Handbolti

„Þetta var stressandi, ég get al­veg viður­kennt það“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Tinna Sigurrós Traustadóttir spilaði sinn fyrsta A-landsleik í kvöld og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark.
Tinna Sigurrós Traustadóttir spilaði sinn fyrsta A-landsleik í kvöld og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Vísir/Hulda Margrét

Selfyssingurinn Tinna Sigurrós Traustadóttir spilaði sinn fyrsta landsleik þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap gegn Svíum í undankeppni EM 2024 í kvöld. 

Tinna segir tilfinninguna hafa verið góða að spila sinn fyrsta landsleik þrátt fyrir að úrslitin hafi vissulega ekki verið hagstæð.

„Þetta var bara gaman og ég nýtti tækifærið þegar það kom. Það var bara gaman að fá að koma inn á fyrir framan fulla stúku,“ sagði Tinna í leikslok.

„Þetta var stressandi, ég get alveg viðurkennt það. Ég var bara köld, en það fór um leið og maður komst í gírinn og í takt við leikinn.“

Þá skoraði Tinna einnig sitt fyrsta landsliðsmark í kvöld og segir hún það hafa létt á stressinu, en að nú þurfi liðið að einbeita sér að næsta leik þar sem Ísland og Svíþjóð mætast öðru sinni næstkomandi laugardag, þá úti í Svíþjóð.

„Það er margt sem við getum bætt á milli leikja. Þessi gefur okkur mikið og við getum horft á þetta aftur til að sjá hvað við vorum að gera vel og hvað við getum bætt.“

„Þetta var góð byrjun í kvöld, en svo komum við ekki alveg nógu vel stemmdar inn í seinni hálfleikinn. Við vorum svolítið að tapa maður á mann í vörn þannig við þurfum að bæta það fyrir næsta leik,“ sagði nýliðinn Tinna að lokum.


Tengdar fréttir

„Þetta er bara fjórða besta lið í heiminum“

Markvörðurinn Sara Sif Helgadóttir átti fína innkomu í íslenska kvennalandsliðið í handbolta er liðið tók á móti Svíum í kvöld. Hún varði tíu bolta í markinu, en gat lítið gert til að koma í veg fyrir stórt tap Íslands.

„Ekki nálægt þeim leik sem mig langaði að sýna“

Thea Imani Sturludóttir átti ekki sinn besta dag þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap gegn Svíum í undankeppni EM í dag. Hún lítur þó á leikinn sem tækifæri til að gera betur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×