Mun færri nýjar íbúðir en þörf er á Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2024 10:53 HMS segir of fáar íbúðir hafa verið byggðar og útlit sé fyrir að þeim muni fækka enn frekar á næstu árum. Vísir/Vilhelm Nýjum íbúðum fjölgaði um 3.079 á síðasta ári en það er langt frá því að uppfylla íbúðaþörf á landinu. Íbúðum hefði þurft að fjölga um að minnsta kosti fjögur þúsund til að uppfylla þá þörf sem er fyrir hendi og bendir samdráttur í húsnæðisuppbyggingu til þess að enn muni draga úr framboði á nýju húsnæði á næstu árum. Þetta kemur fram grein á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Íslands, sem birt var í dag en þar segir einnig að íbúðir sem búist er við að klárist á þessu ári muni ekki heldur svala íbúðaþörfinni á árinu. Greinin byggir á niðurstöðum úr nýlegri skoðun HMS á íbúðum í byggingu á Íslandi. Í greininni segir að samkvæmt miðspá íbúðaþarfagreiningar sem birt var í október þurfi tæplega tuttugu þúsund nýjar íbúðir á næstu fimm árum og það jafngildi tæplega fjögur þúsund íbúðum á ári hverju. HMS segir að í byrjun síðasta árs hafi verið uppi vísbendingar um að íbúðabygging væri að dragast saman og að könnun Samtaka iðnaðarins hafi sýnt 65 prósenta samdrátt í áformum um uppbyggingu nýrra íbúða. Íbúðatalning HMS síðasta september sýnir fram á svipaðan samdrátt. Samkvæmt henni var umfang nýrra íbúðarframkvæmda sjötíu prósentum minna en á sama tíma árið 2022. Þá bendir ný könnun SI til fimmtán prósenta samdráttar til viðbótar á þessu ári. Það samsvarar 75 prósenta samdrætti í íbúðauppbyggingu frá árinu 2022, samkvæmt HMS Bendir það til að framboð nýrra íbúða á húsnæðismarkaði á næstu árum. Það muni ekki vera nálægt því að uppfylla íbúðaþörf samkvæmt þarfagreiningu HMS. Húsnæðismál Efnahagsmál Fasteignamarkaður Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Þetta kemur fram grein á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Íslands, sem birt var í dag en þar segir einnig að íbúðir sem búist er við að klárist á þessu ári muni ekki heldur svala íbúðaþörfinni á árinu. Greinin byggir á niðurstöðum úr nýlegri skoðun HMS á íbúðum í byggingu á Íslandi. Í greininni segir að samkvæmt miðspá íbúðaþarfagreiningar sem birt var í október þurfi tæplega tuttugu þúsund nýjar íbúðir á næstu fimm árum og það jafngildi tæplega fjögur þúsund íbúðum á ári hverju. HMS segir að í byrjun síðasta árs hafi verið uppi vísbendingar um að íbúðabygging væri að dragast saman og að könnun Samtaka iðnaðarins hafi sýnt 65 prósenta samdrátt í áformum um uppbyggingu nýrra íbúða. Íbúðatalning HMS síðasta september sýnir fram á svipaðan samdrátt. Samkvæmt henni var umfang nýrra íbúðarframkvæmda sjötíu prósentum minna en á sama tíma árið 2022. Þá bendir ný könnun SI til fimmtán prósenta samdráttar til viðbótar á þessu ári. Það samsvarar 75 prósenta samdrætti í íbúðauppbyggingu frá árinu 2022, samkvæmt HMS Bendir það til að framboð nýrra íbúða á húsnæðismarkaði á næstu árum. Það muni ekki vera nálægt því að uppfylla íbúðaþörf samkvæmt þarfagreiningu HMS.
Húsnæðismál Efnahagsmál Fasteignamarkaður Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira