Það er dýrt að spara orkuna fyrir ríkið Gísli Stefánsson skrifar 23. febrúar 2024 11:00 Nú hafa Orkumálaráðherra, Landsnet, Vestmannaeyjabær, HS Veitur og atvinnulífið í Vestmannaeyjum skrifað undir viljayfirlýsingu um að lagðir verði tveir nýjir rafstrengir milli lands og eyja. Lagning strengjanna mun án efa styrkja atvinnulíf og auka gæði búsetu í Eyjum enn frekar… ef…tekst að búa til orkuna sem sem nú er skortur á í landinu. Gaddavírinn kemur í veg fyrir leyfin Leyfisveitingakerfinu má líkja við ókleifar gaddavírsgirðingar sem tekur mörg ár að klippa sig í gegnum og þjónar engum öðrum tilgangi en að vernda umhverfið sem brennsla jarðefnaeldsneytisins fær á meðan að skaða. Á meðan er grunnt á orkunni sem þörf er á víða um land. Orkunni ekki sóað í Eyjum Í orkuskorti má færa rök fyrir því jafnt sem í eðlilegu árferði að orkunni skal ekki sóa. Hér í Eyjum er varmadælustöð sem er frábært tæki til orkusparnaðar, en hún breytir 3MW af raforku yfir í 9MW af varmaorku til húshitunar. Þetta er mjög umhverfisvænt og á að koma í veg fyrir brennslu jarðefnaeldsneytis sem annars þyrfti að grípa til þegar kemur til skerðinga á raforku til fjarvarmaveitunnar í Eyjum. Á að vera dýrt að spara? En nú vandast málið. Með því að spara 6 MW af rafmagni hækkar flutningskostnaður raforkunar hjá Landsneti upp úr öllu valdi því gjaldskráin gerir ekki ráð fyrir því að orka sé spöruð. Þetta er einn helsti þátturinn í því að nú hafa hitaveitureikningar Vestmannaeyinga hækkað um 25% á innan við ári. Það er eðlilegt þegar næg orka er til skiptana að verðlauna þá sem kaupa meira með lægra verði en það skýtur skökku við í orkuskorti að refsa þeim sem spara. Hvati gegn orkuskiptum Hér er ríkið með módel sem hvetur til hækkunnar gjalda óháð orkuskorti, verðbólgu og háu vaxtastigi. Við erum semsagt með kerfi sem þjónar öðrum tilgangi en það þarf að gera í aðstæðum dagsins í dag og vinnur gegn þeim sem þurfa að nýta þjónustuna. Til að vinna á móti þróuninni hefur ríkið svo valið að auka niðurgreiðslu til Vestmannaeyinga úr Orkusjóði sem kemur ekki á móti hækkuninn nema að hluta. Ríkið færir því fjármagn á milli vasa sem er heldur ekki frítt því það kostar mannafla til útreikninga og eftirlits. Rekstrarhæf verð á orku til innviða Nú væri nær að hætta þessu vasatilfærslum sem eru ekkert annað en plástrar og tryggja að hvatar séu í kerfinu til þess að spara orkuna. Sér í lagi þegar orkuframleiðandinn, sem er líka ríkið, hefur lýst yfir orkuskorti á Íslandi. Þeir sem halda uppi innviðum í samfélögum um allt land þurfa að hafa aðgengi að orku til þeirra innviða á rekstrarhæfu verði. Nýleg skýrsla ÍSOR um hitaveitur á Íslandi sýnir að 2/3 hitaveitna á landinu eru í vanda. Ekki er hægt að útiloka það að einhver af þeim veitum þurfi í framtíðinni að nýta raforku til húshitunar líkt. Þörfin á lagfæringu í þessum málaflokki er því augljós og því megum við engan tíma missa. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vestmannaeyjar Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Gísli Stefánsson Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Nú hafa Orkumálaráðherra, Landsnet, Vestmannaeyjabær, HS Veitur og atvinnulífið í Vestmannaeyjum skrifað undir viljayfirlýsingu um að lagðir verði tveir nýjir rafstrengir milli lands og eyja. Lagning strengjanna mun án efa styrkja atvinnulíf og auka gæði búsetu í Eyjum enn frekar… ef…tekst að búa til orkuna sem sem nú er skortur á í landinu. Gaddavírinn kemur í veg fyrir leyfin Leyfisveitingakerfinu má líkja við ókleifar gaddavírsgirðingar sem tekur mörg ár að klippa sig í gegnum og þjónar engum öðrum tilgangi en að vernda umhverfið sem brennsla jarðefnaeldsneytisins fær á meðan að skaða. Á meðan er grunnt á orkunni sem þörf er á víða um land. Orkunni ekki sóað í Eyjum Í orkuskorti má færa rök fyrir því jafnt sem í eðlilegu árferði að orkunni skal ekki sóa. Hér í Eyjum er varmadælustöð sem er frábært tæki til orkusparnaðar, en hún breytir 3MW af raforku yfir í 9MW af varmaorku til húshitunar. Þetta er mjög umhverfisvænt og á að koma í veg fyrir brennslu jarðefnaeldsneytis sem annars þyrfti að grípa til þegar kemur til skerðinga á raforku til fjarvarmaveitunnar í Eyjum. Á að vera dýrt að spara? En nú vandast málið. Með því að spara 6 MW af rafmagni hækkar flutningskostnaður raforkunar hjá Landsneti upp úr öllu valdi því gjaldskráin gerir ekki ráð fyrir því að orka sé spöruð. Þetta er einn helsti þátturinn í því að nú hafa hitaveitureikningar Vestmannaeyinga hækkað um 25% á innan við ári. Það er eðlilegt þegar næg orka er til skiptana að verðlauna þá sem kaupa meira með lægra verði en það skýtur skökku við í orkuskorti að refsa þeim sem spara. Hvati gegn orkuskiptum Hér er ríkið með módel sem hvetur til hækkunnar gjalda óháð orkuskorti, verðbólgu og háu vaxtastigi. Við erum semsagt með kerfi sem þjónar öðrum tilgangi en það þarf að gera í aðstæðum dagsins í dag og vinnur gegn þeim sem þurfa að nýta þjónustuna. Til að vinna á móti þróuninni hefur ríkið svo valið að auka niðurgreiðslu til Vestmannaeyinga úr Orkusjóði sem kemur ekki á móti hækkuninn nema að hluta. Ríkið færir því fjármagn á milli vasa sem er heldur ekki frítt því það kostar mannafla til útreikninga og eftirlits. Rekstrarhæf verð á orku til innviða Nú væri nær að hætta þessu vasatilfærslum sem eru ekkert annað en plástrar og tryggja að hvatar séu í kerfinu til þess að spara orkuna. Sér í lagi þegar orkuframleiðandinn, sem er líka ríkið, hefur lýst yfir orkuskorti á Íslandi. Þeir sem halda uppi innviðum í samfélögum um allt land þurfa að hafa aðgengi að orku til þeirra innviða á rekstrarhæfu verði. Nýleg skýrsla ÍSOR um hitaveitur á Íslandi sýnir að 2/3 hitaveitna á landinu eru í vanda. Ekki er hægt að útiloka það að einhver af þeim veitum þurfi í framtíðinni að nýta raforku til húshitunar líkt. Þörfin á lagfæringu í þessum málaflokki er því augljós og því megum við engan tíma missa. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun