„Við brutum oftar en þeir samkvæmt reglunum í dag“ Smári Jökull Jónsson skrifar 2. febrúar 2024 21:36 Arnar var líflegur á hliðarlínunni í dag sem endranær. Vísir/Bára Dröfn Arnar Guðjónsson var afar svekktur með niðurstöðuna í leik Stjörnunnar og Vals í kvöld. Stjarnan hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum í Subway-deildinni. „Við fundum engar glufur í sóknarleiknum eftir að James (Ellisor) fékk fjórðu villuna. Við vorum staðir og fundum léleg skot,“ sagði Arnar í viðtali strax að leik loknum en Stjörnumenn leiddu á tímabili í síðari hálfleik með tíu stigum. „Mér fannst við gera margt mjög vel og þar var án nokkurs vafa miklu meiri keppni í þessu liði heldur en var í síðasta leik. Það er margt jákvætt og við erum í hörkuleik á móti besta liði landsins. Við verðum að hætta að vorkenna okkur yfir því hvernig hann fór. Við verðum að fara að vinna leiki ef við ætlum í úrslitakeppni, við erum með nógu góðan mannskap í það. Við þurfum að fara að vinna leiki.“ Stjarnan er nú í 8. - 9. sæti Subway-deildarinnar með jafn mörg stig og Tindastóll. Stjarnan hefur færst neðar í töflunni síðustu vikur eftir tap í fjórum af síðustu fimm leikjum. „Við erum í 9. sæti held ég og auðvitað hef ég áhyggjur af því. Þetta lið á að vera ofar. Við náðum ekki að búa til skot í 4. leikhluta og það er það sem er að fara með þetta. Við frusum líka gegn Þór Þorlákshöfn og við erum að gefa of mörg vítaskot.“ Talandi um vítaskot þá var mikið flautað í leiknum í dag. Bæði lið lentu í villuvandræðum en rétt fyrir viðtalið var Arnar að ræða við dómara leiksins um muninn á fjölda vítaskota sem liðin tóku í leiknum. „Þeir skutu 39 vítum og við 18. Þeir skjóta 21 vítaskoti meira en við. Þar kannski liggur leikurinn,“ sagði Arnar og sneri svo aðeins út úr næstu spurningu blaðamanns varðandi það í hverju þessi munur lægi. „Ég ætla að gefa þér að þú kunnir reglurnar. Ef þú brýtur af þér þá fá hinir vítaskot. Ef þeir brjóta ekki af sér þá fá þeir ekki vítaskot.“ „Þú sérð þetta allt í slow-motion og hlýtur að vita þetta betur en ég. Ég ætla að horfa á þetta aftur. Við brutum oftar en þeir samkvæmt reglunum í dag. Þá er það bara þannig.“ Subway-deild karla Stjarnan Valur Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira
„Við fundum engar glufur í sóknarleiknum eftir að James (Ellisor) fékk fjórðu villuna. Við vorum staðir og fundum léleg skot,“ sagði Arnar í viðtali strax að leik loknum en Stjörnumenn leiddu á tímabili í síðari hálfleik með tíu stigum. „Mér fannst við gera margt mjög vel og þar var án nokkurs vafa miklu meiri keppni í þessu liði heldur en var í síðasta leik. Það er margt jákvætt og við erum í hörkuleik á móti besta liði landsins. Við verðum að hætta að vorkenna okkur yfir því hvernig hann fór. Við verðum að fara að vinna leiki ef við ætlum í úrslitakeppni, við erum með nógu góðan mannskap í það. Við þurfum að fara að vinna leiki.“ Stjarnan er nú í 8. - 9. sæti Subway-deildarinnar með jafn mörg stig og Tindastóll. Stjarnan hefur færst neðar í töflunni síðustu vikur eftir tap í fjórum af síðustu fimm leikjum. „Við erum í 9. sæti held ég og auðvitað hef ég áhyggjur af því. Þetta lið á að vera ofar. Við náðum ekki að búa til skot í 4. leikhluta og það er það sem er að fara með þetta. Við frusum líka gegn Þór Þorlákshöfn og við erum að gefa of mörg vítaskot.“ Talandi um vítaskot þá var mikið flautað í leiknum í dag. Bæði lið lentu í villuvandræðum en rétt fyrir viðtalið var Arnar að ræða við dómara leiksins um muninn á fjölda vítaskota sem liðin tóku í leiknum. „Þeir skutu 39 vítum og við 18. Þeir skjóta 21 vítaskoti meira en við. Þar kannski liggur leikurinn,“ sagði Arnar og sneri svo aðeins út úr næstu spurningu blaðamanns varðandi það í hverju þessi munur lægi. „Ég ætla að gefa þér að þú kunnir reglurnar. Ef þú brýtur af þér þá fá hinir vítaskot. Ef þeir brjóta ekki af sér þá fá þeir ekki vítaskot.“ „Þú sérð þetta allt í slow-motion og hlýtur að vita þetta betur en ég. Ég ætla að horfa á þetta aftur. Við brutum oftar en þeir samkvæmt reglunum í dag. Þá er það bara þannig.“
Subway-deild karla Stjarnan Valur Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira