Um sögnina „ að pála“ Jóhann Hauksson skrifar 19. febrúar 2024 14:48 Þetta er greinarstúfur um sögnina „pála“, að pála e.h. eða „ pálast“ á einhverjum. Ég hef alla tíð haft áhuga á málvísindum, einkum merkingarfræði (semantic) og orðsifjafræði (etymology). Sömuleiðis hef ég lagt mig eftir nýyrðum og kynnti mér eitt sinn nýyrðasmíð Guðmundar Finnbogasonar, fræðimanns sem átti sitt blómaskeið á fyrri hluta síðustu aldar. Sögnina „að pála“ heyrði ég á dögunum. Hún beygist veikt eins og að kála (pála, pálaði, hef pálað). „Að pálast á einhverjum“ verður þá málfræðilega líkt því að pönkast á einhverjum. Sömuleiðis má mynda nafnorð af sögninni þ.e. „pálun“ sem beygist þá veikt. Merkingin En hvað merkir sögnin „að pála“? Eftir því sem ég kemst næst er merking hennar að ófrægja og hafa æruna af blaðamönnum og öðrum með upplognum sökum er þeir hafa gerst svo djarfir að ljósta upp um einhver óþægileg svikamál. Sömuleiðis er hægt að gefa þeim stöðu sakborninga eins og gert var í að minnsta kosti tvö ár i nafni lögregluembættis norður í landi sem líka hefur sama stofn og byrjar á „pál“. Við nánari athugun virtist sem sögnin að pála væri farin að fá víðtækari merkingu. Dæmi: „Heyrðu vinur! Heyrði ég rétt að þú værir farinn að pála Sigurjón eftir að þú tapaðir illa fyrir honum í skák og hann stakk undan þér á árshátíðinni? Reyndu að hegða þér eins og siðað fólk. Maður pálast ekki á fólki af svona tilefni þótt hatur og biturð geri vart við sig um tíma.“ Hver er þá uppruni þessarar sagnar, „að pála“? Það er verkefni orðsifjafræðinnar sem reynir að rekja sögu og uppruna orðanna og merkingarinnar. Tökum dæmi. Til er sögnin að „smána“. Hún á sér fullkomna samsvörun t.d. í sænsku, „att småna). Sögnin þýðir að gera lítið úr einhverjum, niðurlægja og ófrægja með ýmsu móti. Athyglisvert er að orðið er dregið af smár eða lítill sem er andstæðan við stór, mikill o.s.frv. Við tölum um lítilmenni í ákveðinni merkingu. Við eigum niðrandi orðalag um menn sem við líkjum stundum við „lítil“ skriðdýr o.s.frv. Uppruninn Hver er þá uppruni sagnarinnar „að pála e.h.“ samkvæmt forskrift orðsifjafræðinnnar? Lítil rannsókn mín hefur leitt í ljós að orðið á sögulega nýtilkomið og á uppruna í nöfnum „Páls“ Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja og „Páls“ Vilhjálmssonar, aðstoðarmanns skrímsladeildar Samherja. Frekari athugun styrkti þessa tilgátu þegar til sögunnar kom „Pál“ey Borgþórsdóttir, lögreglustjóri Samherja á Akureyri, sem ákveðið hefur með sínu fólki að gefa nokkrum blaðamönnum stöðu grunaðra í að minnsta kosti tvö ár. Maður sagði mér að það væri nú kallað „pálun“. Árásargirni og ótti Pálarnir tveir hafa sem sagt tekið sér það fyrir hendur undanfarin misseri að grafa undan téðum blaðamönnum með upplognum sökum um þjófnað, morðtilraun og ýmis önnur brot, svo sem á lögum um persónuvernd. Þetta hafa þeir gert með kaldhömruðum og forhertum hætti, einkum í tengslum við Morgunblaðið. Þar hæfir skel kjafti enda á heift og langrækni heimilisfang upp í Hádegismóum. Eins og áður segir eru Pálarnir á mála hjá Samherja en svo vill til að umræddir blaðamenn ljóstuðu upp um eitt mesta mútuhneyksli síðari ára á norðurhveli jarðar sem rætur átti að rekja til græðgi Samherja í veiðikvóta fátækrar þjóðar í Afríku, Namibíu nánar til tekið. Viðbrögð og varnir félagsins gagnvart uppljóstraranum og blaðamönnunum voru gamalkunnar: Hvernig komust þið yfir gögn? Eru þau ólöglega fengin? Brutu þið lög helvítin ykkar? Reyndu þið að myrða minn mann? Ég segi aðeins um þetta, að heimurinn væri verri ef blaða- og fréttamenn hefðu aldrei fengið upplýsingar í hendur framhjá vilja þeirra ríku og þeirra sem völdin hafa og þykjast vera handhafar laga og sannleika hverju sinni. Réttarríkið íslenska býður nú Samherja, Pálum og Páleyju að lifa í refsileysi ofar lögunum en pálast á blaðamönnum, sem vinna vinnu sína eins og vera ber. Meiðyrðamál gegn Pálunum er til að mynda eins og að stökkva vatni á gæs enda getur verið arðbært að ljúga sakir upp á aðra. Sem sagt. Þetta er lítil tilraun til að gera grein fyrir nýyrði sem skotið hefur upp kollinum í íslensku máli. Eftir því sem ég best veit eru Páley, Páll og Páll ennþá að pálast á blaðamönnunum og jafnvel því meir sem ótti þeirra vex um að illa kunni að fara. Höfundur er fyrrverandi blaðamaður og áhugamaður um málvísindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Samherjaskjölin Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Samfélagsmiðlar Jóhann Hauksson Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þetta er greinarstúfur um sögnina „pála“, að pála e.h. eða „ pálast“ á einhverjum. Ég hef alla tíð haft áhuga á málvísindum, einkum merkingarfræði (semantic) og orðsifjafræði (etymology). Sömuleiðis hef ég lagt mig eftir nýyrðum og kynnti mér eitt sinn nýyrðasmíð Guðmundar Finnbogasonar, fræðimanns sem átti sitt blómaskeið á fyrri hluta síðustu aldar. Sögnina „að pála“ heyrði ég á dögunum. Hún beygist veikt eins og að kála (pála, pálaði, hef pálað). „Að pálast á einhverjum“ verður þá málfræðilega líkt því að pönkast á einhverjum. Sömuleiðis má mynda nafnorð af sögninni þ.e. „pálun“ sem beygist þá veikt. Merkingin En hvað merkir sögnin „að pála“? Eftir því sem ég kemst næst er merking hennar að ófrægja og hafa æruna af blaðamönnum og öðrum með upplognum sökum er þeir hafa gerst svo djarfir að ljósta upp um einhver óþægileg svikamál. Sömuleiðis er hægt að gefa þeim stöðu sakborninga eins og gert var í að minnsta kosti tvö ár i nafni lögregluembættis norður í landi sem líka hefur sama stofn og byrjar á „pál“. Við nánari athugun virtist sem sögnin að pála væri farin að fá víðtækari merkingu. Dæmi: „Heyrðu vinur! Heyrði ég rétt að þú værir farinn að pála Sigurjón eftir að þú tapaðir illa fyrir honum í skák og hann stakk undan þér á árshátíðinni? Reyndu að hegða þér eins og siðað fólk. Maður pálast ekki á fólki af svona tilefni þótt hatur og biturð geri vart við sig um tíma.“ Hver er þá uppruni þessarar sagnar, „að pála“? Það er verkefni orðsifjafræðinnar sem reynir að rekja sögu og uppruna orðanna og merkingarinnar. Tökum dæmi. Til er sögnin að „smána“. Hún á sér fullkomna samsvörun t.d. í sænsku, „att småna). Sögnin þýðir að gera lítið úr einhverjum, niðurlægja og ófrægja með ýmsu móti. Athyglisvert er að orðið er dregið af smár eða lítill sem er andstæðan við stór, mikill o.s.frv. Við tölum um lítilmenni í ákveðinni merkingu. Við eigum niðrandi orðalag um menn sem við líkjum stundum við „lítil“ skriðdýr o.s.frv. Uppruninn Hver er þá uppruni sagnarinnar „að pála e.h.“ samkvæmt forskrift orðsifjafræðinnnar? Lítil rannsókn mín hefur leitt í ljós að orðið á sögulega nýtilkomið og á uppruna í nöfnum „Páls“ Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja og „Páls“ Vilhjálmssonar, aðstoðarmanns skrímsladeildar Samherja. Frekari athugun styrkti þessa tilgátu þegar til sögunnar kom „Pál“ey Borgþórsdóttir, lögreglustjóri Samherja á Akureyri, sem ákveðið hefur með sínu fólki að gefa nokkrum blaðamönnum stöðu grunaðra í að minnsta kosti tvö ár. Maður sagði mér að það væri nú kallað „pálun“. Árásargirni og ótti Pálarnir tveir hafa sem sagt tekið sér það fyrir hendur undanfarin misseri að grafa undan téðum blaðamönnum með upplognum sökum um þjófnað, morðtilraun og ýmis önnur brot, svo sem á lögum um persónuvernd. Þetta hafa þeir gert með kaldhömruðum og forhertum hætti, einkum í tengslum við Morgunblaðið. Þar hæfir skel kjafti enda á heift og langrækni heimilisfang upp í Hádegismóum. Eins og áður segir eru Pálarnir á mála hjá Samherja en svo vill til að umræddir blaðamenn ljóstuðu upp um eitt mesta mútuhneyksli síðari ára á norðurhveli jarðar sem rætur átti að rekja til græðgi Samherja í veiðikvóta fátækrar þjóðar í Afríku, Namibíu nánar til tekið. Viðbrögð og varnir félagsins gagnvart uppljóstraranum og blaðamönnunum voru gamalkunnar: Hvernig komust þið yfir gögn? Eru þau ólöglega fengin? Brutu þið lög helvítin ykkar? Reyndu þið að myrða minn mann? Ég segi aðeins um þetta, að heimurinn væri verri ef blaða- og fréttamenn hefðu aldrei fengið upplýsingar í hendur framhjá vilja þeirra ríku og þeirra sem völdin hafa og þykjast vera handhafar laga og sannleika hverju sinni. Réttarríkið íslenska býður nú Samherja, Pálum og Páleyju að lifa í refsileysi ofar lögunum en pálast á blaðamönnum, sem vinna vinnu sína eins og vera ber. Meiðyrðamál gegn Pálunum er til að mynda eins og að stökkva vatni á gæs enda getur verið arðbært að ljúga sakir upp á aðra. Sem sagt. Þetta er lítil tilraun til að gera grein fyrir nýyrði sem skotið hefur upp kollinum í íslensku máli. Eftir því sem ég best veit eru Páley, Páll og Páll ennþá að pálast á blaðamönnunum og jafnvel því meir sem ótti þeirra vex um að illa kunni að fara. Höfundur er fyrrverandi blaðamaður og áhugamaður um málvísindi.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun