvitað er krefjandi að eiga við þær, en það er margt í leiknum sem við getum tekið með okkur, verið nokkuð ánægð með og bætt við.“ „En það er líka ofboðslega margt sem við lærum af og gerðum ekki vel. Því miður voru þeir kaflar undir lokin bara of langir og of dýrir.“ Þá segir hann gæðin í sænska liðinu hafa orðið til þess að íslensku stelpurnar ógnuðu í raun aldrei þeirra forskoti. „Það eru auðvitað bara gæðin í liðinu. Svo kemur þessi lokakafli sem var okkur mjög erfiður. Það er sagan í þessu og svona lið refsa. Við vitum það alveg og vissum það alveg fyrirfram að öll mistök sem við gerum, okkur er refsað fyrir þau. Við fengum bara enn eina sönnunina á því í dag. Um leið og við réttum þeim boltann á of einfaldan máta þá refsa þær og þær gerðu það grimmt síðustu mínúturnar.“ „En aftur, það var margt sem við gerðum vel. Við verðum auðvitað bara að skoða þetta því við vorum í djúpu lauginni í dag með margar ungar stelpur sem eru ekki með mikla reynslu í þessu. Laugin verður enn dýpri á laugardaginn og við þurfum bara að kafa til að finna hluti sem virka til að reyna að lengja góðu kaflana og bæta í.“ Þá segir Arnar að það sé ýmislegt sem íslenska liðið geti tekið með sér í lekinn gegn Svíum ytra næstkomandi laugardag. „Það eru fullt af köflum sem voru bara flottir og mér fannst að þegar við náðum að lengja sóknirnar um eina til tvær sendingar og vorum að spila okkur aðeins lengra inn í kerfin þá vorum við að fá færi. Mér fannst að þegar við vorum að komast í vörn og að standa vörn að þá gerðum við það vel. Við þurfum einfaldlega að lengja þá kafla. Við þurfum bara að koma okkur heim og skila boltanum betur af okkur en við gerðum í þessum leik,“ sagði Arnar að lokum. Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir „Þetta er bara fjórða besta lið í heiminum“ Markvörðurinn Sara Sif Helgadóttir átti fína innkomu í íslenska kvennalandsliðið í handbolta er liðið tók á móti Svíum í kvöld. Hún varði tíu bolta í markinu, en gat lítið gert til að koma í veg fyrir stórt tap Íslands. 28. febrúar 2024 21:52 „Ekki nálægt þeim leik sem mig langaði að sýna“ Thea Imani Sturludóttir átti ekki sinn besta dag þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap gegn Svíum í undankeppni EM í dag. Hún lítur þó á leikinn sem tækifæri til að gera betur. 28. febrúar 2024 21:46 Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
„Þetta var fullstórt. Við gáfum aðeins of mikið eftir á lokakaflanum og vorum að gefa þeim aðeins of auðveld mörk eftir að hafa lengst af spilað ágætlega,“ sagði Arnar í leikslok. Eftir góða byrjun íslenska liðsins fann það sænska lausnir varnarlega og þvingaði íslensku stelpurnar í erfið skot eftir langar sóknir. „Mér fannst nú hendin koma allt of snemma upp hjá dómurunum og allt of oft. En vissulega var það kannski saga leiksins. Þetta er sterkur andstæðingur og auðvitað er krefjandi að eiga við þær, en það er margt í leiknum sem við getum tekið með okkur, verið nokkuð ánægð með og bætt við.“ „En það er líka ofboðslega margt sem við lærum af og gerðum ekki vel. Því miður voru þeir kaflar undir lokin bara of langir og of dýrir.“ Þá segir hann gæðin í sænska liðinu hafa orðið til þess að íslensku stelpurnar ógnuðu í raun aldrei þeirra forskoti. „Það eru auðvitað bara gæðin í liðinu. Svo kemur þessi lokakafli sem var okkur mjög erfiður. Það er sagan í þessu og svona lið refsa. Við vitum það alveg og vissum það alveg fyrirfram að öll mistök sem við gerum, okkur er refsað fyrir þau. Við fengum bara enn eina sönnunina á því í dag. Um leið og við réttum þeim boltann á of einfaldan máta þá refsa þær og þær gerðu það grimmt síðustu mínúturnar.“ „En aftur, það var margt sem við gerðum vel. Við verðum auðvitað bara að skoða þetta því við vorum í djúpu lauginni í dag með margar ungar stelpur sem eru ekki með mikla reynslu í þessu. Laugin verður enn dýpri á laugardaginn og við þurfum bara að kafa til að finna hluti sem virka til að reyna að lengja góðu kaflana og bæta í.“ Þá segir Arnar að það sé ýmislegt sem íslenska liðið geti tekið með sér í lekinn gegn Svíum ytra næstkomandi laugardag. „Það eru fullt af köflum sem voru bara flottir og mér fannst að þegar við náðum að lengja sóknirnar um eina til tvær sendingar og vorum að spila okkur aðeins lengra inn í kerfin þá vorum við að fá færi. Mér fannst að þegar við vorum að komast í vörn og að standa vörn að þá gerðum við það vel. Við þurfum einfaldlega að lengja þá kafla. Við þurfum bara að koma okkur heim og skila boltanum betur af okkur en við gerðum í þessum leik,“ sagði Arnar að lokum.
Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir „Þetta er bara fjórða besta lið í heiminum“ Markvörðurinn Sara Sif Helgadóttir átti fína innkomu í íslenska kvennalandsliðið í handbolta er liðið tók á móti Svíum í kvöld. Hún varði tíu bolta í markinu, en gat lítið gert til að koma í veg fyrir stórt tap Íslands. 28. febrúar 2024 21:52 „Ekki nálægt þeim leik sem mig langaði að sýna“ Thea Imani Sturludóttir átti ekki sinn besta dag þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap gegn Svíum í undankeppni EM í dag. Hún lítur þó á leikinn sem tækifæri til að gera betur. 28. febrúar 2024 21:46 Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
„Þetta er bara fjórða besta lið í heiminum“ Markvörðurinn Sara Sif Helgadóttir átti fína innkomu í íslenska kvennalandsliðið í handbolta er liðið tók á móti Svíum í kvöld. Hún varði tíu bolta í markinu, en gat lítið gert til að koma í veg fyrir stórt tap Íslands. 28. febrúar 2024 21:52
„Ekki nálægt þeim leik sem mig langaði að sýna“ Thea Imani Sturludóttir átti ekki sinn besta dag þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap gegn Svíum í undankeppni EM í dag. Hún lítur þó á leikinn sem tækifæri til að gera betur. 28. febrúar 2024 21:46