Hin stóra ógn við lífið á jörðinni er ekki efnisleg Helga Völundardóttir skrifar 29. janúar 2024 10:01 Ég, líkt og aðrir hef verið upptekin af framtíðarsýn mannsins á okkar einustu og bestu jörð. Það tók tíma að koma þeirri hugsun og allri umhverfis og vistkerfis umræðu inn í daglegt líf okkar flestra, en það tókst. Lengi höfum við sagt setningar sem gefa í skyn að við séum á einhvern hátt að eyðileggja jörðina. Það er krúttlegt að þessi tegund sem öllu ræður og stjórnar, skuli halda að mannkynið sé þess bært að eyðileggja jörðina. Hljómar ekki trúlega, svo máttug erum við ekki. Við erum hinsvegar að raska og hugsanlega eyðileggja okkar eigin lífssmöguleika á jörðinni, en það er hægt að gera það á fleiri en einn máta. Það sjá flestir að þessar hugmyndir eru löngu komnar yfir síðasta söludag. Framtíð barna okkar og barnabarna lítur ekki sérlega vel út að óbreyttu. Við flokkum í gríð og erg, kaupum rafmagnsbíla, drekkum oft úr sömu glösum, sjúgum drykki með papparörum, látum vatnið ekki renna of lengi, slökkvum ljósin og reynum almennt að hegða okkur. Þetta er í okkar augum sjálfsagt smáræði. Á meðan á þessu brambolti okkar gengur erum við að átta okkur á að stjórnvöld víða um heim hirða ekki um þessi mál af sama krafti. Mengandi stóriðja, gamaldags hagvaxtarkrafa í formi botnlausrar framleiðslu er á fullu í boði stjórnvalda um allan heim og Ísland enginn eftirbátur. Almenningur er sem betur fer farin að gera athugasemdir við þessa glórulausu kapítalísku kröfu um framleiðslu og gamaldags hugmyndir um hagvöxt. Það sjá flestir að þessar hugmyndir eru löngu komnar yfir síðasta söludag og stjórnmálamenn sem japla á þessari tuggu þar með líka. Fólk sem setur fæturna í dyrnar til að varna deyjandi börnum innkomu. En nú hefur bæst í ógnina við vistkerfið. Þessi viðbót er ósýnileg en er þó ekki vírus. Þessi viðbót er það hirðuleysi og kæruleysi og skeytingarleysi sem ráðamenn þjóða sýna mannlegum þjáningum. Við kjósum þetta fólk, þeirra rétta andlit sést best þegar Það opnar á sér munninn á ögurstundu mannkyns. Á slíkri stundu skiptir máli hvað þetta fólk segir, hvað það gerir og „hvort“ það segir eitthvað eða gerir. Nýja ógnin er ekki vírus, ekki plast, ekki eiturgufur, hún á heima í mannsandanum og, ég endurtek, er í formi skeytingaleysis, hirðuleysis og kæruleysis gagnvart þjáningum annarra. Þessi hegðun er ógn við mannkynið, ógn við vistkerfi mennskunnar. Fólk sem hefur troðið sér með látum við stýrið og viðhefur orð og aðgerðir sem standa gegn mannúð. Það er áberandi að fólkið sem sýnir af sér þessa hegðun er duglegt við að koma sér í framlínuna sem talsmenn þjóða og mannfólks hér á jörðinni. Oft er tilgangurinn með því svo enginn sérstakur annar, en að maka annarra manna kremi á eigin köku. Það mannfólk sem stendur með lífi og framtíð mannkyns á jörðinni, verður að taka afstöðu gegn þessari ógn ekki síðar en núna. Því núna er ögurstund. Við sem sjáum þetta, skiljum að ekki er hægt að vera með fólk í framlínu sem sýnir af sér þetta líflausa tóm yfir þjáningum annarra. Hvorki hér né á alþjóðavettvangi. Fólk sem hefur troðið sér með látum við stýrið og viðhefur orð og aðgerðir sem standa gegn mannúð, fólk sem setur fæturna í dyrnar til að varna deyjandi börnum innkomu, fólk sem stendur í vegi fyrir að aðstoð berist til þeirra sem horfast í augu við dauðann í sundursprengdu umhverfi, í hungri og kulda og horfir á börnin sín deyja og lætur svo lífið sjálft í kjallaraherbergi helvítis. Þetta viðhorf ógnar lífi og framtíð okkar mannanna hér á jörðinni og er ógn við vistkerfi mennskunnar. Þetta fólk í framlínu, okkar talsmenn, sem hegða sér þannig varpa ekki bara skugga á allt sem er þess virði að lifa fyrir, það er einnig ógn við lífið á jörðinni. Við erum með fólk haldið þessu viðhorfi við okkar stýri hér, Það fólk fellur undir ofangreinda lýsingu og sýnir með því vítavert kæruleysi, vítavert hirðuleysi og vítavert skeytingaleysi gagnvart þjáningum annarra. Af slíku eru alvarlegar afleiðingar. Ég endurtek, Þetta viðhorf ógnar lífi og framtíð okkar mannanna hér á jörðinni og er ógn við vistkerfi mennskunnar. Þetta viðhorf þarf að upprætast hið bráðasta úr öllu stjórnkerfi heimsins. Því annars er öll önnur barátta eða framtíðarsýn til lítils, ef ekki einskis. Höfundur er nemandi í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Ég, líkt og aðrir hef verið upptekin af framtíðarsýn mannsins á okkar einustu og bestu jörð. Það tók tíma að koma þeirri hugsun og allri umhverfis og vistkerfis umræðu inn í daglegt líf okkar flestra, en það tókst. Lengi höfum við sagt setningar sem gefa í skyn að við séum á einhvern hátt að eyðileggja jörðina. Það er krúttlegt að þessi tegund sem öllu ræður og stjórnar, skuli halda að mannkynið sé þess bært að eyðileggja jörðina. Hljómar ekki trúlega, svo máttug erum við ekki. Við erum hinsvegar að raska og hugsanlega eyðileggja okkar eigin lífssmöguleika á jörðinni, en það er hægt að gera það á fleiri en einn máta. Það sjá flestir að þessar hugmyndir eru löngu komnar yfir síðasta söludag. Framtíð barna okkar og barnabarna lítur ekki sérlega vel út að óbreyttu. Við flokkum í gríð og erg, kaupum rafmagnsbíla, drekkum oft úr sömu glösum, sjúgum drykki með papparörum, látum vatnið ekki renna of lengi, slökkvum ljósin og reynum almennt að hegða okkur. Þetta er í okkar augum sjálfsagt smáræði. Á meðan á þessu brambolti okkar gengur erum við að átta okkur á að stjórnvöld víða um heim hirða ekki um þessi mál af sama krafti. Mengandi stóriðja, gamaldags hagvaxtarkrafa í formi botnlausrar framleiðslu er á fullu í boði stjórnvalda um allan heim og Ísland enginn eftirbátur. Almenningur er sem betur fer farin að gera athugasemdir við þessa glórulausu kapítalísku kröfu um framleiðslu og gamaldags hugmyndir um hagvöxt. Það sjá flestir að þessar hugmyndir eru löngu komnar yfir síðasta söludag og stjórnmálamenn sem japla á þessari tuggu þar með líka. Fólk sem setur fæturna í dyrnar til að varna deyjandi börnum innkomu. En nú hefur bæst í ógnina við vistkerfið. Þessi viðbót er ósýnileg en er þó ekki vírus. Þessi viðbót er það hirðuleysi og kæruleysi og skeytingarleysi sem ráðamenn þjóða sýna mannlegum þjáningum. Við kjósum þetta fólk, þeirra rétta andlit sést best þegar Það opnar á sér munninn á ögurstundu mannkyns. Á slíkri stundu skiptir máli hvað þetta fólk segir, hvað það gerir og „hvort“ það segir eitthvað eða gerir. Nýja ógnin er ekki vírus, ekki plast, ekki eiturgufur, hún á heima í mannsandanum og, ég endurtek, er í formi skeytingaleysis, hirðuleysis og kæruleysis gagnvart þjáningum annarra. Þessi hegðun er ógn við mannkynið, ógn við vistkerfi mennskunnar. Fólk sem hefur troðið sér með látum við stýrið og viðhefur orð og aðgerðir sem standa gegn mannúð. Það er áberandi að fólkið sem sýnir af sér þessa hegðun er duglegt við að koma sér í framlínuna sem talsmenn þjóða og mannfólks hér á jörðinni. Oft er tilgangurinn með því svo enginn sérstakur annar, en að maka annarra manna kremi á eigin köku. Það mannfólk sem stendur með lífi og framtíð mannkyns á jörðinni, verður að taka afstöðu gegn þessari ógn ekki síðar en núna. Því núna er ögurstund. Við sem sjáum þetta, skiljum að ekki er hægt að vera með fólk í framlínu sem sýnir af sér þetta líflausa tóm yfir þjáningum annarra. Hvorki hér né á alþjóðavettvangi. Fólk sem hefur troðið sér með látum við stýrið og viðhefur orð og aðgerðir sem standa gegn mannúð, fólk sem setur fæturna í dyrnar til að varna deyjandi börnum innkomu, fólk sem stendur í vegi fyrir að aðstoð berist til þeirra sem horfast í augu við dauðann í sundursprengdu umhverfi, í hungri og kulda og horfir á börnin sín deyja og lætur svo lífið sjálft í kjallaraherbergi helvítis. Þetta viðhorf ógnar lífi og framtíð okkar mannanna hér á jörðinni og er ógn við vistkerfi mennskunnar. Þetta fólk í framlínu, okkar talsmenn, sem hegða sér þannig varpa ekki bara skugga á allt sem er þess virði að lifa fyrir, það er einnig ógn við lífið á jörðinni. Við erum með fólk haldið þessu viðhorfi við okkar stýri hér, Það fólk fellur undir ofangreinda lýsingu og sýnir með því vítavert kæruleysi, vítavert hirðuleysi og vítavert skeytingaleysi gagnvart þjáningum annarra. Af slíku eru alvarlegar afleiðingar. Ég endurtek, Þetta viðhorf ógnar lífi og framtíð okkar mannanna hér á jörðinni og er ógn við vistkerfi mennskunnar. Þetta viðhorf þarf að upprætast hið bráðasta úr öllu stjórnkerfi heimsins. Því annars er öll önnur barátta eða framtíðarsýn til lítils, ef ekki einskis. Höfundur er nemandi í þjóðfræði við Háskóla Íslands.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar