Við erum sammála – að mestu Harpa Pétursdóttir skrifar 26. janúar 2024 07:01 Ef þú fylgist með fréttum og ert virk á facebook hefur ef til vill sú mynd dregist upp fyrir þér að það sé algert uppnám í raforkumálum þjóðarinnar. Að þú getir ekki látið ljósin loga og rafmagnsreikningurinn fari að slaga upp í sjónvarps- og netreikningana á næstu mánuðum. Ef fyrirtækin og stjórnvöld ákveða að vinna saman að lausninni þá mun það ekki gerast, jafnvel þótt vatnið standi lágt í Þórisvatni. Það er vissulega þröngt í raforkubúinu núna en engin ástæða er til örvæntingar líkt og þér kann að hafa verið talin trú um. Af öllu rafmagni í landinu framleiða fyrirtækin sem almenningur á – ríki eða sveitarfélög – meira en 90%. Þessi fyrirtæki og meira að segja líka sum þeirra sem eru í einkaeigu eru nefnilega sammála um að almenningur eigi að hafa forgang að rafmagni umfram aðra kaupendur. Þessi skilningur var skjalfestur af öllum stærstu framleiðendum rafmagns á Íslandi í hitteðfyrra þegar þau skrifuðu undir tillögu um að bera hlutfallslega ábyrgð á sínum hluta hvert. Um þetta eru raforkufyrirtækin sammála. Það er öllum raforkuframleiðendum augljóst að ef þjóðin ætlar að ná loftslagsmarkmiðum sem máli skipta, þá þarf að búa til meira rafmagn á Íslandi. Það muni ekki virka að bíða bara eftir að rafmagn losni úr langtímasamningum. Um þetta eru raforkufyrirtækin sammála. Það er öllum raforkuframleiðendum augljóst að ef þjóðin ætlar að viðhalda og byggja upp frekari hagsæld þá getur aukin orkuframleiðsla að minnsta kosti létt þar verulega undir. Um þetta eru raforkufyrirtækin sammála. Það skiptir engu máli hversu mikið rafmagn er framleitt í landinu, sú staða getur komið upp – jafnvel aftur og aftur – að heimilin verði útundan. Ef öflugir kaupendur eru ráðandi og ekki skilgreind ábyrgð á rafmagni til fólksins, sem þó á stærstu orkufyrirtækin, er hætta á það gleymist. Um þetta eru raforkufyrirtækin sammála. Þess vegna er áríðandi að ábyrgðinni sé skipað með skynsamlegum hætti til framtíðar. Raforkufyrirtækin eru sammála um að rétt sé að skipta þessari ábyrgð gagnvart almenningi í hlutfalli við raforkuframleiðslu þeirra. Það þýðir að Landsvirkjun þurfi að axla hlutfallslega meiri ábyrgð en hún hefur gert síðustu ár. Landsvirkjun er hins vegar ekki tilbúin til þess strax, eins og almannatengslaherferðir fyrirtækisins síðustu vikur og mánuði hafa undirstrikað. Við hjá Orku náttúrunnar, sem er líka fyrirtæki í eigu almennings, erum tilbúin að brúa bilið; að tryggja rafmagn á almennan markað umfram hlutfall okkar af heildarframleiðslunni þangað til Landsvirkjun getur ábyrgst sitt hlutfall. Það má ekki dragast í mörg ár en við hjá ON erum klár í nokkur misseri. Við erum hinsvegar ekki klár í að brúin - sem á að brúa bilið þangað til allir framleiðendur treysta sér til að standa við skuldbindingarnar - felist í því að þessi samkeppnisaðili okkar ráði öllu sem ráðið verður á markaðnum. Við erum ekki sammála um að lög frá Alþingi eigi að fela í sér eyðileggingu á 20 ára þróun samkeppnismarkaðar í raforkusölu á Íslandi, sem almenningur hefur óumdeilanlega notið góðs af. Þar er hættan. Höfundur er stjórnandi málefna haghafa og stjórnsýslu hjá Orku náttúrunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Ef þú fylgist með fréttum og ert virk á facebook hefur ef til vill sú mynd dregist upp fyrir þér að það sé algert uppnám í raforkumálum þjóðarinnar. Að þú getir ekki látið ljósin loga og rafmagnsreikningurinn fari að slaga upp í sjónvarps- og netreikningana á næstu mánuðum. Ef fyrirtækin og stjórnvöld ákveða að vinna saman að lausninni þá mun það ekki gerast, jafnvel þótt vatnið standi lágt í Þórisvatni. Það er vissulega þröngt í raforkubúinu núna en engin ástæða er til örvæntingar líkt og þér kann að hafa verið talin trú um. Af öllu rafmagni í landinu framleiða fyrirtækin sem almenningur á – ríki eða sveitarfélög – meira en 90%. Þessi fyrirtæki og meira að segja líka sum þeirra sem eru í einkaeigu eru nefnilega sammála um að almenningur eigi að hafa forgang að rafmagni umfram aðra kaupendur. Þessi skilningur var skjalfestur af öllum stærstu framleiðendum rafmagns á Íslandi í hitteðfyrra þegar þau skrifuðu undir tillögu um að bera hlutfallslega ábyrgð á sínum hluta hvert. Um þetta eru raforkufyrirtækin sammála. Það er öllum raforkuframleiðendum augljóst að ef þjóðin ætlar að ná loftslagsmarkmiðum sem máli skipta, þá þarf að búa til meira rafmagn á Íslandi. Það muni ekki virka að bíða bara eftir að rafmagn losni úr langtímasamningum. Um þetta eru raforkufyrirtækin sammála. Það er öllum raforkuframleiðendum augljóst að ef þjóðin ætlar að viðhalda og byggja upp frekari hagsæld þá getur aukin orkuframleiðsla að minnsta kosti létt þar verulega undir. Um þetta eru raforkufyrirtækin sammála. Það skiptir engu máli hversu mikið rafmagn er framleitt í landinu, sú staða getur komið upp – jafnvel aftur og aftur – að heimilin verði útundan. Ef öflugir kaupendur eru ráðandi og ekki skilgreind ábyrgð á rafmagni til fólksins, sem þó á stærstu orkufyrirtækin, er hætta á það gleymist. Um þetta eru raforkufyrirtækin sammála. Þess vegna er áríðandi að ábyrgðinni sé skipað með skynsamlegum hætti til framtíðar. Raforkufyrirtækin eru sammála um að rétt sé að skipta þessari ábyrgð gagnvart almenningi í hlutfalli við raforkuframleiðslu þeirra. Það þýðir að Landsvirkjun þurfi að axla hlutfallslega meiri ábyrgð en hún hefur gert síðustu ár. Landsvirkjun er hins vegar ekki tilbúin til þess strax, eins og almannatengslaherferðir fyrirtækisins síðustu vikur og mánuði hafa undirstrikað. Við hjá Orku náttúrunnar, sem er líka fyrirtæki í eigu almennings, erum tilbúin að brúa bilið; að tryggja rafmagn á almennan markað umfram hlutfall okkar af heildarframleiðslunni þangað til Landsvirkjun getur ábyrgst sitt hlutfall. Það má ekki dragast í mörg ár en við hjá ON erum klár í nokkur misseri. Við erum hinsvegar ekki klár í að brúin - sem á að brúa bilið þangað til allir framleiðendur treysta sér til að standa við skuldbindingarnar - felist í því að þessi samkeppnisaðili okkar ráði öllu sem ráðið verður á markaðnum. Við erum ekki sammála um að lög frá Alþingi eigi að fela í sér eyðileggingu á 20 ára þróun samkeppnismarkaðar í raforkusölu á Íslandi, sem almenningur hefur óumdeilanlega notið góðs af. Þar er hættan. Höfundur er stjórnandi málefna haghafa og stjórnsýslu hjá Orku náttúrunnar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun