Meira sund! Skúli Helgason skrifar 24. febrúar 2024 08:01 Ný tillaga um opnunartíma sundlauganna í borginni á hátíðisdögum var samþykkt einróma á síðasta fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Þjónusta sundlauganna verður stóraukin á þessum frídögum einkum á stórhátíðum um jól og páska en almennt fjölgar opnum stundum í sundlaugunum á rauðum dögum um helming eða 64%, en ennþá meira um jól og áramót þegar opnunartíminn yfir hátíðardagana meira en tvöfaldast frá því í fyrra. Tillagan tekur mið af þeirri gagnrýni sem kom fram á opnunina um síðustu jól og áramót frá bæði sundlaugargestum og starfsfólki. Í hnotskurn felur nýja tillagan í sér að dregið verður verulega úr lokunum sundlauga í borginni á frídögum og í stað þess að sundlaugar í borginni verði að jafnaði lokaðar í 9-13 daga hver á árinu fækkar þeim lokunum niður í 1-3 daga. Nánar tiltekið verða sundlaugarnar í austurhluta borgarinnar, þ.e. Grafarvogslaug, Dalslaug, Árbæjarlaug og Breiðholtslaug nú aðeins lokaðar í 2-3 daga á árinu 2024 en lokuðu í alls 13 daga á síðasta ári. Laugardalslaug verður áfram bara lokuð á jóladag en opin hina 364 daga ársins. Sundhöllin og Vesturbæjarlaug verða sömuleiðis bara lokaðar í 1 dag en lokuðu 9 daga á síðasta ári. Á móti kemur að opnunartíminn innan dagsins dregst lítillega saman á hátíðisdögum og viðhaldsdögum, þar sem hver sundlaug fær andlitslyftingu fjölgar um þrjá daga. Með þessu næst sami sparnaður og á síðasta ári eða sem nemur 58 milljónum króna. Breytingarnar taka gildi nú um páskana en um svipað leyti breytist opnunartími sundlauganna um helgar þegar laugarnar loka kl. 21 í stað 22 eins og verið hefur. Áfram verða laugarnar opnar til kl. 22 á virkum dögum. Gögn sýna að aðsóknin í laugarnar minnkar til mikilla muna milli 21 og 22 sérstaklega um helgar og fækkar þá gestum um 65% að meðaltali miðað við á níunda tímanum. Þessi aðgerð er sömuleiðis ákveðin til að mæta hagræðingarkröfu en við munum jafnframt meta reynsluna af þessari tilhögun. Við verðum áfram opin fyrir breytingum svo sem þeim sem auka tekjurnar en við höfum m.a. til skoðunar breytingar á gjaldskrá fyrir 67 ára og eldri, ekki síst með hliðsjón af erlendum ferðamönnum. Gagnrýni tekin alvarlega og brugðist hratt við Samandregið er þjónustuaukningin veruleg í sundlaugunum á helstu stórhátíðum eða sem nemur 25% lengri opnunartíma á páskum og rúmlega tvöföldun opnunartímans um jól og áramót eða nánar tiltekið um 137% þar sem opið verður í alls 219 klst yfir jólahátíðina í stað 93 stunda á síðasta ári. Breytingin felur líka í sér að fleiri laugar verða nú opnar en í fyrra á frídögum, því nú verða 5 af 7 laugum opnar á slíkum dögum en voru 3-4 í fyrra sem hafði þær afleiðingar að víða varð örtröð í þær laugar sem voru opnar, með tilheyrandi óþægindum og álagi fyrir bæði starfsfólk og sundlaugargesti auk þess sem það kom niður á gæðum vatns í laugunum, öryggiseftirliti, hreinlæti, o.s.frv. Álag á starfsfólk varð því mjög mikið sem olli aukinni streitu hjá starfsfólki og dró úr vilja þess til vinnu á viðkomandi dögum. Nýja skipulagið er afrakstur þess að hlustað hefur verið á gagnrýni sundlaugagesta og starfsfólk og hún nýtt til að bæta skipulag og gæði þjónustunnar. Það verður áfram metnaðarmál hjá okkur að þjónustustigið í sundlaugum borgarinnar verði í hæsta gæðaflokki miðað við önnur sveitarfélög og lönd enda er það mikilvægt lýðheilsumál að bjóða upp á fyrsta flokks þjónustu í sundlaugum fyrir utan hvað það er gaman að fara í sund, njóta heitra og kaldra potta, gufubaðs og góðs félagsskapar við fjölskyldumeðlimi, kunningja og vini. Öll í sund! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Reykjavík Borgarstjórn Sundlaugar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Sjá meira
Ný tillaga um opnunartíma sundlauganna í borginni á hátíðisdögum var samþykkt einróma á síðasta fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Þjónusta sundlauganna verður stóraukin á þessum frídögum einkum á stórhátíðum um jól og páska en almennt fjölgar opnum stundum í sundlaugunum á rauðum dögum um helming eða 64%, en ennþá meira um jól og áramót þegar opnunartíminn yfir hátíðardagana meira en tvöfaldast frá því í fyrra. Tillagan tekur mið af þeirri gagnrýni sem kom fram á opnunina um síðustu jól og áramót frá bæði sundlaugargestum og starfsfólki. Í hnotskurn felur nýja tillagan í sér að dregið verður verulega úr lokunum sundlauga í borginni á frídögum og í stað þess að sundlaugar í borginni verði að jafnaði lokaðar í 9-13 daga hver á árinu fækkar þeim lokunum niður í 1-3 daga. Nánar tiltekið verða sundlaugarnar í austurhluta borgarinnar, þ.e. Grafarvogslaug, Dalslaug, Árbæjarlaug og Breiðholtslaug nú aðeins lokaðar í 2-3 daga á árinu 2024 en lokuðu í alls 13 daga á síðasta ári. Laugardalslaug verður áfram bara lokuð á jóladag en opin hina 364 daga ársins. Sundhöllin og Vesturbæjarlaug verða sömuleiðis bara lokaðar í 1 dag en lokuðu 9 daga á síðasta ári. Á móti kemur að opnunartíminn innan dagsins dregst lítillega saman á hátíðisdögum og viðhaldsdögum, þar sem hver sundlaug fær andlitslyftingu fjölgar um þrjá daga. Með þessu næst sami sparnaður og á síðasta ári eða sem nemur 58 milljónum króna. Breytingarnar taka gildi nú um páskana en um svipað leyti breytist opnunartími sundlauganna um helgar þegar laugarnar loka kl. 21 í stað 22 eins og verið hefur. Áfram verða laugarnar opnar til kl. 22 á virkum dögum. Gögn sýna að aðsóknin í laugarnar minnkar til mikilla muna milli 21 og 22 sérstaklega um helgar og fækkar þá gestum um 65% að meðaltali miðað við á níunda tímanum. Þessi aðgerð er sömuleiðis ákveðin til að mæta hagræðingarkröfu en við munum jafnframt meta reynsluna af þessari tilhögun. Við verðum áfram opin fyrir breytingum svo sem þeim sem auka tekjurnar en við höfum m.a. til skoðunar breytingar á gjaldskrá fyrir 67 ára og eldri, ekki síst með hliðsjón af erlendum ferðamönnum. Gagnrýni tekin alvarlega og brugðist hratt við Samandregið er þjónustuaukningin veruleg í sundlaugunum á helstu stórhátíðum eða sem nemur 25% lengri opnunartíma á páskum og rúmlega tvöföldun opnunartímans um jól og áramót eða nánar tiltekið um 137% þar sem opið verður í alls 219 klst yfir jólahátíðina í stað 93 stunda á síðasta ári. Breytingin felur líka í sér að fleiri laugar verða nú opnar en í fyrra á frídögum, því nú verða 5 af 7 laugum opnar á slíkum dögum en voru 3-4 í fyrra sem hafði þær afleiðingar að víða varð örtröð í þær laugar sem voru opnar, með tilheyrandi óþægindum og álagi fyrir bæði starfsfólk og sundlaugargesti auk þess sem það kom niður á gæðum vatns í laugunum, öryggiseftirliti, hreinlæti, o.s.frv. Álag á starfsfólk varð því mjög mikið sem olli aukinni streitu hjá starfsfólki og dró úr vilja þess til vinnu á viðkomandi dögum. Nýja skipulagið er afrakstur þess að hlustað hefur verið á gagnrýni sundlaugagesta og starfsfólk og hún nýtt til að bæta skipulag og gæði þjónustunnar. Það verður áfram metnaðarmál hjá okkur að þjónustustigið í sundlaugum borgarinnar verði í hæsta gæðaflokki miðað við önnur sveitarfélög og lönd enda er það mikilvægt lýðheilsumál að bjóða upp á fyrsta flokks þjónustu í sundlaugum fyrir utan hvað það er gaman að fara í sund, njóta heitra og kaldra potta, gufubaðs og góðs félagsskapar við fjölskyldumeðlimi, kunningja og vini. Öll í sund! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun