„Ég á helling inni og þarf að gera betur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. janúar 2024 17:02 Ómar Ingi Magnússon skýtur að marki Austurríkismanna í leik dagsins. Vísir/Vilhelm Ómar Ingi Magnússon var niðurlútur þrátt fyrir tveggja marka sigur Íslands gegn Austurríki í lokaleik íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Evrópumótinu í Þýskalandi þetta árið, 26-24. Íslenska liðið hefði þurft að vinna með fimm marka mun eða meira til að auka möguleika sína á sæti í umspili fyrir Ólympíuleikana, en liðið kastaði frá sér sex marka forystu sem það hafði í hálfleik. Sigurinn þýðir þó að vonin lifir enn, en liðið þarf nú að treysta á að Ungverjar taki stig af Frökkum. „Við náttúrulega bara byrjum ekki seinni hálfleikinn af nógu góðum krafti og vorum bara í veseni fyrstu tíu mínúturnar. Ég veit ekki hvað það var,“ sagði Ómar Ingi í leikslok. „Við vorum bara ekki nógu skarpir fannst mér og eitthvað ragir. Við vorum í góðri stöðu, en náðum ekki að nýta okkur það.“ Hann segir að þrátt fyrir sigurinn séu úrslitin klárlega vonbrigði. „Við ætluðum okkur klárlega að vinna þetta stærra. Og sérstaklega miðað við hvernig staðan var í hálfleik. Mér fannst við vera töluvert betri og við áttum að sýna það í seinni hálfleik og vinna stærra. Það er alveg klárt að við erum klárlega betri en við náðum ekki að sýna það.“ Þá segir hann einnig að mögulega vanti drápseðli í liðið, enda var þetta ekki í fyrsta sinn sem íslenska liðið er í góðri stöðu í fyrri hálfleik, en gefur svo eftir í þeima seinni. Klippa: Viðtal við Ómar Inga eftir Austurríkisleikinn „Það gæti verið. Ég veit ekki hvað það er. En þetta er bara svekkjandi því við vorum í góðri stöðu sem við hefðum átt að nýta betur. Kannski fór þetta eitthvað í hausinn á okkur að vera svona yfir, ég veit það ekki. Við þurfum að skoða það.“ Ómar missti af seinasta leik Íslands vegna veikinda og var enn veikur í gær. Hann segir þó að heilsan hafi verið góð í dag og hann hafi verið klár í slaginn. „Ég var alveg klár í slaginn. Ég var ekkert það veikur þannig ég var klár núna.“ Hann segir þó að hans eigin frammistaða hafi valdið honum vonbrigðum. „Ekkert spes. Ég á helling inni og þarf að gera betur, það er alveg klárt. Það eru bara vonbrigði með það að hafa ekki náð að gera þetta almennilega.“ „Ég þarf kannski bara að skoða þetta, en ég komst aldrei í takt við mótið einhvernveginn. Af hverju það er veit ég ekki. Það voru svona skorpur hér og þar en ég var langt frá mínu leveli,“ sagði Ómar að lokum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Algjör viðbjóður og ógeðslegt að kyngja því“ „Við vorum bara með þetta fyrsta hálftíman,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta eftir tveggja marka sigur liðsins gegn Austurríki í dag, 26-24. 24. janúar 2024 16:44 Tölfræðin á móti Austurríki: Skoruðu ekki mark í rúmar þrettán mínútur Íslenska landsliðið hefur átt marga slæma kafla á Evrópumótinu í ár en fáir voru þó verri en byrjunin á seinni hálfleiknum í dag. 24. janúar 2024 16:38 „Við getum alveg kallað þetta vonbrigði“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var vægast sagt svekktur eftir tveggja marka sigur gegn Austurríki í lokaleik liðsins á EM í handbolta í dag. Hann segir að mótið hafi að vissu leyti verið vonbrigði. 24. janúar 2024 16:34 Samfélagsmiðlar um leik Íslands gegn Austurríki: Seinni hálfleikur vonbrigði Íslenska landsliðið vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26 í síðasta leik í milliriðli á EM karla í handbolta. Aðdáendur íslenska landsliðsins fóru yfir leikinn og létu skoðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlum. 24. janúar 2024 16:36 Umfjöllun: Austurríki - Ísland 24-26 | Sigur en þurfum að treysta á önnur úrslit Ísland vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26. Eftir frábæran fyrri hálfleik byrjaði Ísland síðari hálfleik skelfilega. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Ísland vann að lokum með tveimur mörkum. 24. janúar 2024 16:15 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Íslenska liðið hefði þurft að vinna með fimm marka mun eða meira til að auka möguleika sína á sæti í umspili fyrir Ólympíuleikana, en liðið kastaði frá sér sex marka forystu sem það hafði í hálfleik. Sigurinn þýðir þó að vonin lifir enn, en liðið þarf nú að treysta á að Ungverjar taki stig af Frökkum. „Við náttúrulega bara byrjum ekki seinni hálfleikinn af nógu góðum krafti og vorum bara í veseni fyrstu tíu mínúturnar. Ég veit ekki hvað það var,“ sagði Ómar Ingi í leikslok. „Við vorum bara ekki nógu skarpir fannst mér og eitthvað ragir. Við vorum í góðri stöðu, en náðum ekki að nýta okkur það.“ Hann segir að þrátt fyrir sigurinn séu úrslitin klárlega vonbrigði. „Við ætluðum okkur klárlega að vinna þetta stærra. Og sérstaklega miðað við hvernig staðan var í hálfleik. Mér fannst við vera töluvert betri og við áttum að sýna það í seinni hálfleik og vinna stærra. Það er alveg klárt að við erum klárlega betri en við náðum ekki að sýna það.“ Þá segir hann einnig að mögulega vanti drápseðli í liðið, enda var þetta ekki í fyrsta sinn sem íslenska liðið er í góðri stöðu í fyrri hálfleik, en gefur svo eftir í þeima seinni. Klippa: Viðtal við Ómar Inga eftir Austurríkisleikinn „Það gæti verið. Ég veit ekki hvað það er. En þetta er bara svekkjandi því við vorum í góðri stöðu sem við hefðum átt að nýta betur. Kannski fór þetta eitthvað í hausinn á okkur að vera svona yfir, ég veit það ekki. Við þurfum að skoða það.“ Ómar missti af seinasta leik Íslands vegna veikinda og var enn veikur í gær. Hann segir þó að heilsan hafi verið góð í dag og hann hafi verið klár í slaginn. „Ég var alveg klár í slaginn. Ég var ekkert það veikur þannig ég var klár núna.“ Hann segir þó að hans eigin frammistaða hafi valdið honum vonbrigðum. „Ekkert spes. Ég á helling inni og þarf að gera betur, það er alveg klárt. Það eru bara vonbrigði með það að hafa ekki náð að gera þetta almennilega.“ „Ég þarf kannski bara að skoða þetta, en ég komst aldrei í takt við mótið einhvernveginn. Af hverju það er veit ég ekki. Það voru svona skorpur hér og þar en ég var langt frá mínu leveli,“ sagði Ómar að lokum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Algjör viðbjóður og ógeðslegt að kyngja því“ „Við vorum bara með þetta fyrsta hálftíman,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta eftir tveggja marka sigur liðsins gegn Austurríki í dag, 26-24. 24. janúar 2024 16:44 Tölfræðin á móti Austurríki: Skoruðu ekki mark í rúmar þrettán mínútur Íslenska landsliðið hefur átt marga slæma kafla á Evrópumótinu í ár en fáir voru þó verri en byrjunin á seinni hálfleiknum í dag. 24. janúar 2024 16:38 „Við getum alveg kallað þetta vonbrigði“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var vægast sagt svekktur eftir tveggja marka sigur gegn Austurríki í lokaleik liðsins á EM í handbolta í dag. Hann segir að mótið hafi að vissu leyti verið vonbrigði. 24. janúar 2024 16:34 Samfélagsmiðlar um leik Íslands gegn Austurríki: Seinni hálfleikur vonbrigði Íslenska landsliðið vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26 í síðasta leik í milliriðli á EM karla í handbolta. Aðdáendur íslenska landsliðsins fóru yfir leikinn og létu skoðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlum. 24. janúar 2024 16:36 Umfjöllun: Austurríki - Ísland 24-26 | Sigur en þurfum að treysta á önnur úrslit Ísland vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26. Eftir frábæran fyrri hálfleik byrjaði Ísland síðari hálfleik skelfilega. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Ísland vann að lokum með tveimur mörkum. 24. janúar 2024 16:15 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
„Algjör viðbjóður og ógeðslegt að kyngja því“ „Við vorum bara með þetta fyrsta hálftíman,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta eftir tveggja marka sigur liðsins gegn Austurríki í dag, 26-24. 24. janúar 2024 16:44
Tölfræðin á móti Austurríki: Skoruðu ekki mark í rúmar þrettán mínútur Íslenska landsliðið hefur átt marga slæma kafla á Evrópumótinu í ár en fáir voru þó verri en byrjunin á seinni hálfleiknum í dag. 24. janúar 2024 16:38
„Við getum alveg kallað þetta vonbrigði“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var vægast sagt svekktur eftir tveggja marka sigur gegn Austurríki í lokaleik liðsins á EM í handbolta í dag. Hann segir að mótið hafi að vissu leyti verið vonbrigði. 24. janúar 2024 16:34
Samfélagsmiðlar um leik Íslands gegn Austurríki: Seinni hálfleikur vonbrigði Íslenska landsliðið vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26 í síðasta leik í milliriðli á EM karla í handbolta. Aðdáendur íslenska landsliðsins fóru yfir leikinn og létu skoðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlum. 24. janúar 2024 16:36
Umfjöllun: Austurríki - Ísland 24-26 | Sigur en þurfum að treysta á önnur úrslit Ísland vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26. Eftir frábæran fyrri hálfleik byrjaði Ísland síðari hálfleik skelfilega. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Ísland vann að lokum með tveimur mörkum. 24. janúar 2024 16:15
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti