Um áhyggjur Guðmundur Arnar Sigurðsson skrifar 20. febrúar 2024 08:30 Áhyggjum má skipta í litlar og miklar. Miklar áhyggjur trufla daglegt líf mikið en litlar lítið. Sumir hafa miklar áhyggjur af því sem aðrir hafa litlar áhyggjur af og öfugt. Þar af leiðandi er ekki hægt að gefa sér að ákveðnar áhyggjur séu litlar og aðrar miklar. Áhyggjur eru stundum eins og biluð plata. Áhyggjur spretta stundum fram eins og gorkúlur. Allar eru þær ágengar. Litlar áhyggjur eru eins og börn sem suða í þér um að fá annan ís, miklar áhyggjur eins og sölumenn dauðans sem hafa hag af að ná til þín. Þær trufla einbeitinguna, þú missir sjónar af því sem er mikilvægt. Hvað á að gera við áhyggjur? Sumar áhyggjur geturðu auðveldlega hrist af þér. Þú getur hlegið að þeim og snúið þér aftur að því sem þú varst að fást við. Ef þú upplifir ónotalega tilfinningu í tengslum við áhyggjur þínar, skaltu viðurkenna tilfinninguna og vonandi geturðu svo snúið þér að verkefni þínu. Stundum þarftu samt að gefa þér tíma til að skoða áhyggjurnar og gá hvort þær standist skoðun. Ef þú hefur áhyggjur af því að þér sé ekki að takast að framkvæma eitthvað eins vel og þú vilt er gott að skrifa á raunsæjan hátt um framgöngu þína. Hvað gengur vel og hvað má betur fara? Gerðu síðan breytingar til batnaðar. Ef þú komst illa fram við einhvern þá er gott að þú hafir miklar áhyggjur af því hvernig viðkomandi líði. Kannski er best að hafa samband, kannski ekki, það fer eftir aðstæðum. Það mikilvægasta er að einsetja sér að bæta hegðun sína og halda áfram. Ef þú hefur áhyggjur af því að einhverjum líki ekki við þig, mundu þá að ekki er hægt að stjórna því hvað öðrum finnst um þig. Í einhverjum tilvikum á við að losa um spennu sem hefur myndast á milli þín og viðkomandi með því að ræða málin. Stundum líkar einhverjum illa við þig og þú getur ekkert gert í því. Í mörgum tilvikum eru áhyggjurnar þó uppblásnar og standast ekki skoðun. Fólk er ekki að pæla eins mikið í þér og þú heldur. Áhyggjur eru stundum mikilvæg áminning um að breyta hegðun, viðvörunarljós eftir hrapaleg mistök, en oftast eru áhyggjur gruggugt baðvatn sem brúnaþung manneskja hrærir í með priki. Ný hugmynd streymir til þín eins og vatn úr sturtuhaus. Hvað ætlarðu að gera við nýju hugmyndina? Skrifa sögu? Höfundur er heimspekikennari í Réttarholtsskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 30.08.2025 Halldór Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skoðun Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Áhyggjum má skipta í litlar og miklar. Miklar áhyggjur trufla daglegt líf mikið en litlar lítið. Sumir hafa miklar áhyggjur af því sem aðrir hafa litlar áhyggjur af og öfugt. Þar af leiðandi er ekki hægt að gefa sér að ákveðnar áhyggjur séu litlar og aðrar miklar. Áhyggjur eru stundum eins og biluð plata. Áhyggjur spretta stundum fram eins og gorkúlur. Allar eru þær ágengar. Litlar áhyggjur eru eins og börn sem suða í þér um að fá annan ís, miklar áhyggjur eins og sölumenn dauðans sem hafa hag af að ná til þín. Þær trufla einbeitinguna, þú missir sjónar af því sem er mikilvægt. Hvað á að gera við áhyggjur? Sumar áhyggjur geturðu auðveldlega hrist af þér. Þú getur hlegið að þeim og snúið þér aftur að því sem þú varst að fást við. Ef þú upplifir ónotalega tilfinningu í tengslum við áhyggjur þínar, skaltu viðurkenna tilfinninguna og vonandi geturðu svo snúið þér að verkefni þínu. Stundum þarftu samt að gefa þér tíma til að skoða áhyggjurnar og gá hvort þær standist skoðun. Ef þú hefur áhyggjur af því að þér sé ekki að takast að framkvæma eitthvað eins vel og þú vilt er gott að skrifa á raunsæjan hátt um framgöngu þína. Hvað gengur vel og hvað má betur fara? Gerðu síðan breytingar til batnaðar. Ef þú komst illa fram við einhvern þá er gott að þú hafir miklar áhyggjur af því hvernig viðkomandi líði. Kannski er best að hafa samband, kannski ekki, það fer eftir aðstæðum. Það mikilvægasta er að einsetja sér að bæta hegðun sína og halda áfram. Ef þú hefur áhyggjur af því að einhverjum líki ekki við þig, mundu þá að ekki er hægt að stjórna því hvað öðrum finnst um þig. Í einhverjum tilvikum á við að losa um spennu sem hefur myndast á milli þín og viðkomandi með því að ræða málin. Stundum líkar einhverjum illa við þig og þú getur ekkert gert í því. Í mörgum tilvikum eru áhyggjurnar þó uppblásnar og standast ekki skoðun. Fólk er ekki að pæla eins mikið í þér og þú heldur. Áhyggjur eru stundum mikilvæg áminning um að breyta hegðun, viðvörunarljós eftir hrapaleg mistök, en oftast eru áhyggjur gruggugt baðvatn sem brúnaþung manneskja hrærir í með priki. Ný hugmynd streymir til þín eins og vatn úr sturtuhaus. Hvað ætlarðu að gera við nýju hugmyndina? Skrifa sögu? Höfundur er heimspekikennari í Réttarholtsskóla.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun