Hin stóra ógn við lífið á jörðinni er ekki efnisleg Helga Völundardóttir skrifar 29. janúar 2024 10:01 Ég, líkt og aðrir hef verið upptekin af framtíðarsýn mannsins á okkar einustu og bestu jörð. Það tók tíma að koma þeirri hugsun og allri umhverfis og vistkerfis umræðu inn í daglegt líf okkar flestra, en það tókst. Lengi höfum við sagt setningar sem gefa í skyn að við séum á einhvern hátt að eyðileggja jörðina. Það er krúttlegt að þessi tegund sem öllu ræður og stjórnar, skuli halda að mannkynið sé þess bært að eyðileggja jörðina. Hljómar ekki trúlega, svo máttug erum við ekki. Við erum hinsvegar að raska og hugsanlega eyðileggja okkar eigin lífssmöguleika á jörðinni, en það er hægt að gera það á fleiri en einn máta. Það sjá flestir að þessar hugmyndir eru löngu komnar yfir síðasta söludag. Framtíð barna okkar og barnabarna lítur ekki sérlega vel út að óbreyttu. Við flokkum í gríð og erg, kaupum rafmagnsbíla, drekkum oft úr sömu glösum, sjúgum drykki með papparörum, látum vatnið ekki renna of lengi, slökkvum ljósin og reynum almennt að hegða okkur. Þetta er í okkar augum sjálfsagt smáræði. Á meðan á þessu brambolti okkar gengur erum við að átta okkur á að stjórnvöld víða um heim hirða ekki um þessi mál af sama krafti. Mengandi stóriðja, gamaldags hagvaxtarkrafa í formi botnlausrar framleiðslu er á fullu í boði stjórnvalda um allan heim og Ísland enginn eftirbátur. Almenningur er sem betur fer farin að gera athugasemdir við þessa glórulausu kapítalísku kröfu um framleiðslu og gamaldags hugmyndir um hagvöxt. Það sjá flestir að þessar hugmyndir eru löngu komnar yfir síðasta söludag og stjórnmálamenn sem japla á þessari tuggu þar með líka. Fólk sem setur fæturna í dyrnar til að varna deyjandi börnum innkomu. En nú hefur bæst í ógnina við vistkerfið. Þessi viðbót er ósýnileg en er þó ekki vírus. Þessi viðbót er það hirðuleysi og kæruleysi og skeytingarleysi sem ráðamenn þjóða sýna mannlegum þjáningum. Við kjósum þetta fólk, þeirra rétta andlit sést best þegar Það opnar á sér munninn á ögurstundu mannkyns. Á slíkri stundu skiptir máli hvað þetta fólk segir, hvað það gerir og „hvort“ það segir eitthvað eða gerir. Nýja ógnin er ekki vírus, ekki plast, ekki eiturgufur, hún á heima í mannsandanum og, ég endurtek, er í formi skeytingaleysis, hirðuleysis og kæruleysis gagnvart þjáningum annarra. Þessi hegðun er ógn við mannkynið, ógn við vistkerfi mennskunnar. Fólk sem hefur troðið sér með látum við stýrið og viðhefur orð og aðgerðir sem standa gegn mannúð. Það er áberandi að fólkið sem sýnir af sér þessa hegðun er duglegt við að koma sér í framlínuna sem talsmenn þjóða og mannfólks hér á jörðinni. Oft er tilgangurinn með því svo enginn sérstakur annar, en að maka annarra manna kremi á eigin köku. Það mannfólk sem stendur með lífi og framtíð mannkyns á jörðinni, verður að taka afstöðu gegn þessari ógn ekki síðar en núna. Því núna er ögurstund. Við sem sjáum þetta, skiljum að ekki er hægt að vera með fólk í framlínu sem sýnir af sér þetta líflausa tóm yfir þjáningum annarra. Hvorki hér né á alþjóðavettvangi. Fólk sem hefur troðið sér með látum við stýrið og viðhefur orð og aðgerðir sem standa gegn mannúð, fólk sem setur fæturna í dyrnar til að varna deyjandi börnum innkomu, fólk sem stendur í vegi fyrir að aðstoð berist til þeirra sem horfast í augu við dauðann í sundursprengdu umhverfi, í hungri og kulda og horfir á börnin sín deyja og lætur svo lífið sjálft í kjallaraherbergi helvítis. Þetta viðhorf ógnar lífi og framtíð okkar mannanna hér á jörðinni og er ógn við vistkerfi mennskunnar. Þetta fólk í framlínu, okkar talsmenn, sem hegða sér þannig varpa ekki bara skugga á allt sem er þess virði að lifa fyrir, það er einnig ógn við lífið á jörðinni. Við erum með fólk haldið þessu viðhorfi við okkar stýri hér, Það fólk fellur undir ofangreinda lýsingu og sýnir með því vítavert kæruleysi, vítavert hirðuleysi og vítavert skeytingaleysi gagnvart þjáningum annarra. Af slíku eru alvarlegar afleiðingar. Ég endurtek, Þetta viðhorf ógnar lífi og framtíð okkar mannanna hér á jörðinni og er ógn við vistkerfi mennskunnar. Þetta viðhorf þarf að upprætast hið bráðasta úr öllu stjórnkerfi heimsins. Því annars er öll önnur barátta eða framtíðarsýn til lítils, ef ekki einskis. Höfundur er nemandi í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ég, líkt og aðrir hef verið upptekin af framtíðarsýn mannsins á okkar einustu og bestu jörð. Það tók tíma að koma þeirri hugsun og allri umhverfis og vistkerfis umræðu inn í daglegt líf okkar flestra, en það tókst. Lengi höfum við sagt setningar sem gefa í skyn að við séum á einhvern hátt að eyðileggja jörðina. Það er krúttlegt að þessi tegund sem öllu ræður og stjórnar, skuli halda að mannkynið sé þess bært að eyðileggja jörðina. Hljómar ekki trúlega, svo máttug erum við ekki. Við erum hinsvegar að raska og hugsanlega eyðileggja okkar eigin lífssmöguleika á jörðinni, en það er hægt að gera það á fleiri en einn máta. Það sjá flestir að þessar hugmyndir eru löngu komnar yfir síðasta söludag. Framtíð barna okkar og barnabarna lítur ekki sérlega vel út að óbreyttu. Við flokkum í gríð og erg, kaupum rafmagnsbíla, drekkum oft úr sömu glösum, sjúgum drykki með papparörum, látum vatnið ekki renna of lengi, slökkvum ljósin og reynum almennt að hegða okkur. Þetta er í okkar augum sjálfsagt smáræði. Á meðan á þessu brambolti okkar gengur erum við að átta okkur á að stjórnvöld víða um heim hirða ekki um þessi mál af sama krafti. Mengandi stóriðja, gamaldags hagvaxtarkrafa í formi botnlausrar framleiðslu er á fullu í boði stjórnvalda um allan heim og Ísland enginn eftirbátur. Almenningur er sem betur fer farin að gera athugasemdir við þessa glórulausu kapítalísku kröfu um framleiðslu og gamaldags hugmyndir um hagvöxt. Það sjá flestir að þessar hugmyndir eru löngu komnar yfir síðasta söludag og stjórnmálamenn sem japla á þessari tuggu þar með líka. Fólk sem setur fæturna í dyrnar til að varna deyjandi börnum innkomu. En nú hefur bæst í ógnina við vistkerfið. Þessi viðbót er ósýnileg en er þó ekki vírus. Þessi viðbót er það hirðuleysi og kæruleysi og skeytingarleysi sem ráðamenn þjóða sýna mannlegum þjáningum. Við kjósum þetta fólk, þeirra rétta andlit sést best þegar Það opnar á sér munninn á ögurstundu mannkyns. Á slíkri stundu skiptir máli hvað þetta fólk segir, hvað það gerir og „hvort“ það segir eitthvað eða gerir. Nýja ógnin er ekki vírus, ekki plast, ekki eiturgufur, hún á heima í mannsandanum og, ég endurtek, er í formi skeytingaleysis, hirðuleysis og kæruleysis gagnvart þjáningum annarra. Þessi hegðun er ógn við mannkynið, ógn við vistkerfi mennskunnar. Fólk sem hefur troðið sér með látum við stýrið og viðhefur orð og aðgerðir sem standa gegn mannúð. Það er áberandi að fólkið sem sýnir af sér þessa hegðun er duglegt við að koma sér í framlínuna sem talsmenn þjóða og mannfólks hér á jörðinni. Oft er tilgangurinn með því svo enginn sérstakur annar, en að maka annarra manna kremi á eigin köku. Það mannfólk sem stendur með lífi og framtíð mannkyns á jörðinni, verður að taka afstöðu gegn þessari ógn ekki síðar en núna. Því núna er ögurstund. Við sem sjáum þetta, skiljum að ekki er hægt að vera með fólk í framlínu sem sýnir af sér þetta líflausa tóm yfir þjáningum annarra. Hvorki hér né á alþjóðavettvangi. Fólk sem hefur troðið sér með látum við stýrið og viðhefur orð og aðgerðir sem standa gegn mannúð, fólk sem setur fæturna í dyrnar til að varna deyjandi börnum innkomu, fólk sem stendur í vegi fyrir að aðstoð berist til þeirra sem horfast í augu við dauðann í sundursprengdu umhverfi, í hungri og kulda og horfir á börnin sín deyja og lætur svo lífið sjálft í kjallaraherbergi helvítis. Þetta viðhorf ógnar lífi og framtíð okkar mannanna hér á jörðinni og er ógn við vistkerfi mennskunnar. Þetta fólk í framlínu, okkar talsmenn, sem hegða sér þannig varpa ekki bara skugga á allt sem er þess virði að lifa fyrir, það er einnig ógn við lífið á jörðinni. Við erum með fólk haldið þessu viðhorfi við okkar stýri hér, Það fólk fellur undir ofangreinda lýsingu og sýnir með því vítavert kæruleysi, vítavert hirðuleysi og vítavert skeytingaleysi gagnvart þjáningum annarra. Af slíku eru alvarlegar afleiðingar. Ég endurtek, Þetta viðhorf ógnar lífi og framtíð okkar mannanna hér á jörðinni og er ógn við vistkerfi mennskunnar. Þetta viðhorf þarf að upprætast hið bráðasta úr öllu stjórnkerfi heimsins. Því annars er öll önnur barátta eða framtíðarsýn til lítils, ef ekki einskis. Höfundur er nemandi í þjóðfræði við Háskóla Íslands.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar