Handbolti

Vals­menn drógust enn á ný á móti liði frá Austur-Evrópu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Óskar Bjarni Óskarsson er þjálfari Valsmanna.
Óskar Bjarni Óskarsson er þjálfari Valsmanna. Vísir/Diego

Valsmenn drógust á móti rúmenska félaginu CSA Steaua frá Búkarest þegar dregið var í átta liða úrslit EHF-bikarsins í handbolta í dag.

Valsliðið hefur gert frábæra hluti í Evrópukeppninni í ár eins og í fyrra og sló síðast út serbneska félagið RK Metaloplastika Elixir.

Áður höfðu Valsmenn slegið út Granitas-Karys frá Litháen, Pölva Serviti frá Eistlandi og HC Motor Zaporizhzhia frá Úkraínu.

Slái Valsmenn Rúmenana út þá mætar þeir sigurvegaranum úr leik CS Minaur Baia Mare frá Rúmeníu og Bregenz Handball frá Austurríki í undanúrslitum keppninnar.

Valsmenn gætu því verið aftur á leiðinni til Rúmeníu í undanúrslitunum en fyrst þarf að komast þangað.

Fyrri leikur átta liða úrslitanna fer fram 23. eða 23. mars en sá síðari verður 30. eða 31. mars.

Undanúrslitin fara síðan fram í lok aprílmánaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×