Atvinnurekstur er allra hagur Gunnar Úlfarsson skrifar 22. febrúar 2024 12:30 Öll höfum við sameiginlega hagsmuni af því að lífskjör séu sem best á Íslandi. Það á ekki síður við hjá fyrirtækjum en til eru þau sem vilja telja öðrum trú um að hagsmunirnir séu ekki þeir sömu. Slíkar staðhæfingar gætu ekki verið fjær sannleikanum. Íslensk fyrirtæki keppa sín á milli um færasta starfsfólkið með því að bjóða sem best kaup og kjör. Í ofanálag á íslenskt atvinnulíf í virkri samkeppni við aðrar þjóðir um fólk. Séu lífsgæði hérlendis ekki betri en annars staðar, eða í það minnsta jafngóð, myndu fáir kjósa að flytjast til landsins og við yrðum fljótt uppiskroppa með mannauð. Án fyrirtækja er engin atvinna Það er mikið hagsmunamál fyrir launafólk að til séu þeir sem bæði geta stofnað og rekið fyrirtæki. Það skiptir því miklu að gata þeirra einstaklinga sé greidd en með því má einnig tryggja að allir fái tækifæri til að hrinda eigin hugmyndum í framkvæmd. Sömu aðilarnir þurfa einnig að hafa greitt aðgengi að fjármagni svo unnt sé að fjárfesta í búnaði og tækjum sem auka afköst starfsmanna. Uppruni fjármagnsins getur verið eigið fé, lánsfé eða gróði. Til þess að geta svo greitt starfsmanninum laun fyrir sitt framlag þarf fyrirtækinu að ganga skaplega. Fyrirtæki, sem vegnar betur, geta einnig greitt hærri laun. Þess vegna mætti gera ráð fyrir því að starfsmenn vilji hag fyrirtækjanna sem þeir starfa hjá sem mestan. Í grundvallaratriðum hafa atvinnurekendur og launafólk nefnilega sömu hagsmuna að gæta. Arðbærari fyrirtæki geta borgað betur Enginn rekstur er án áhættu en blessunarlega er til fólk sem er tilbúið að taka þá áhættu. Þeir sem kjósa að binda tíma eða fjármagn í fyrirtækjum ættu því að gera kröfu um ásættanlega ávöxtun eigin fjár. Án arðsemi myndu fæstir stunda atvinnurekstur. Þess vegna skiptir íslenskt samfélag miklu máli að við búum að arðbærum atvinnugreinum en að öllu jöfnu borga þær einnig betur og ráðast frekar í fjárfestingar sem auka framleiðni og verðmætasköpun. Þótt staðan sé góð í sumum atvinnugreinum þá á það hvorki við um allar atvinnugreinar né öll þau 19.000 fyrirtæki sem greiða laun á Íslandi. Í kjaraviðræðum eru gjarnan dregnar fram tölur um arðsemi atvinnugreina og jafnvel einstakra fyrirtækja sem viðmið um hvað sé til skiptanna. Slík nálgun skautar framhjá þeirri sundurleitni sem finnst í afkomu íslenskra fyrirtækja. Árin 2019 – 2022 var afkoma jákvæð sem hlutfall af tekjum í um tveimur af hverjum þremur atvinnugreinum (mynd 1). Af þeim fyrirtækjum sem höfðu jákvæða afkomu var aðeins rúmlega helmingur þeirra með afkomu umfram almennar verðlagshækkanir. Þá sést einnig að þó svo að sumum atvinnugreinum gangi vel um þessar mundir hafa aðrar ekki enn náð sér á strik eftir heimsfaraldur. Að styðjast við arðsemistölur hjá einu fyrirtæki eða atvinnugrein og setja sem viðmið um launahækkanir í annarri mun leiða af sér niðurstöðu sem vinnur gegn sameiginlegum hagsmunum og yfirlýstum markmiðum kjarasamninga, að vinna bug á verðbólgunni. Fyrirtækin reyna að vinna bug á verðbólgunni Atvinnulífið hefur umtalsverða hagsmuni af því að ná niður verðbólgunni enda þrífst atvinnurekstur illa ef stöðugleiki er ekki fyrir hendi. Í þeirri viðleitni hafa mörg fyrirtæki sýnt eindreginn vilja til að halda aftur af verðlagshækkunum og sum jafnvel gengið svo langt að frysta verð tímabundið. Greining Seðlabankans á tilurð verðbólgunnar leiddi í ljós að íslensk fyrirtæki hafa lagt sitt af mörkum til að draga úr verðbólgu. Í Peningamálum sem voru gefin út í nóvember sl. kom fram að álagning innlendra fyrirtækja hefði ekki vegið þungt í þróun verðbólgu árin 2019 – 2022 (mynd 2). Aukna verðbólgu megi fyrst og fremst rekja til óvæntra skella og benda gögnin til þess að hæglega megi fullyrða að fyrirtækin hafi unnið gegn verðbólgu með hóflegri álagningu. Meintum staðhæfingum um hagnaðardrifna verðbólgu hefur þannig verið vísað á bug. Það kemur fæstum á óvart að fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar er enn tíðrætt um gróðaverðbólguna og gefa ekki mikið fyrir greiningu Seðlabankans. Það sem vekur hins vegar sérstaka athygli er að sömu aðilarnir dæmi orð Seðlabankastjóra trúverðug, þegar hann segir að forsenduákvæði í kjarasamningum um vaxtalækkanir vegi ekki að sjálfstæði bankans. Látum það liggja á milli hluta. Hagsmunirnir eru sameiginlegir Að öllu virtu er ljóst að hagsmunir atvinnulífs og heimila fari saman. Á meðan aðilar vinnumarkaðarins karpa um hvernig skipta eigi verðmætunum þá eru það fyrirtæki og starfsfólk sem vinna saman að verðmætasköpuninni. Það er skýr vitnisburður um sameiginlega hagsmuni atvinnulífs og heimila, enda móta þau saman grundvöll þeirra lífskjara sem þjóðin hefur átt að venjast. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Gunnar Úlfarsson Mest lesið Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Öll höfum við sameiginlega hagsmuni af því að lífskjör séu sem best á Íslandi. Það á ekki síður við hjá fyrirtækjum en til eru þau sem vilja telja öðrum trú um að hagsmunirnir séu ekki þeir sömu. Slíkar staðhæfingar gætu ekki verið fjær sannleikanum. Íslensk fyrirtæki keppa sín á milli um færasta starfsfólkið með því að bjóða sem best kaup og kjör. Í ofanálag á íslenskt atvinnulíf í virkri samkeppni við aðrar þjóðir um fólk. Séu lífsgæði hérlendis ekki betri en annars staðar, eða í það minnsta jafngóð, myndu fáir kjósa að flytjast til landsins og við yrðum fljótt uppiskroppa með mannauð. Án fyrirtækja er engin atvinna Það er mikið hagsmunamál fyrir launafólk að til séu þeir sem bæði geta stofnað og rekið fyrirtæki. Það skiptir því miklu að gata þeirra einstaklinga sé greidd en með því má einnig tryggja að allir fái tækifæri til að hrinda eigin hugmyndum í framkvæmd. Sömu aðilarnir þurfa einnig að hafa greitt aðgengi að fjármagni svo unnt sé að fjárfesta í búnaði og tækjum sem auka afköst starfsmanna. Uppruni fjármagnsins getur verið eigið fé, lánsfé eða gróði. Til þess að geta svo greitt starfsmanninum laun fyrir sitt framlag þarf fyrirtækinu að ganga skaplega. Fyrirtæki, sem vegnar betur, geta einnig greitt hærri laun. Þess vegna mætti gera ráð fyrir því að starfsmenn vilji hag fyrirtækjanna sem þeir starfa hjá sem mestan. Í grundvallaratriðum hafa atvinnurekendur og launafólk nefnilega sömu hagsmuna að gæta. Arðbærari fyrirtæki geta borgað betur Enginn rekstur er án áhættu en blessunarlega er til fólk sem er tilbúið að taka þá áhættu. Þeir sem kjósa að binda tíma eða fjármagn í fyrirtækjum ættu því að gera kröfu um ásættanlega ávöxtun eigin fjár. Án arðsemi myndu fæstir stunda atvinnurekstur. Þess vegna skiptir íslenskt samfélag miklu máli að við búum að arðbærum atvinnugreinum en að öllu jöfnu borga þær einnig betur og ráðast frekar í fjárfestingar sem auka framleiðni og verðmætasköpun. Þótt staðan sé góð í sumum atvinnugreinum þá á það hvorki við um allar atvinnugreinar né öll þau 19.000 fyrirtæki sem greiða laun á Íslandi. Í kjaraviðræðum eru gjarnan dregnar fram tölur um arðsemi atvinnugreina og jafnvel einstakra fyrirtækja sem viðmið um hvað sé til skiptanna. Slík nálgun skautar framhjá þeirri sundurleitni sem finnst í afkomu íslenskra fyrirtækja. Árin 2019 – 2022 var afkoma jákvæð sem hlutfall af tekjum í um tveimur af hverjum þremur atvinnugreinum (mynd 1). Af þeim fyrirtækjum sem höfðu jákvæða afkomu var aðeins rúmlega helmingur þeirra með afkomu umfram almennar verðlagshækkanir. Þá sést einnig að þó svo að sumum atvinnugreinum gangi vel um þessar mundir hafa aðrar ekki enn náð sér á strik eftir heimsfaraldur. Að styðjast við arðsemistölur hjá einu fyrirtæki eða atvinnugrein og setja sem viðmið um launahækkanir í annarri mun leiða af sér niðurstöðu sem vinnur gegn sameiginlegum hagsmunum og yfirlýstum markmiðum kjarasamninga, að vinna bug á verðbólgunni. Fyrirtækin reyna að vinna bug á verðbólgunni Atvinnulífið hefur umtalsverða hagsmuni af því að ná niður verðbólgunni enda þrífst atvinnurekstur illa ef stöðugleiki er ekki fyrir hendi. Í þeirri viðleitni hafa mörg fyrirtæki sýnt eindreginn vilja til að halda aftur af verðlagshækkunum og sum jafnvel gengið svo langt að frysta verð tímabundið. Greining Seðlabankans á tilurð verðbólgunnar leiddi í ljós að íslensk fyrirtæki hafa lagt sitt af mörkum til að draga úr verðbólgu. Í Peningamálum sem voru gefin út í nóvember sl. kom fram að álagning innlendra fyrirtækja hefði ekki vegið þungt í þróun verðbólgu árin 2019 – 2022 (mynd 2). Aukna verðbólgu megi fyrst og fremst rekja til óvæntra skella og benda gögnin til þess að hæglega megi fullyrða að fyrirtækin hafi unnið gegn verðbólgu með hóflegri álagningu. Meintum staðhæfingum um hagnaðardrifna verðbólgu hefur þannig verið vísað á bug. Það kemur fæstum á óvart að fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar er enn tíðrætt um gróðaverðbólguna og gefa ekki mikið fyrir greiningu Seðlabankans. Það sem vekur hins vegar sérstaka athygli er að sömu aðilarnir dæmi orð Seðlabankastjóra trúverðug, þegar hann segir að forsenduákvæði í kjarasamningum um vaxtalækkanir vegi ekki að sjálfstæði bankans. Látum það liggja á milli hluta. Hagsmunirnir eru sameiginlegir Að öllu virtu er ljóst að hagsmunir atvinnulífs og heimila fari saman. Á meðan aðilar vinnumarkaðarins karpa um hvernig skipta eigi verðmætunum þá eru það fyrirtæki og starfsfólk sem vinna saman að verðmætasköpuninni. Það er skýr vitnisburður um sameiginlega hagsmuni atvinnulífs og heimila, enda móta þau saman grundvöll þeirra lífskjara sem þjóðin hefur átt að venjast. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun