Dýrasta spilið kostar 140 þúsund krónur Bjarki Sigurðsson skrifar 25. febrúar 2024 21:52 Gunnar Valur G. Hermannsson og Barði Páll Böðvarsson, eigendur Pokéhallarinnar. Vísir/Sigurjón Eina Pokémon-verslun landsins hefur stækkað við sig vegna mikillar velgengni. Stök spil geta kostað tugi þúsunda króna en eigendurnir segja viðtökurnar hafa farið fram úr þeirra björtustu vonum. Pokéhöllin, eina verslunin á Íslandi sem sérhæfir sig í Pokémon-varningi, var opnuð fyrst árið 2021 í Glæsibæ. Velgengni búðarinnar varð til þess að eigendurnir fundu sig knúna til þess að stækka við sig og flytja í tvöhundruð fermetra húsnæði í Skeifunni. Allt úti Pokémon-varningi Í versluninni fæst allt til alls, Pokémon-spil, pakkar, bangsar, fígúrur, leikir og annar varningur. Fólk hefur gríðarlegan áhuga á öllu sem tengist þessum litlu skrímslum sem birtust fyrst á sjónarsviðinu árið 1996. „Það var náttúrulega eftir aðv ið opnuðum hóp á Facebook þar sem við vorum að selja Pokémon og það var orðið allt of stórt. Það var bara glufa á markaðnum fyrir sérvöruverslun með Pokémon. Við ákváðum að kýla á það,“ segir Gunnar Valur G. Hermannsson, annar eigenda Pokéhallarinnar. Hvernig hefur þetta gengið hingað til? „Mjög vel. Fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Barði Páll Böðvarsson, einnig eigandi verslunarinnar. Pokéhöllin er paradís Pokémon-aðdáandans.Vísir/Sigurjón Rándýr spil Að safna Pokémon-spilum er ekki ódýrt sport og kostar dýrasta spil verslunarinnar 137 þúsund krónur. Fólk er til í að greiða fúlgu fjár fyrir réttu spilin. Er fólk að koma hingað að kaupa spil á þrjátíu þúsund krónur? „Já, það er bara á hverjum degi sem það gerist,“ segir Gunnar. Dýrasta spil verslunarinnar er ansi dýrt.Vísir/Sigurjón Þá er hægt að fá enn meiri pening fyrir spilin þegar búið er að safna öllum úr sama settinu líkt þau sem eru í þessum ramma hér fyrir neðan, og fást saman á 250 þúsund krónur. Téður rammi þar sem má finna öll spilin úr steingervinga-setti Pokémon. Verðmiðinn? Litlar 250 þúsund krónur.Vísir/Sigurjón Er fólk að hengja svona upp á vegg heima hjá sér í stofunni við hliðina á sjónvarpinu? „Eða bara taka sjónvarpið í burtu og setja þetta í staðinn,“ segir Gunnar. Óopnaður pakki eldri en fréttamaður Það er líka hægt að safna óopnuðum pökkum. Elsti pakkinn í versluninni var framleiddur árið 1999, ári áður en fréttamaður fæddist, og hefur aldrei verið opnaður. „Maður var að kaupa þetta á fjögur hundruð kall í Pennanum eða BT, hvað sem þetta var. Og í dag er einn svona pakki að lágmarki á 45 þúsund krónur,“ segir Gunnar. Pokémon-spilin eru misdýr og fylgir verðið hinni klassísku hagfræðijöfnu, framboð og eftirspurn.Vísir/Sigurjón Ef ég kaupi svona pakka, er ég að opna hann? „Ég persónulega myndi ekki opna hann því hann er 25 ára gamall og maður veit aldrei hvort maður fái spil sem kosta undir þúsund krónur eða hvort þú fáir spil sem kosta tíu, tuttugu, þrjátíu þúsund. Þannig maður veit aldrei hvað maður fær,“ segir Gunnar. Verslun Reykjavík Borðspil Grín og gaman Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Versta kartöfluuppskeran í áratugi Viðskipti innlent Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Kaupir Horn III út úr Líflandi Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Fleiri fréttir Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sjá meira
Pokéhöllin, eina verslunin á Íslandi sem sérhæfir sig í Pokémon-varningi, var opnuð fyrst árið 2021 í Glæsibæ. Velgengni búðarinnar varð til þess að eigendurnir fundu sig knúna til þess að stækka við sig og flytja í tvöhundruð fermetra húsnæði í Skeifunni. Allt úti Pokémon-varningi Í versluninni fæst allt til alls, Pokémon-spil, pakkar, bangsar, fígúrur, leikir og annar varningur. Fólk hefur gríðarlegan áhuga á öllu sem tengist þessum litlu skrímslum sem birtust fyrst á sjónarsviðinu árið 1996. „Það var náttúrulega eftir aðv ið opnuðum hóp á Facebook þar sem við vorum að selja Pokémon og það var orðið allt of stórt. Það var bara glufa á markaðnum fyrir sérvöruverslun með Pokémon. Við ákváðum að kýla á það,“ segir Gunnar Valur G. Hermannsson, annar eigenda Pokéhallarinnar. Hvernig hefur þetta gengið hingað til? „Mjög vel. Fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Barði Páll Böðvarsson, einnig eigandi verslunarinnar. Pokéhöllin er paradís Pokémon-aðdáandans.Vísir/Sigurjón Rándýr spil Að safna Pokémon-spilum er ekki ódýrt sport og kostar dýrasta spil verslunarinnar 137 þúsund krónur. Fólk er til í að greiða fúlgu fjár fyrir réttu spilin. Er fólk að koma hingað að kaupa spil á þrjátíu þúsund krónur? „Já, það er bara á hverjum degi sem það gerist,“ segir Gunnar. Dýrasta spil verslunarinnar er ansi dýrt.Vísir/Sigurjón Þá er hægt að fá enn meiri pening fyrir spilin þegar búið er að safna öllum úr sama settinu líkt þau sem eru í þessum ramma hér fyrir neðan, og fást saman á 250 þúsund krónur. Téður rammi þar sem má finna öll spilin úr steingervinga-setti Pokémon. Verðmiðinn? Litlar 250 þúsund krónur.Vísir/Sigurjón Er fólk að hengja svona upp á vegg heima hjá sér í stofunni við hliðina á sjónvarpinu? „Eða bara taka sjónvarpið í burtu og setja þetta í staðinn,“ segir Gunnar. Óopnaður pakki eldri en fréttamaður Það er líka hægt að safna óopnuðum pökkum. Elsti pakkinn í versluninni var framleiddur árið 1999, ári áður en fréttamaður fæddist, og hefur aldrei verið opnaður. „Maður var að kaupa þetta á fjögur hundruð kall í Pennanum eða BT, hvað sem þetta var. Og í dag er einn svona pakki að lágmarki á 45 þúsund krónur,“ segir Gunnar. Pokémon-spilin eru misdýr og fylgir verðið hinni klassísku hagfræðijöfnu, framboð og eftirspurn.Vísir/Sigurjón Ef ég kaupi svona pakka, er ég að opna hann? „Ég persónulega myndi ekki opna hann því hann er 25 ára gamall og maður veit aldrei hvort maður fái spil sem kosta undir þúsund krónur eða hvort þú fáir spil sem kosta tíu, tuttugu, þrjátíu þúsund. Þannig maður veit aldrei hvað maður fær,“ segir Gunnar.
Verslun Reykjavík Borðspil Grín og gaman Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Versta kartöfluuppskeran í áratugi Viðskipti innlent Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Kaupir Horn III út úr Líflandi Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Fleiri fréttir Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sjá meira