Lífið

Lauf­ey hlaut Grammy-verðlaun

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Laufey Lín hlaut verðlaunin fyrir breiðskífu sína Bewitched.
Laufey Lín hlaut verðlaunin fyrir breiðskífu sína Bewitched. AP/Chris Pizzello

Laufey Lín Jónsdóttir hlaut Grammy-verðlaun í kvöld í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched.

Grammy verðlaun­in fara nú fram í Crypto-höllinni í Los Ang­eles í 66. skipti í kvöld og voru tveir Íslendingar tilnefndir, Laufey annars vegar og Ólafur Arnaldsson fyrir plötu sína Some Kind of Peace í flokki nýaldartónlistar.

„Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að þetta gæti gerst. Ég vil bara þakka teyminu á bakvið mig, foreldrum mínum og ömmum og öfum fyrir að kynna mig fyrir tónlist. Stærstu þakkirnar fær tvíburasystir mín Júnía sem er helsti stuðningsmaður minn og hefur hjálpað mér í gegnum þennan mest spennandi kafla í lífi mínu,“ sagði Laufey þegar hún tók við verðlaununum.

Meðal þeirra sem tilnefnd voru í sama flokki voru Bruce Springsteen með plötuna Only the Strong Survive, Rickie Lee Jones með plötuna Pieces of Treasure og hljómsveitin Pentatonix með plötuna Holidays Around the World. 

Laufey tók lagið.AP/Chris Pizzello





Fleiri fréttir

Sjá meira


×