„Það er eins og okkur líði eins og við eigum ekkert gott skilið“ Siggeir Ævarsson skrifar 25. janúar 2024 22:10 Pavel var ekki kátur á hliðarlínunni í kvöld Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Tindastóls töpuðu sínum fjórða leik í röð í Subway-deild karla í kvöld þegar liðið lá á útivelli gegn Val, lokatölur í N1-höllinni 90-79. Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, eyddi drjúgum tíma með liði sínu inni í klefa áður en hann kom í viðtal og var því búinn að hafa smá tíma til að leggja mat á það hvað klikkaði í kvöld. „Það var margt, leikskipulagslega séð. En fyrst og fremst það sem klúðraði þessum leik er skortur á sjálfstrausti; einstaklings, sem lið, sem hópur, þá skortir trúna og skilning á hvað við erum og hvað þeir geta sem einstaklingar og sem lið. Það var, og er, stærsta vandamálið okkar núna.“ Stólarnir áttu mörg áhlaup í leiknum en náðu aldrei að jafna leikinn eða komast yfir. Pavel sagði að hans menn væru einfaldlega illa þjakaðir af skorti á sjálfstrausti. „Í hvert einasta skipti sem þetta áhlaup kom hjá okkur þá er það sama. Það breytist ekkert mikið hjá Val eða okkar andstæðingum. Það er eins og við bara hreinlega trúum því ekki sjálfir að við getum klárað. Það er eins og við trúum því ekki „Heyrðu við getum bara haldið áfram að gera þetta!“ og í það minnsta þá gert þetta að einhverjum alvöru leik.“ „Frá mínu sjónarhorni þá trúði ég ekki alveg strákunum þegar þetta er að gerast. Þetta endurspeglast allt í þessu sjálfstrausti sem okkur skortir núna. „Það er eins og okkur líði eins og við eigum ekkert gott skilið.“ Spurður að því hvort það yrðu mögulega þung skref að mæta í kaupfélagið á Sauðárkróki á morgun játti Pavel því en sagði pressuna einfaldlega vera hluti af starfinu. „Já, eflaust. Það er náttúrulega bara það sem fylgir því að þjálfa Tindastól, þú þarft bara að „díla“ við það. Það er bara hluti af þessu. Stór hluti af mínu starfi. Það er bara mitt verk núna að rífa sjálfstraustið upp, bæði hjá þessum leikmönnum, hjá liðinu, öllum í kringum þetta.“ Pavel er þó ekki á þeim buxunum að leggja árar í bát, það sé einfaldlega ekkert annað í stöðunni en að ná vopnum sínum á ný og kæta Skagfirðinga alla. Ég hef sagt þetta áður og ég segi það aftur að við eigum bara ekki annarra kosta völ en að halda áfram og reyna að komast á þann stað að okkur líði vel með sjálfa okkur. Ef okkur líður vel með sjálfa okkur þá spilum við vel. Þá vinnum við og þá er kaupfélagið ánægt líka!“ Körfubolti Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira
Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, eyddi drjúgum tíma með liði sínu inni í klefa áður en hann kom í viðtal og var því búinn að hafa smá tíma til að leggja mat á það hvað klikkaði í kvöld. „Það var margt, leikskipulagslega séð. En fyrst og fremst það sem klúðraði þessum leik er skortur á sjálfstrausti; einstaklings, sem lið, sem hópur, þá skortir trúna og skilning á hvað við erum og hvað þeir geta sem einstaklingar og sem lið. Það var, og er, stærsta vandamálið okkar núna.“ Stólarnir áttu mörg áhlaup í leiknum en náðu aldrei að jafna leikinn eða komast yfir. Pavel sagði að hans menn væru einfaldlega illa þjakaðir af skorti á sjálfstrausti. „Í hvert einasta skipti sem þetta áhlaup kom hjá okkur þá er það sama. Það breytist ekkert mikið hjá Val eða okkar andstæðingum. Það er eins og við bara hreinlega trúum því ekki sjálfir að við getum klárað. Það er eins og við trúum því ekki „Heyrðu við getum bara haldið áfram að gera þetta!“ og í það minnsta þá gert þetta að einhverjum alvöru leik.“ „Frá mínu sjónarhorni þá trúði ég ekki alveg strákunum þegar þetta er að gerast. Þetta endurspeglast allt í þessu sjálfstrausti sem okkur skortir núna. „Það er eins og okkur líði eins og við eigum ekkert gott skilið.“ Spurður að því hvort það yrðu mögulega þung skref að mæta í kaupfélagið á Sauðárkróki á morgun játti Pavel því en sagði pressuna einfaldlega vera hluti af starfinu. „Já, eflaust. Það er náttúrulega bara það sem fylgir því að þjálfa Tindastól, þú þarft bara að „díla“ við það. Það er bara hluti af þessu. Stór hluti af mínu starfi. Það er bara mitt verk núna að rífa sjálfstraustið upp, bæði hjá þessum leikmönnum, hjá liðinu, öllum í kringum þetta.“ Pavel er þó ekki á þeim buxunum að leggja árar í bát, það sé einfaldlega ekkert annað í stöðunni en að ná vopnum sínum á ný og kæta Skagfirðinga alla. Ég hef sagt þetta áður og ég segi það aftur að við eigum bara ekki annarra kosta völ en að halda áfram og reyna að komast á þann stað að okkur líði vel með sjálfa okkur. Ef okkur líður vel með sjálfa okkur þá spilum við vel. Þá vinnum við og þá er kaupfélagið ánægt líka!“
Körfubolti Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira