Doc Rivers þjálfar stjörnuliðið gegn vilja sínum Siggeir Ævarsson skrifar 4. febrúar 2024 23:00 Doc Rivers er ekki sáttur með að fá að þjálfa Stjörnuliðið vísir/Getty NBA-deildin hefur tilkynnt um þjálfara stjörnuliða austur- og vesturstrandar en stjörnuleikurinn fer fram þann 18. febrúar næstkomandi. Doc Rivers mun þjálfa lið austurstrandarinnar og hefur sú ákvörun vakið töluverða athygli. Rivers tók við liði Milwaukee Bucks nokkuð óvænt þann 23. janúar en Adrian Griffin var með 30 sigra í 43 leikjum á tímabilinu og í 2. sæti austurdeilarinnar á eftir Boston Celtics. Þegar þjálfarar stjörnuliðanna eru valdir er sá háttur hafður á að þeir þjálfarar sem eru með bestan árangur á hvorri strönd eru sjálfkrafa valdir til starfa. Sú undantekning er þó gerð að enginn fær að þjálfa tvö ár í röð. Er sú regla kennd við hinn goðsagnakennda þjálfara Pat Riley sem átti tilkall til að þjálfa lið vesturstrandarinnar átta sinnum á níu tímabilum á 9. áratugnum þegar hann þjálfaði Lakers. Þar sem Joe Mazzulla, þjálfari Boston Celtics, þjálfaði lið austurstrandarinnar í fyrra, er þjálfari Bucks næstur í goggunaröðinni. Rivers hefur stýrt liði Bucks í þremur leikjum og unnið einn. Þessi ákvörðun hefur vakið töluverða athygli og er Rivers sjálfur ekki sáttur og sagði að þetta væri algjörlega fáránlegt. „Tja, Adrian mun fá eitthvað að peningunum, það er nokkuð ljóst, og hring. Þetta er ansi sérstakt. Mér finnst að það ætti að vera einhver regla að einhver annar en ég geri þetta.“ Maybe I ll send my staff and I ll go on vacation Doc Rivers was just as stunned as the rest of us finding out he d be coaching the All-Star Game pic.twitter.com/KQu5BxjHVR— Barstool Sports (@barstoolsports) February 4, 2024 Rivers landaði sínum fyrsta sigri með Bucks þegar liðið lagði Dallas Mavericks, 129-117, síðustu nótt. Sá sigur gerði það að verkum að Rivers tryggði sér þjálfarasætið hjá stjörnuliðinu. Sérfræðingarnir í Inside the NBA fóru yfir möguleikana fyrir leikinn og var greinilega skemmt yfir þessari sérkennilegu stöðu. Inside the NBA joking about if Doc Rivers coaches the All Star Game while being 0-2 pic.twitter.com/EeoiIPeblK https://t.co/nD0aWIIFA8— Alex (@Dubs408) February 2, 2024 Körfubolti NBA Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Sjá meira
Rivers tók við liði Milwaukee Bucks nokkuð óvænt þann 23. janúar en Adrian Griffin var með 30 sigra í 43 leikjum á tímabilinu og í 2. sæti austurdeilarinnar á eftir Boston Celtics. Þegar þjálfarar stjörnuliðanna eru valdir er sá háttur hafður á að þeir þjálfarar sem eru með bestan árangur á hvorri strönd eru sjálfkrafa valdir til starfa. Sú undantekning er þó gerð að enginn fær að þjálfa tvö ár í röð. Er sú regla kennd við hinn goðsagnakennda þjálfara Pat Riley sem átti tilkall til að þjálfa lið vesturstrandarinnar átta sinnum á níu tímabilum á 9. áratugnum þegar hann þjálfaði Lakers. Þar sem Joe Mazzulla, þjálfari Boston Celtics, þjálfaði lið austurstrandarinnar í fyrra, er þjálfari Bucks næstur í goggunaröðinni. Rivers hefur stýrt liði Bucks í þremur leikjum og unnið einn. Þessi ákvörðun hefur vakið töluverða athygli og er Rivers sjálfur ekki sáttur og sagði að þetta væri algjörlega fáránlegt. „Tja, Adrian mun fá eitthvað að peningunum, það er nokkuð ljóst, og hring. Þetta er ansi sérstakt. Mér finnst að það ætti að vera einhver regla að einhver annar en ég geri þetta.“ Maybe I ll send my staff and I ll go on vacation Doc Rivers was just as stunned as the rest of us finding out he d be coaching the All-Star Game pic.twitter.com/KQu5BxjHVR— Barstool Sports (@barstoolsports) February 4, 2024 Rivers landaði sínum fyrsta sigri með Bucks þegar liðið lagði Dallas Mavericks, 129-117, síðustu nótt. Sá sigur gerði það að verkum að Rivers tryggði sér þjálfarasætið hjá stjörnuliðinu. Sérfræðingarnir í Inside the NBA fóru yfir möguleikana fyrir leikinn og var greinilega skemmt yfir þessari sérkennilegu stöðu. Inside the NBA joking about if Doc Rivers coaches the All Star Game while being 0-2 pic.twitter.com/EeoiIPeblK https://t.co/nD0aWIIFA8— Alex (@Dubs408) February 2, 2024
Körfubolti NBA Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Sjá meira