Dauðahald valds Viðar Hreinsson skrifar 9. febrúar 2024 12:01 Það sem nú gengur yfir á Gaza er afhjúpandi. Það afhjúpar vald sem Vesturlönd hafa tekið sér, verja og halda í dauðahaldi. Bókstaflega dauðahaldi. Það hófst af alvöru fyrir 500 árum –samþætt valdi sem Evrópubúar tóku sér í sívaxandi mæli yfir náttúru og fólki í öðrum heimshlutum. Við súpum æ beiskara seyði af náttúrudrottnun sem ekki sér fyrir endann á og afleiðingar nýlendukúgunar tekur á sig hryllilegar myndir. Drottnun yfir fólki í öðrum heimshlutum er löng kúgunarsaga og óheyrilega ljót. Heilum þjóðflokkum frumbyggja var útrýmt, fólk var hneppt í grimmilegan þrældóm og flutt á milli heimsálfa. Nú er víða verið að draga fram afleiðingarnar og gera þær upp. Þær koma upp úr fjöldagröfum, heimildum og allskyns vitnisburðum og uppgjörið fer fram í menningu, stjórnmálum og aðgerðum um víða veröld. Ofbeldið gagnvart fólki og náttúru var í hagnaðarskyni. Arðrán og ofsagróði hafa yfirskyggt ýmsar góðar hugmyndir sem þróuðust á Vesturlöndum um lýðræði og mannúð. Um leið voru þær notaðar sem réttlæting ofbeldis. Afraksturinn er óheyrileg velmegun Vesturlanda og valdastétta annarra heimshluta og síðustu áratugi gengdarlaust neyslusukk óralangt umfram allar eðlilegar þarfir. Heilu heimshlutarnir eru úr lagi gengnir, eftir arðrán og yfirgang Vesturlanda sem hafa ráðskast með nýlendur og auðlindir að vild. Þar er rótin að blóðbaðinu í Palestínu sem er dapurleg táknmynd valdsins. Síonistar tóku að seilast eftir valdi í skjóli Breta fyrir meira en hundrað árum og eftir útrýmingu Gyðinga í Þýskalandi var Palestína notuð sem samviskuplástur Evrópu. Ísraelsríki var stofnað og þjóð hrakin á flótta. Palestína er kjarni og táknmynd af sér gengins nýlenduvalds, afmennskandi valds sem Vesturlönd hafa tekið sér. Það er útilokað að meta mannslíf misjafnlega eftir hörundslit eða öðrum uppruna. Það gera þó Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og þau sem styðja þau til embætta og valda, með því að styðja beint eða óbeint morðæði Ísraelsstjórnar. Stofnun Ísraelsríkis var frá upphafi valdbeiting Vesturlanda. Bjarni Benediktsson ver gamalgróið vald. Vald og forréttindi auðstétta stórvelda gagnvart almúga heimsins. Sú vörn er gjörfirrt og sneydd hugsun og mannúð. Bjarni japlar á sömu rangfærslunum aftur út og suður, um þolmörk að bresta. Það er augljóst að lifandi manneskjur eru skiptimynt hans í pólitískri tækifærismennsku. Það er gamalkunn aðferð að endurtaka sömu lygina nógu oft en Bjarni er svo skyni skroppinn í einsýni sinni að hann áttar sig ekki á að æ fleiri eru hætt að trúa honum og hafa snúið við honum baki. Þó að Bjarni segi að það sé ljótt af Ísraelsstjórn að fara svona með fólk er það bara hálfkák. Hann kærir sig kollóttan um fórnarkostnaðinn, ófær um að horfast í augu við blóði drifinn og limlestan veruleikann, um 28 þúsund manns myrt, þar af vel á annan tug þúsunda barna og helmingi fleiri eru limlest og hungur og úrræðaleysi sverfa að. Meiri hörmungar en hægt er að afbera að horfa uppá. „Þetta eru ekki hvítir Vesturlandabúar“ er sjónarmið valdsins en æ fleiri segja hástöfum, „börnin á Gaza eru okkar börn.“ Það er augljóst að Bjarni Benediktsson hefur engan áhuga á að bjarga þeim hingað til lands sem rétt eiga á því, þótt þrautseigt Palestínufólk og vinir þeirra hafi tjaldað á Austurvelli og víða sé mótmælt hástöfum. Bjarni ver vald sitt og sinna nóta og VG ver Bjarna. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru í aumkunarverðri keppni í undanbrögðum og flæmingi. Annað þeirra í ósvífinni og skyni skroppinni valdsgæslu, ástæður hins skil ég ekki, þar er manneskja sem fólk leit til sem vænlegs leiðtoga til að leiða baráttu fyrir brýnum og óhjákvæmilegum samfélagsbreytingum, gegn því drottnunarvaldi sem níðist á fólki og umhverfi. Allar þær væntingar eru löngu brostnar. Ekki er fleiri orðum eyðandi á fyrirlitlegt úrræðaleysi. Nú hafa þrjár kvenhetjur tekið af skarið. Baráttukonan María Lilja Þrastardóttir og frábæru rithöfundarnir Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Kristín Eiríksdóttir. Þær eiga vini meðal Palestínufólks og gátu ekki afborið ástandið lengur heldur tóku til sinna ráða. Þær hafa bjargað einni fjölskyldu og ætla að bjarga fleirum, í hrópandi andstöðu við dugleysi stjórnvalda og rasíska mannfyrirlitningu sem utanríkisráðherra getur ekki lengur leynt. Þessar konur eru allar mæður. Aðgerðir þeirra eru táknrænar, rétt eins og valdsvörn ráðherrans. En þær birta okkur von. Heimurinn lagast ekki fyrr en fleira hversdagsfólk fer að dæmi þeirra, breytir vanmætti í styrk samstöðunnar og hefst handa. Öll getum við lagt af mörkum til umbóta, stórt eða smátt, í samkennd með öllu fólki. Fyrsta skrefið gæti verið að styðja aðgerðir hetjanna með framlagi til þessarar söfnunar sem samtökin Solaris hafa efnt til: Reikningsnúmer: 0515-14-007470 Kennitala: 600217-0380 AUR: 1237919151 (Athugasemd: Palestína) Höfundur er bókmenntafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Hreinsson Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það sem nú gengur yfir á Gaza er afhjúpandi. Það afhjúpar vald sem Vesturlönd hafa tekið sér, verja og halda í dauðahaldi. Bókstaflega dauðahaldi. Það hófst af alvöru fyrir 500 árum –samþætt valdi sem Evrópubúar tóku sér í sívaxandi mæli yfir náttúru og fólki í öðrum heimshlutum. Við súpum æ beiskara seyði af náttúrudrottnun sem ekki sér fyrir endann á og afleiðingar nýlendukúgunar tekur á sig hryllilegar myndir. Drottnun yfir fólki í öðrum heimshlutum er löng kúgunarsaga og óheyrilega ljót. Heilum þjóðflokkum frumbyggja var útrýmt, fólk var hneppt í grimmilegan þrældóm og flutt á milli heimsálfa. Nú er víða verið að draga fram afleiðingarnar og gera þær upp. Þær koma upp úr fjöldagröfum, heimildum og allskyns vitnisburðum og uppgjörið fer fram í menningu, stjórnmálum og aðgerðum um víða veröld. Ofbeldið gagnvart fólki og náttúru var í hagnaðarskyni. Arðrán og ofsagróði hafa yfirskyggt ýmsar góðar hugmyndir sem þróuðust á Vesturlöndum um lýðræði og mannúð. Um leið voru þær notaðar sem réttlæting ofbeldis. Afraksturinn er óheyrileg velmegun Vesturlanda og valdastétta annarra heimshluta og síðustu áratugi gengdarlaust neyslusukk óralangt umfram allar eðlilegar þarfir. Heilu heimshlutarnir eru úr lagi gengnir, eftir arðrán og yfirgang Vesturlanda sem hafa ráðskast með nýlendur og auðlindir að vild. Þar er rótin að blóðbaðinu í Palestínu sem er dapurleg táknmynd valdsins. Síonistar tóku að seilast eftir valdi í skjóli Breta fyrir meira en hundrað árum og eftir útrýmingu Gyðinga í Þýskalandi var Palestína notuð sem samviskuplástur Evrópu. Ísraelsríki var stofnað og þjóð hrakin á flótta. Palestína er kjarni og táknmynd af sér gengins nýlenduvalds, afmennskandi valds sem Vesturlönd hafa tekið sér. Það er útilokað að meta mannslíf misjafnlega eftir hörundslit eða öðrum uppruna. Það gera þó Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og þau sem styðja þau til embætta og valda, með því að styðja beint eða óbeint morðæði Ísraelsstjórnar. Stofnun Ísraelsríkis var frá upphafi valdbeiting Vesturlanda. Bjarni Benediktsson ver gamalgróið vald. Vald og forréttindi auðstétta stórvelda gagnvart almúga heimsins. Sú vörn er gjörfirrt og sneydd hugsun og mannúð. Bjarni japlar á sömu rangfærslunum aftur út og suður, um þolmörk að bresta. Það er augljóst að lifandi manneskjur eru skiptimynt hans í pólitískri tækifærismennsku. Það er gamalkunn aðferð að endurtaka sömu lygina nógu oft en Bjarni er svo skyni skroppinn í einsýni sinni að hann áttar sig ekki á að æ fleiri eru hætt að trúa honum og hafa snúið við honum baki. Þó að Bjarni segi að það sé ljótt af Ísraelsstjórn að fara svona með fólk er það bara hálfkák. Hann kærir sig kollóttan um fórnarkostnaðinn, ófær um að horfast í augu við blóði drifinn og limlestan veruleikann, um 28 þúsund manns myrt, þar af vel á annan tug þúsunda barna og helmingi fleiri eru limlest og hungur og úrræðaleysi sverfa að. Meiri hörmungar en hægt er að afbera að horfa uppá. „Þetta eru ekki hvítir Vesturlandabúar“ er sjónarmið valdsins en æ fleiri segja hástöfum, „börnin á Gaza eru okkar börn.“ Það er augljóst að Bjarni Benediktsson hefur engan áhuga á að bjarga þeim hingað til lands sem rétt eiga á því, þótt þrautseigt Palestínufólk og vinir þeirra hafi tjaldað á Austurvelli og víða sé mótmælt hástöfum. Bjarni ver vald sitt og sinna nóta og VG ver Bjarna. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru í aumkunarverðri keppni í undanbrögðum og flæmingi. Annað þeirra í ósvífinni og skyni skroppinni valdsgæslu, ástæður hins skil ég ekki, þar er manneskja sem fólk leit til sem vænlegs leiðtoga til að leiða baráttu fyrir brýnum og óhjákvæmilegum samfélagsbreytingum, gegn því drottnunarvaldi sem níðist á fólki og umhverfi. Allar þær væntingar eru löngu brostnar. Ekki er fleiri orðum eyðandi á fyrirlitlegt úrræðaleysi. Nú hafa þrjár kvenhetjur tekið af skarið. Baráttukonan María Lilja Þrastardóttir og frábæru rithöfundarnir Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Kristín Eiríksdóttir. Þær eiga vini meðal Palestínufólks og gátu ekki afborið ástandið lengur heldur tóku til sinna ráða. Þær hafa bjargað einni fjölskyldu og ætla að bjarga fleirum, í hrópandi andstöðu við dugleysi stjórnvalda og rasíska mannfyrirlitningu sem utanríkisráðherra getur ekki lengur leynt. Þessar konur eru allar mæður. Aðgerðir þeirra eru táknrænar, rétt eins og valdsvörn ráðherrans. En þær birta okkur von. Heimurinn lagast ekki fyrr en fleira hversdagsfólk fer að dæmi þeirra, breytir vanmætti í styrk samstöðunnar og hefst handa. Öll getum við lagt af mörkum til umbóta, stórt eða smátt, í samkennd með öllu fólki. Fyrsta skrefið gæti verið að styðja aðgerðir hetjanna með framlagi til þessarar söfnunar sem samtökin Solaris hafa efnt til: Reikningsnúmer: 0515-14-007470 Kennitala: 600217-0380 AUR: 1237919151 (Athugasemd: Palestína) Höfundur er bókmenntafræðingur.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar