Handbolti

Arnar velur tvo ný­liða í landsliðshópinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Arnar Pétursson landsliðsþjálfari hefur valið 19 leikmenn sem geta mætt Svíum um næstu mánaðarmót.
Arnar Pétursson landsliðsþjálfari hefur valið 19 leikmenn sem geta mætt Svíum um næstu mánaðarmót. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, hefur valið 19 leikmenn sem taka þátt í leikjum liðsins gegn Svíþjóð í undankeppni EM 2024.

Að þessu sinni eru tveir nýliðar í hópnum, en það eru þær Alfa Brá Hagalín úr Fram og Tinna Sigurrós Traustadóttir úr Selfossi, en hvorugar eiga þær landsleik að baki.

Andrea Jacobsen, Díana Dögg Magnúsdóttir og Hafdís Renötudóttir eru meiddar og taka því ekki þátt í verkefninu. Þá á Sandra Erlingsdóttir von á barni og tekur heldur ekki þátt í verkefni liðsins.

Fyrri leikur liðanna fer fram að Ásvöllum miðvikudaginn 28. febrúar og sá síðari í Karlskrona í Svíþjóð laugardaginn 2. mars. Hópinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Markverðir:

Elín Jóna Þor­steins­dótt­ir, EH Aal­borg (55/​2)

Sara Sif Helga­dótt­ir, Val­ur (7/​0)

Aðrir leik­menn:

Al­dís Ásta Heim­is­dótt­ir, Skara (7/​3)

Alfa Brá Hagalín, Fram (0/​0)

Berg­lind Þor­steins­dótt­ir, Fram (22/​5)

Elín Klara Þor­kels­dótt­ir, Hauk­ar (8/​11)

Elín Rósa Magnús­dótt­ir, Val­ur (15/​33)

Elísa Elías­dótt­ir, ÍBV (12/​10)

Hildigunn­ur Ein­ars­dótt­ir, Val­ur (104/​123)

Jó­hanna Mar­grét Sig­urðardótt­ir, Skara (12/​8)

Katla María Magnús­dótt­ir, Sel­foss (5/​2)

Katrín Tinna Jens­dótt­ir, ÍR (17/​4)

Lilja Ágústs­dótt­ir, Val­ur (20/​14)

Perla Ruth Al­berts­dótt­ir, Sel­foss (44/​79)

Sunna Jóns­dótt­ir, ÍBV (86/​64)

Thea Imani Sturlu­dótt­ir, Val­ur (74/​158)

Tinna Sig­ur­rós Trausta­dótt­ir, Sel­foss (0/​0)

Þórey Anna Ásgeirs­dótt­ir, Val­ur (43/​46)

Þórey Rósa Stef­áns­dótt­ir, Fram (133/​384)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×