Hægði verulega á vexti ferðaþjónustunnar undir lok árs Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. febrúar 2024 10:29 Ferðamenn í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Töluvert hægði á vexti ferðaþjónustunnar síðustu tvo mánuði ársins 2023. Velta jókst töluvert í flestum atvinnugreinum á árinu samanborið við 2022 þar sem ferðaþjónustan varð um tíma stærsta atvinnugrein landsins og óx um tuttugu prósent ásamt fasteignaviðskiptum og byggingarstarfsemi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. Þar segir að almennt hafi hægt á vexti veltu í nóvember til desember í fyrra samanborið við sömu mánuði árið 2022. Veltan í ferðaþjónustu hafi verið nær óbreytt miðað við sama tíma árið 2022 eða rúmlega 121 milljarður króna. Þannig minnkaði velta í helmingi atvinnugreina og jókst umfram verðbólgu, 7,9 prósent, í einungis fjórðungi þeirra. Mesta aukningin var í fasteignaviðskiptum, sölu á vélknúnum ökutækjum og byggingarstarfsemi. Mestur samdráttur var í framleiðslu málma, veitustarfsemi og greinum í tækni- og hugverkaiðnaði. Velta í ferðaþjónustu var óbreytt milli ára eftir mikinn og samfelldan vöxt frá miðju ári 2021. Velta í fasteignaviðskiptum hélt áfram að aukast eða um alls 21 prósent og reyndist 27 milljarðar króna á tímabilinu. Meginþorra hækkunarinnar mátti líkt og áður rekja til aukinna leigutekna af atvinnuhúsnæði, bæði vegna hækkunar leigu og nýrra tekjulinda. Þá var einnig markverður vöxtur í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð þar sem velta jókst um 11 prósent á milli ára. Sú hækkun stafaði einkum af 13 prósent vexti í sérhæfðri byggingarstarfsemi, til dæmis raf- og pípulagnir, múrhúðun og fleira. Minni aukning var í byggingu húsnæðis og þróun byggingarverkefna eða 8 prósent. Lítill vöxtur í framleiðslugreinum Þá kemur fram í tilkynningu Hagstofunnar að lítill vöxtur hafi verið í framleiðslugreinum hagkerfisins þar sem lækkun álverðs átti áfram þátt í 16 prósent lægri veltu í framleiðslu málma. Velta í framleiðslu málma hefur nú minnkað sjö skipti í röð. Þá var sjö prósent samdráttur í tækni- og hugverkaiðnaði þar sem sex prósent samdráttur var í hátækniþjónustu og 15 prósent í meðal- og hátækniframleiðslu. Velta var óbreytt í upplýsingatækni og fjarskiptum. Loks var tiltölulega lítill vöxtur í matvælaframleiðslu eða fimm prósent og þar af tvö prósent í kjötiðnaði en samdráttur var í sjávarútvegi og fiskeldi um eitt prósent, þar af fjögur prósent samdráttur í sjávarútvegi. Áfram var góður vöxtur í sölu, viðgerðum og viðhaldi vélknúinna ökutækja og nam velta tímabilsins 57 milljörðum króna sem var 14 prósent hækkun miðað við sama tíma árið 2021. Hins vegar var lítill vöxtur í verslunargreinum og reyndar samdráttur í heildverslun um eitt prósent þar sem helst var markverð níu prósent lækkun í heildverslun með timbur, byggingarefni og hreinlætistæki. Velta í smásölu jókst um sex prósent þar sem 11 prósent vöxtur var hjá stórmörkuðum og matvöruverslunum, níu prósent í lyfjaverslun og sex prósent í sölu á fatnaði en þar var einnig tíu prósent samdráttur í veltu með járn- og byggingarvöru, málningu og gler í sérverslunum. Atvinnurekendur Ferðamennska á Íslandi Byggingariðnaður Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. Þar segir að almennt hafi hægt á vexti veltu í nóvember til desember í fyrra samanborið við sömu mánuði árið 2022. Veltan í ferðaþjónustu hafi verið nær óbreytt miðað við sama tíma árið 2022 eða rúmlega 121 milljarður króna. Þannig minnkaði velta í helmingi atvinnugreina og jókst umfram verðbólgu, 7,9 prósent, í einungis fjórðungi þeirra. Mesta aukningin var í fasteignaviðskiptum, sölu á vélknúnum ökutækjum og byggingarstarfsemi. Mestur samdráttur var í framleiðslu málma, veitustarfsemi og greinum í tækni- og hugverkaiðnaði. Velta í ferðaþjónustu var óbreytt milli ára eftir mikinn og samfelldan vöxt frá miðju ári 2021. Velta í fasteignaviðskiptum hélt áfram að aukast eða um alls 21 prósent og reyndist 27 milljarðar króna á tímabilinu. Meginþorra hækkunarinnar mátti líkt og áður rekja til aukinna leigutekna af atvinnuhúsnæði, bæði vegna hækkunar leigu og nýrra tekjulinda. Þá var einnig markverður vöxtur í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð þar sem velta jókst um 11 prósent á milli ára. Sú hækkun stafaði einkum af 13 prósent vexti í sérhæfðri byggingarstarfsemi, til dæmis raf- og pípulagnir, múrhúðun og fleira. Minni aukning var í byggingu húsnæðis og þróun byggingarverkefna eða 8 prósent. Lítill vöxtur í framleiðslugreinum Þá kemur fram í tilkynningu Hagstofunnar að lítill vöxtur hafi verið í framleiðslugreinum hagkerfisins þar sem lækkun álverðs átti áfram þátt í 16 prósent lægri veltu í framleiðslu málma. Velta í framleiðslu málma hefur nú minnkað sjö skipti í röð. Þá var sjö prósent samdráttur í tækni- og hugverkaiðnaði þar sem sex prósent samdráttur var í hátækniþjónustu og 15 prósent í meðal- og hátækniframleiðslu. Velta var óbreytt í upplýsingatækni og fjarskiptum. Loks var tiltölulega lítill vöxtur í matvælaframleiðslu eða fimm prósent og þar af tvö prósent í kjötiðnaði en samdráttur var í sjávarútvegi og fiskeldi um eitt prósent, þar af fjögur prósent samdráttur í sjávarútvegi. Áfram var góður vöxtur í sölu, viðgerðum og viðhaldi vélknúinna ökutækja og nam velta tímabilsins 57 milljörðum króna sem var 14 prósent hækkun miðað við sama tíma árið 2021. Hins vegar var lítill vöxtur í verslunargreinum og reyndar samdráttur í heildverslun um eitt prósent þar sem helst var markverð níu prósent lækkun í heildverslun með timbur, byggingarefni og hreinlætistæki. Velta í smásölu jókst um sex prósent þar sem 11 prósent vöxtur var hjá stórmörkuðum og matvöruverslunum, níu prósent í lyfjaverslun og sex prósent í sölu á fatnaði en þar var einnig tíu prósent samdráttur í veltu með járn- og byggingarvöru, málningu og gler í sérverslunum.
Atvinnurekendur Ferðamennska á Íslandi Byggingariðnaður Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira